Vopnahlé í Suður-Sýrlandi tekið gildi Þorbjörn Þórðarson skrifar 9. júlí 2017 10:51 Vopnahlé tók gildi í hádeginu í dag að staðartíma í suðvesturhluta Sýrlands, eða klukkan níu í morgun að íslenskum tíma, að því er fram kemur í frétt Reuters. Vopnahléð, sem samkomulag náðist um fyrir tilstilli Rússa og Bandaríkjamanna, er enn ein tilraunin til að stilla til friðar í stríðinu í Sýrlandi sem geisað hefur í sex ár. Bandaríkin, Rússland og Jórdanía náðu fyrr í þessari viku samkomulagi um að leggja niður vopn tímabundið en vonir standa til að samkomulagið geti orðið grundvöllur lengra vopnahlés. Tilkynning um vopnahlé kom strax eftir fund milli Donald Trump Bandaríkjaforseta og Vladimír Pútín á fundi G20 ríkjanna í Hamborg á föstudag.Vladimir Pútín og Donald Trump sömdu um vopnahléð á fundi G20 á föstudag.Vísir/AFPStjórnarher Bashar al-Assad Sýrlandsforseta hefur notið stuðnings rússneska flughersins í formi loftárása og vígasveita sem studdar eru af Írönum. Uppreisnarmenn samanstanda af mörgum hópum, aðallega úr röðum súnní-múslíma. Þar má nefna hópa sem studdir eru af Tyrkjum, Bandaríkjamönnum og ríkjunum við Persaflóa. Drög að samkomulagi hafa náðst milli Rússa og Bandaríkjamanna um að sett verði upp herlaust svæði í suðvesturhluta Sýrlands við landamæri Jórdaníu. Reuters greinir frá því að frekari samningaviðræður séu þó nauðsynlegar milli ríkjanna til að útlista nánar skipulag þess. Haft er eftir Sergei Lavrov utanríkisráðherra Rússa að á svæðinu verði settar upp miðstöðvar fyrir mannúðaraðstoð og komið verði á tengiliðum milli andstæðra fylkinga. Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Sömdu um vopnahlé í Suður-Sýrlandi Vopnahléið tekur gildi á sunnudaginn. 7. júlí 2017 16:26 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Fleiri fréttir „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Sjá meira
Vopnahlé tók gildi í hádeginu í dag að staðartíma í suðvesturhluta Sýrlands, eða klukkan níu í morgun að íslenskum tíma, að því er fram kemur í frétt Reuters. Vopnahléð, sem samkomulag náðist um fyrir tilstilli Rússa og Bandaríkjamanna, er enn ein tilraunin til að stilla til friðar í stríðinu í Sýrlandi sem geisað hefur í sex ár. Bandaríkin, Rússland og Jórdanía náðu fyrr í þessari viku samkomulagi um að leggja niður vopn tímabundið en vonir standa til að samkomulagið geti orðið grundvöllur lengra vopnahlés. Tilkynning um vopnahlé kom strax eftir fund milli Donald Trump Bandaríkjaforseta og Vladimír Pútín á fundi G20 ríkjanna í Hamborg á föstudag.Vladimir Pútín og Donald Trump sömdu um vopnahléð á fundi G20 á föstudag.Vísir/AFPStjórnarher Bashar al-Assad Sýrlandsforseta hefur notið stuðnings rússneska flughersins í formi loftárása og vígasveita sem studdar eru af Írönum. Uppreisnarmenn samanstanda af mörgum hópum, aðallega úr röðum súnní-múslíma. Þar má nefna hópa sem studdir eru af Tyrkjum, Bandaríkjamönnum og ríkjunum við Persaflóa. Drög að samkomulagi hafa náðst milli Rússa og Bandaríkjamanna um að sett verði upp herlaust svæði í suðvesturhluta Sýrlands við landamæri Jórdaníu. Reuters greinir frá því að frekari samningaviðræður séu þó nauðsynlegar milli ríkjanna til að útlista nánar skipulag þess. Haft er eftir Sergei Lavrov utanríkisráðherra Rússa að á svæðinu verði settar upp miðstöðvar fyrir mannúðaraðstoð og komið verði á tengiliðum milli andstæðra fylkinga.
Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Sömdu um vopnahlé í Suður-Sýrlandi Vopnahléið tekur gildi á sunnudaginn. 7. júlí 2017 16:26 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Fleiri fréttir „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Sjá meira