Nýir ráðherrar taka sæti í ríkisstjórn Macron Atli Ísleifsson skrifar 21. júní 2017 23:30 Francois Bayrou er formaður MoDem og fyrrverandi dómsmálaráðherra. Vísir/afp Einn af þungavigtarmönnunum í ríkisstjórn Emmanuel Macron Frakklandsforseta, miðjumaðurinn François Bayrou, hefur sagt af sér sem dómsmálaráðherra landsins til að koma í veg fyrir að ríkisstjórnin verði bendluð við rannsókn á meintri spillingu. „Macron er tækifæri okkar lands,“ sagði Bayrou sem segist þó áfram styðja forsetann heilshugar. Ráðherrar úr röðum flokks Bayrou, MoDem, hafa hver á fætur öðrum sagt af sér á þessum fyrstu dögum ríkisstjórnarinnar. Varnarmálaráðherrann Sylvie Goulard sagði af sér í gær og Evrópusambandsmálaráðherrann Marielle de Sarnez og dómsmálaráðherrann Bayrou í dag. Rannsóknin snýr að meintum brotum Evrópuþingmanna flokksins, sem eru sagðir hafa gerst brotlegir varðandi greiðslur til aðstoðarmanna sinna. Þeir neita allir sök í málinu og segir Bayrou að Evrópuþingmennirnir hafi aldrei haft neina ímyndaða starfsmenn á launaskrá.Sylvie Goulard, Francois Bayrou og Marielle de Sarnez.Vísir/AFPBayrou og samflokksmenn hans vilja hins vegar ekki að rannsóknin þvælist fyrir ríkisstjórn Macron, sér í lagi eftir að Macron talaði mikið fyrir því í kosningabaráttunni að útrýma spillingu úr frönskum stjórnmálum. Hinn 66 ára Bayrou mun nú einbeita sér að starfi sem borgarstjóri í Pau í suðurhluta landsins. Richard Ferrand lét af starfi sem ráðherra héraðsmála fyrr í vikunni og tók við formennsku í þingflokki LREM, flokki Macron forseta. Ferrand er nú til rannsóknar vegna mála frá þeim tíma þegar hann starfaði sem þingmaður Sósíalistaflokksins frá árinu 2012. Nicole Belloubet frá stjórnarskrárráði landsins, hefur verið skipuð nýr dómsmálaráðherra, Florence Parly frá járnbrautafélaginu SNCF nýr varnarmálaráðherra og Nathalie Loiseau,rektor skólans ENA, nýr Evrópusambandsmálaráðherra. Frakkland Tengdar fréttir Le-Pen krefst afsagnar dóttur sinnar Samband þeirra feðgina hefur ekki verið náið síðan dóttirin rak föður sinn úr flokknum árið 2015 vegna þess að hann hafði gert lítið úr helförinni. 21. júní 2017 07:00 Ný öfl í frönskum stjórnmálum: Flokkur Macron með meirihluta franska þingsins Flokkur Emmanuel Macron, forseta Frakklands, hefur unnið meirihluta þingsæta í seinni umferð frönsku þingkosninganna sem haldin var í gær. Flokkurinn forsetans, La République en Marche ásamt Modem, Lýðræðishreyfingunni, fengu samtals 350 þingsæti. 19. júní 2017 08:54 Macron hvetur til samstöðu á fundi með Samtökum múslíma í Frakklandi Macron lagði áherslu á að hann væri að taka við embætti á tímum þar sem landið hefði þurft að þola árásir hryðjuverkamanna sem vildu sverta mannorð múslíma í landinu og hvetja til sundrungar meðal þjóðarinnar. 21. júní 2017 10:05 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Fleiri fréttir Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Sjá meira
Einn af þungavigtarmönnunum í ríkisstjórn Emmanuel Macron Frakklandsforseta, miðjumaðurinn François Bayrou, hefur sagt af sér sem dómsmálaráðherra landsins til að koma í veg fyrir að ríkisstjórnin verði bendluð við rannsókn á meintri spillingu. „Macron er tækifæri okkar lands,“ sagði Bayrou sem segist þó áfram styðja forsetann heilshugar. Ráðherrar úr röðum flokks Bayrou, MoDem, hafa hver á fætur öðrum sagt af sér á þessum fyrstu dögum ríkisstjórnarinnar. Varnarmálaráðherrann Sylvie Goulard sagði af sér í gær og Evrópusambandsmálaráðherrann Marielle de Sarnez og dómsmálaráðherrann Bayrou í dag. Rannsóknin snýr að meintum brotum Evrópuþingmanna flokksins, sem eru sagðir hafa gerst brotlegir varðandi greiðslur til aðstoðarmanna sinna. Þeir neita allir sök í málinu og segir Bayrou að Evrópuþingmennirnir hafi aldrei haft neina ímyndaða starfsmenn á launaskrá.Sylvie Goulard, Francois Bayrou og Marielle de Sarnez.Vísir/AFPBayrou og samflokksmenn hans vilja hins vegar ekki að rannsóknin þvælist fyrir ríkisstjórn Macron, sér í lagi eftir að Macron talaði mikið fyrir því í kosningabaráttunni að útrýma spillingu úr frönskum stjórnmálum. Hinn 66 ára Bayrou mun nú einbeita sér að starfi sem borgarstjóri í Pau í suðurhluta landsins. Richard Ferrand lét af starfi sem ráðherra héraðsmála fyrr í vikunni og tók við formennsku í þingflokki LREM, flokki Macron forseta. Ferrand er nú til rannsóknar vegna mála frá þeim tíma þegar hann starfaði sem þingmaður Sósíalistaflokksins frá árinu 2012. Nicole Belloubet frá stjórnarskrárráði landsins, hefur verið skipuð nýr dómsmálaráðherra, Florence Parly frá járnbrautafélaginu SNCF nýr varnarmálaráðherra og Nathalie Loiseau,rektor skólans ENA, nýr Evrópusambandsmálaráðherra.
Frakkland Tengdar fréttir Le-Pen krefst afsagnar dóttur sinnar Samband þeirra feðgina hefur ekki verið náið síðan dóttirin rak föður sinn úr flokknum árið 2015 vegna þess að hann hafði gert lítið úr helförinni. 21. júní 2017 07:00 Ný öfl í frönskum stjórnmálum: Flokkur Macron með meirihluta franska þingsins Flokkur Emmanuel Macron, forseta Frakklands, hefur unnið meirihluta þingsæta í seinni umferð frönsku þingkosninganna sem haldin var í gær. Flokkurinn forsetans, La République en Marche ásamt Modem, Lýðræðishreyfingunni, fengu samtals 350 þingsæti. 19. júní 2017 08:54 Macron hvetur til samstöðu á fundi með Samtökum múslíma í Frakklandi Macron lagði áherslu á að hann væri að taka við embætti á tímum þar sem landið hefði þurft að þola árásir hryðjuverkamanna sem vildu sverta mannorð múslíma í landinu og hvetja til sundrungar meðal þjóðarinnar. 21. júní 2017 10:05 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Fleiri fréttir Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Sjá meira
Le-Pen krefst afsagnar dóttur sinnar Samband þeirra feðgina hefur ekki verið náið síðan dóttirin rak föður sinn úr flokknum árið 2015 vegna þess að hann hafði gert lítið úr helförinni. 21. júní 2017 07:00
Ný öfl í frönskum stjórnmálum: Flokkur Macron með meirihluta franska þingsins Flokkur Emmanuel Macron, forseta Frakklands, hefur unnið meirihluta þingsæta í seinni umferð frönsku þingkosninganna sem haldin var í gær. Flokkurinn forsetans, La République en Marche ásamt Modem, Lýðræðishreyfingunni, fengu samtals 350 þingsæti. 19. júní 2017 08:54
Macron hvetur til samstöðu á fundi með Samtökum múslíma í Frakklandi Macron lagði áherslu á að hann væri að taka við embætti á tímum þar sem landið hefði þurft að þola árásir hryðjuverkamanna sem vildu sverta mannorð múslíma í landinu og hvetja til sundrungar meðal þjóðarinnar. 21. júní 2017 10:05