Eiga aldraðir að lifa á 200 þúsundum á mánuði? Björgvin Guðmundsson skrifar 21. júní 2017 07:00 Margir undrast það hvað stjórnvöld tregðast mikið við að veita þeim lægst launuðu meðal aldraðra sómasamleg kjör, þ.e. kjör sem gera eldri borgurum kleift að lifa með reisn á efri árum. Þeir eiga ekki að þurfa að kvíða morgundeginum. Lífeyrir þeirra, sem verst eru settir í dag, er 197 þúsund kr. á mánuði eftir skatt hjá þeim sem eru hjónabandi og 229 þúsund kr. á mánuði hjá einhleypum. Samkvæmt lögum á lífeyrir að hækka í samræmi við launaþróun en aldrei að hækka minna en vísitala neysluverðs. Alþjóðasamningar segja, að lífeyrir aldraðra eigi að hækka svipað lágmarkslaunum. Eftir þessu hefur ekki verið farið. Árið 2015 urðu gífurlega miklar launahækkanir hér; launaþróun var slík, að eðlilegt var, að lífeyrir hækkaði mjög ríflega. En hvað gerðist þá? Lífeyrir aldraðra og öryrkja hækkaði um 3% í janúar 2015 og síðan ekkert meira allt árið þrátt fyrir miklar hækkanir flestra stétta. Lágmarkslaun verkafólks hækkuðu í maí um 14,5%. Þá hefði verið eðlilegt, að lífeyrir hækkaði um það sama eða a.m.k. um 11,5 %. En það gerðist ekki. Læknar fengu yfir 40% hækkun á þessu ári, fiskvinnslufólk, sem var að byrja, fékk 30% hækkun, og þannig mætti áfram telja. Loks í janúar 2016 hækkaði lífeyrir á ný, um 9,7%, eftir að hafa verið óbreyttur í 11 mánuði; þá hækkuðu lágmarkslaun á ný svipað og lífeyrir. Miðað við orðalag laganna er ljóst, að lögin hafa verið brotin á öldruðum og öryrkjum. Lífeyrir hækkaði ekki í samræmi við launaþróun 2015 og lífeyrir hækkaði ekki í samræmi við hækkun lágmarkslauna. Stjórnvöld hafa ekki hagað sér betur við aldraða á þeim tíma, sem liðinn er síðan. Lífeyrir hækkaði í janúar 2016 og síðan ekkert meira allt árið 2016. En í janúar 2017 tóku gildi ný lög um almannatryggingar, sem höfðu verið meira en 10 ár í undirbúningi. Bötnuðu þá ekki kjör lífeyrisfólks mikið? Nei, öðru nær. Frumvarpið var lagt fram með 0 kr. hækkun fyrir þá lægst launuðu meðal aldraðra og öryrkja! Það tókst að þvinga stjórnvöld til þess að láta aldraða og öryrkja fá örlitla hækkun í janúar 2017 eða þessa: Giftir eldri borgarar og þeir sem voru í sambúð hækkuðu um 12 þúsund á mánuði eða í 197 þúsund á mánuði eftir skatt. Einhleypir eldri borgarar hækkuðu um 22 þúsund kr. á mánuði eða í 229 þúsund á mánuði eftir skatt. Ekki var þetta stórmannlegt hjá fyrrverandi ríkisstjórn. Þetta var alger hungurlús. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Sjá meira
Margir undrast það hvað stjórnvöld tregðast mikið við að veita þeim lægst launuðu meðal aldraðra sómasamleg kjör, þ.e. kjör sem gera eldri borgurum kleift að lifa með reisn á efri árum. Þeir eiga ekki að þurfa að kvíða morgundeginum. Lífeyrir þeirra, sem verst eru settir í dag, er 197 þúsund kr. á mánuði eftir skatt hjá þeim sem eru hjónabandi og 229 þúsund kr. á mánuði hjá einhleypum. Samkvæmt lögum á lífeyrir að hækka í samræmi við launaþróun en aldrei að hækka minna en vísitala neysluverðs. Alþjóðasamningar segja, að lífeyrir aldraðra eigi að hækka svipað lágmarkslaunum. Eftir þessu hefur ekki verið farið. Árið 2015 urðu gífurlega miklar launahækkanir hér; launaþróun var slík, að eðlilegt var, að lífeyrir hækkaði mjög ríflega. En hvað gerðist þá? Lífeyrir aldraðra og öryrkja hækkaði um 3% í janúar 2015 og síðan ekkert meira allt árið þrátt fyrir miklar hækkanir flestra stétta. Lágmarkslaun verkafólks hækkuðu í maí um 14,5%. Þá hefði verið eðlilegt, að lífeyrir hækkaði um það sama eða a.m.k. um 11,5 %. En það gerðist ekki. Læknar fengu yfir 40% hækkun á þessu ári, fiskvinnslufólk, sem var að byrja, fékk 30% hækkun, og þannig mætti áfram telja. Loks í janúar 2016 hækkaði lífeyrir á ný, um 9,7%, eftir að hafa verið óbreyttur í 11 mánuði; þá hækkuðu lágmarkslaun á ný svipað og lífeyrir. Miðað við orðalag laganna er ljóst, að lögin hafa verið brotin á öldruðum og öryrkjum. Lífeyrir hækkaði ekki í samræmi við launaþróun 2015 og lífeyrir hækkaði ekki í samræmi við hækkun lágmarkslauna. Stjórnvöld hafa ekki hagað sér betur við aldraða á þeim tíma, sem liðinn er síðan. Lífeyrir hækkaði í janúar 2016 og síðan ekkert meira allt árið 2016. En í janúar 2017 tóku gildi ný lög um almannatryggingar, sem höfðu verið meira en 10 ár í undirbúningi. Bötnuðu þá ekki kjör lífeyrisfólks mikið? Nei, öðru nær. Frumvarpið var lagt fram með 0 kr. hækkun fyrir þá lægst launuðu meðal aldraðra og öryrkja! Það tókst að þvinga stjórnvöld til þess að láta aldraða og öryrkja fá örlitla hækkun í janúar 2017 eða þessa: Giftir eldri borgarar og þeir sem voru í sambúð hækkuðu um 12 þúsund á mánuði eða í 197 þúsund á mánuði eftir skatt. Einhleypir eldri borgarar hækkuðu um 22 þúsund kr. á mánuði eða í 229 þúsund á mánuði eftir skatt. Ekki var þetta stórmannlegt hjá fyrrverandi ríkisstjórn. Þetta var alger hungurlús.
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun