Freyr: Hefði getað sprungið í andlitið á okkur Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 22. júní 2017 19:00 Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, segir að það hefði ekki verið hægt að semja handritið að því sem hefur gengið á í íslenska landsliðinu undanfarna árið. Freyr tilkynnti í dag 23 manna landsliðshóp sinn fyrir EM í Hollandi en í honum voru til að mynda Harpa Þorsteinsdóttir, Hólmfríður Magnúsdóttir og Sandra María Jessen sem hafa lítið getað spilað í vor. Landsliðsþjálfarinn sagði að það hefði verið erfitt að finna út úr því hvernig hópurinn ætti að vera samsettur og hverjar ættu að fá síðustu sætin. „Við vitum hvaða fimmtán leikmenn eru líklegastir til að spila flestar mínútur á mótinu. En hin hlutverkin eru svo ofboðslega mikilvæg. Við þurftum heiðarleig svör frá reynslumiklum leikmönnum sem eru að fá minni hlutverk nú en þær hafa fengið á síðustu stórmótum,“ sagði Freyr. „Ef ég hefði ekki rætt við þær núna en samt tekið þær með á mótið, þá hefði það getað sprungið í andlitið á okkur.“ Það hefur ýmislegt gengið á undanfarna mánuði. Dóra María Lárusdóttir og systurnar Margrét Lára og Elísa Viðarsdætur eru allar með slitið krossband í hné og verða ekki með á EM. Freyr þurfti að hugsa stöðuna upp á nýtt og viðurkennir að það hafi um tíma verið erfitt. En hann telur sig nú vera með réttu uppskriftina. Leikur liðsins gegn Brasilíu í síðustu viku hafi gefið góð fyrirheit. „Ég er núna ofboðslega spenntur og fullur tilhlökkunar á allan hátt til að takast á við þetta Evrópumót með þessum hætti sem við sýndum gegn Brasilíu.“ „Undankeppnin er búin. Það var góður taktur í liðinu þá og margir fallegir leikir sem verða aldrei teknir af okkur. En nú er nýtt upphaf og við erum að fara að takast á við þetta stóra verkefni með þessum hópi sem er fullur af orku.“ EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Svona var EM-hópurinn tilkynntur | Myndband Freyr Alexandersson tilkynnti EM-hópinn sem fer til Hollands í næsta mánuði en fundurinn var í beinni útsendingu á Vísi. 22. júní 2017 14:00 EM-hópurinn valinn: Harpa fer með til Hollands Framherjinn Harpa Þorsteinsdóttir úr Stjörnunni fer með íslenska landsliðinu á EM í Hollandi en EM-hópurinn var tilkynntur á blaðamannafundi í Laugardalnum rétt í þessu. 22. júní 2017 13:45 EM-hópurinn hjá stelpunum okkar valinn í dag Vísir verður með beina útsendingu frá blaðamannafundinum sem hefst klukkan 13.15. 22. júní 2017 08:30 Freyr hefur ekki áhyggjur af Hörpu, Söndru og Hólmfríði Sandra María Jessen, Hólmfríður Magnúsdóttir og Harpa Þorsteinsdóttir hafa lítið spilað síðustu vikur og mánuði. 22. júní 2017 14:46 Freyr: Harpa er með því að hún er nægilega góð Harpa Þorsteinsdóttir var sú eina sem fékk að vita fyrirfram að hún væri með í EM-hópi Íslands. 22. júní 2017 14:11 Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Sjá meira
Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, segir að það hefði ekki verið hægt að semja handritið að því sem hefur gengið á í íslenska landsliðinu undanfarna árið. Freyr tilkynnti í dag 23 manna landsliðshóp sinn fyrir EM í Hollandi en í honum voru til að mynda Harpa Þorsteinsdóttir, Hólmfríður Magnúsdóttir og Sandra María Jessen sem hafa lítið getað spilað í vor. Landsliðsþjálfarinn sagði að það hefði verið erfitt að finna út úr því hvernig hópurinn ætti að vera samsettur og hverjar ættu að fá síðustu sætin. „Við vitum hvaða fimmtán leikmenn eru líklegastir til að spila flestar mínútur á mótinu. En hin hlutverkin eru svo ofboðslega mikilvæg. Við þurftum heiðarleig svör frá reynslumiklum leikmönnum sem eru að fá minni hlutverk nú en þær hafa fengið á síðustu stórmótum,“ sagði Freyr. „Ef ég hefði ekki rætt við þær núna en samt tekið þær með á mótið, þá hefði það getað sprungið í andlitið á okkur.“ Það hefur ýmislegt gengið á undanfarna mánuði. Dóra María Lárusdóttir og systurnar Margrét Lára og Elísa Viðarsdætur eru allar með slitið krossband í hné og verða ekki með á EM. Freyr þurfti að hugsa stöðuna upp á nýtt og viðurkennir að það hafi um tíma verið erfitt. En hann telur sig nú vera með réttu uppskriftina. Leikur liðsins gegn Brasilíu í síðustu viku hafi gefið góð fyrirheit. „Ég er núna ofboðslega spenntur og fullur tilhlökkunar á allan hátt til að takast á við þetta Evrópumót með þessum hætti sem við sýndum gegn Brasilíu.“ „Undankeppnin er búin. Það var góður taktur í liðinu þá og margir fallegir leikir sem verða aldrei teknir af okkur. En nú er nýtt upphaf og við erum að fara að takast á við þetta stóra verkefni með þessum hópi sem er fullur af orku.“
EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Svona var EM-hópurinn tilkynntur | Myndband Freyr Alexandersson tilkynnti EM-hópinn sem fer til Hollands í næsta mánuði en fundurinn var í beinni útsendingu á Vísi. 22. júní 2017 14:00 EM-hópurinn valinn: Harpa fer með til Hollands Framherjinn Harpa Þorsteinsdóttir úr Stjörnunni fer með íslenska landsliðinu á EM í Hollandi en EM-hópurinn var tilkynntur á blaðamannafundi í Laugardalnum rétt í þessu. 22. júní 2017 13:45 EM-hópurinn hjá stelpunum okkar valinn í dag Vísir verður með beina útsendingu frá blaðamannafundinum sem hefst klukkan 13.15. 22. júní 2017 08:30 Freyr hefur ekki áhyggjur af Hörpu, Söndru og Hólmfríði Sandra María Jessen, Hólmfríður Magnúsdóttir og Harpa Þorsteinsdóttir hafa lítið spilað síðustu vikur og mánuði. 22. júní 2017 14:46 Freyr: Harpa er með því að hún er nægilega góð Harpa Þorsteinsdóttir var sú eina sem fékk að vita fyrirfram að hún væri með í EM-hópi Íslands. 22. júní 2017 14:11 Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Sjá meira
Svona var EM-hópurinn tilkynntur | Myndband Freyr Alexandersson tilkynnti EM-hópinn sem fer til Hollands í næsta mánuði en fundurinn var í beinni útsendingu á Vísi. 22. júní 2017 14:00
EM-hópurinn valinn: Harpa fer með til Hollands Framherjinn Harpa Þorsteinsdóttir úr Stjörnunni fer með íslenska landsliðinu á EM í Hollandi en EM-hópurinn var tilkynntur á blaðamannafundi í Laugardalnum rétt í þessu. 22. júní 2017 13:45
EM-hópurinn hjá stelpunum okkar valinn í dag Vísir verður með beina útsendingu frá blaðamannafundinum sem hefst klukkan 13.15. 22. júní 2017 08:30
Freyr hefur ekki áhyggjur af Hörpu, Söndru og Hólmfríði Sandra María Jessen, Hólmfríður Magnúsdóttir og Harpa Þorsteinsdóttir hafa lítið spilað síðustu vikur og mánuði. 22. júní 2017 14:46
Freyr: Harpa er með því að hún er nægilega góð Harpa Þorsteinsdóttir var sú eina sem fékk að vita fyrirfram að hún væri með í EM-hópi Íslands. 22. júní 2017 14:11