Bandarískir veðurfræðingar setja ofan í við ráðherra vegna loftslagsbreytinga Kjartan Kjartansson skrifar 22. júní 2017 12:57 Koltvísýringur sem losnar við bruna jarðefnaeldsneytis eins og kola og olíu er aðalorsakavaldur hnattrænnar hlýnunar. Vísir/EPA Félag bandarískra veðurfræðinga (AMS) fræðir Rick Perry, orkumálaráðherra Bandaríkjanna, um orsakir loftslagsbreytinga í bréfi sem það sendi honum. Perry sagði í viðtali að hann tryði því ekki að koltvísýringur væri orsök hnattrænnar hlýnunar á jörðinni. Frumorsakir þeirra loftslagsbreytinga sem nú eiga sér stað á jörðinni eru vel þekktar. Gróðurhúsalofttegundir, fyrst og fremst koltvísýringur, sem menn losa með bruna á jarðefnaeldsneyti valda þeirri hlýnun sem hefur átt sér stað frá því á síðustu öld. Perry sagði hins vegar við CNBC-sjónvarpsstöðina að hann teldi að hafið og umhverfið yllu loftslagsbreytingum. Þá sagði hann það væri í góðu lagi að efast um sum atriði loftslagsvísinda.Sjá einnig:Orkumálaráðherra Trump hafnar því að menn beri ábyrgð á hlýnun jarðar Í bréfi Keith L. Seitter, framkvæmdastjóra AMS, til Perry segir hann að það sé lykilatriði að ráðherrann skilji að koltvísýringur og aðrar gróðurhúsalofttegundir séu aðalorsakavaldar hnattrænnar hlýnunar. Annars geti orkumálaráðuneytið ekki mótað stefnu á skilvirkan hátt. „Þetta er niðurstaða sem byggist á yfirgripsmiklu mati á vísindalegum sönnunum. Hún byggist á fjölda sjálfstæðra vísbendinga sem þúsundir sjálfstæðra vísindamanna og fjöldi vísindastofnana um allan heim hafa staðfest. Við könnumst ekki við neina vísindastofnun með viðeigandi sérþekkingu á málinu sem hefur komist að annarri niðurstöðu,“ segir AMS.Rick Perry, orkumálaráðherra Bandaríkjanna, fór með fleipur um orsakir loftslagsbreytinga í sjónvarpsviðtali í vikunni.Vísir/EPAEkki dyggð að efast án tillits til staðreyndaVeðurfræðingarnir taka undir með Perry um efasemdir og segja að þær séu framgangi vísinda lífsnauðsynlegar. Ýmsum spurningum innan loftslagsvísinda sé enn ósvarað en aðrar niðurstöður byggi hins vegar á áratugalöngum athugunum og fjölda sjálfstæðra vísbendinga „Efasemdir sem taka ekki tillit til staðreynda eru ekki dyggð,“ segir í bréfi framkvæmdastjóra AMS. Það hafi verið staðfest kirfilega að koltvísýringur og gróðurhúsalofftegundir almennt séu aðalorsakavaldur loftslagsbreytinga.The @ametsoc sent a letter to @SecretaryPerry basically saying he lacks "a fundamental understanding of the science" of climate change pic.twitter.com/c3hRMnByMN — Brian L Kahn (@blkahn) June 21, 2017 Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Sópar náttúruverndarlögum Obama undir teppið Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mun skrifa undir forsetatilskipun um að fella niður ýmis lög Barack Obama, forvera Trump, sem snúa að náttúruvernd. 28. mars 2017 12:01 Trúir ekki að koltvísýringur hafi áhrif á hækkandi hitastig jarðar Scott Pruitt, yfirmaður EPA, umhverfisverndarstofnunar Bandaríkjanna, hefur vakið mikla hneykslan í vísindasamfélaginu. 10. mars 2017 07:57 Nýr forstjóri Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna efasemdamaður um loftslagsbreytingar Öldungadeild Bandaríkjaþings hefur samþykkt tilnefningu Scott Pruitt í embætti forstjóra Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna en það var Donald Trump, Bandaríkjaforseti, sem tilnefndi Pruitt í embættið. 17. febrúar 2017 22:56 Trump drepur loftslagsaðgerðir Bandaríkjanna TIlskipun Trump um að vinda ofan af loftslagsaðgerðum Obama á að tryggja orkusjálfstæði Bandaríkjanna og endurvekja störf í kolaiðnaðinum. Sérfræðingar segja hvorugt þessa líklegt til að gerast. Þá geri tilskipunin ólíklegt að Bandaríkin standi við skuldbindingar sínar gagnvart Parísarsamkomulaginu. 28. mars 2017 20:11 Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Fleiri fréttir Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Sjá meira
Félag bandarískra veðurfræðinga (AMS) fræðir Rick Perry, orkumálaráðherra Bandaríkjanna, um orsakir loftslagsbreytinga í bréfi sem það sendi honum. Perry sagði í viðtali að hann tryði því ekki að koltvísýringur væri orsök hnattrænnar hlýnunar á jörðinni. Frumorsakir þeirra loftslagsbreytinga sem nú eiga sér stað á jörðinni eru vel þekktar. Gróðurhúsalofttegundir, fyrst og fremst koltvísýringur, sem menn losa með bruna á jarðefnaeldsneyti valda þeirri hlýnun sem hefur átt sér stað frá því á síðustu öld. Perry sagði hins vegar við CNBC-sjónvarpsstöðina að hann teldi að hafið og umhverfið yllu loftslagsbreytingum. Þá sagði hann það væri í góðu lagi að efast um sum atriði loftslagsvísinda.Sjá einnig:Orkumálaráðherra Trump hafnar því að menn beri ábyrgð á hlýnun jarðar Í bréfi Keith L. Seitter, framkvæmdastjóra AMS, til Perry segir hann að það sé lykilatriði að ráðherrann skilji að koltvísýringur og aðrar gróðurhúsalofttegundir séu aðalorsakavaldar hnattrænnar hlýnunar. Annars geti orkumálaráðuneytið ekki mótað stefnu á skilvirkan hátt. „Þetta er niðurstaða sem byggist á yfirgripsmiklu mati á vísindalegum sönnunum. Hún byggist á fjölda sjálfstæðra vísbendinga sem þúsundir sjálfstæðra vísindamanna og fjöldi vísindastofnana um allan heim hafa staðfest. Við könnumst ekki við neina vísindastofnun með viðeigandi sérþekkingu á málinu sem hefur komist að annarri niðurstöðu,“ segir AMS.Rick Perry, orkumálaráðherra Bandaríkjanna, fór með fleipur um orsakir loftslagsbreytinga í sjónvarpsviðtali í vikunni.Vísir/EPAEkki dyggð að efast án tillits til staðreyndaVeðurfræðingarnir taka undir með Perry um efasemdir og segja að þær séu framgangi vísinda lífsnauðsynlegar. Ýmsum spurningum innan loftslagsvísinda sé enn ósvarað en aðrar niðurstöður byggi hins vegar á áratugalöngum athugunum og fjölda sjálfstæðra vísbendinga „Efasemdir sem taka ekki tillit til staðreynda eru ekki dyggð,“ segir í bréfi framkvæmdastjóra AMS. Það hafi verið staðfest kirfilega að koltvísýringur og gróðurhúsalofftegundir almennt séu aðalorsakavaldur loftslagsbreytinga.The @ametsoc sent a letter to @SecretaryPerry basically saying he lacks "a fundamental understanding of the science" of climate change pic.twitter.com/c3hRMnByMN — Brian L Kahn (@blkahn) June 21, 2017
Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Sópar náttúruverndarlögum Obama undir teppið Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mun skrifa undir forsetatilskipun um að fella niður ýmis lög Barack Obama, forvera Trump, sem snúa að náttúruvernd. 28. mars 2017 12:01 Trúir ekki að koltvísýringur hafi áhrif á hækkandi hitastig jarðar Scott Pruitt, yfirmaður EPA, umhverfisverndarstofnunar Bandaríkjanna, hefur vakið mikla hneykslan í vísindasamfélaginu. 10. mars 2017 07:57 Nýr forstjóri Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna efasemdamaður um loftslagsbreytingar Öldungadeild Bandaríkjaþings hefur samþykkt tilnefningu Scott Pruitt í embætti forstjóra Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna en það var Donald Trump, Bandaríkjaforseti, sem tilnefndi Pruitt í embættið. 17. febrúar 2017 22:56 Trump drepur loftslagsaðgerðir Bandaríkjanna TIlskipun Trump um að vinda ofan af loftslagsaðgerðum Obama á að tryggja orkusjálfstæði Bandaríkjanna og endurvekja störf í kolaiðnaðinum. Sérfræðingar segja hvorugt þessa líklegt til að gerast. Þá geri tilskipunin ólíklegt að Bandaríkin standi við skuldbindingar sínar gagnvart Parísarsamkomulaginu. 28. mars 2017 20:11 Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Fleiri fréttir Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Sjá meira
Sópar náttúruverndarlögum Obama undir teppið Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mun skrifa undir forsetatilskipun um að fella niður ýmis lög Barack Obama, forvera Trump, sem snúa að náttúruvernd. 28. mars 2017 12:01
Trúir ekki að koltvísýringur hafi áhrif á hækkandi hitastig jarðar Scott Pruitt, yfirmaður EPA, umhverfisverndarstofnunar Bandaríkjanna, hefur vakið mikla hneykslan í vísindasamfélaginu. 10. mars 2017 07:57
Nýr forstjóri Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna efasemdamaður um loftslagsbreytingar Öldungadeild Bandaríkjaþings hefur samþykkt tilnefningu Scott Pruitt í embætti forstjóra Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna en það var Donald Trump, Bandaríkjaforseti, sem tilnefndi Pruitt í embættið. 17. febrúar 2017 22:56
Trump drepur loftslagsaðgerðir Bandaríkjanna TIlskipun Trump um að vinda ofan af loftslagsaðgerðum Obama á að tryggja orkusjálfstæði Bandaríkjanna og endurvekja störf í kolaiðnaðinum. Sérfræðingar segja hvorugt þessa líklegt til að gerast. Þá geri tilskipunin ólíklegt að Bandaríkin standi við skuldbindingar sínar gagnvart Parísarsamkomulaginu. 28. mars 2017 20:11
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna