Vopnahlé í Suður-Sýrlandi tekið gildi Þorbjörn Þórðarson skrifar 9. júlí 2017 10:51 Vopnahlé tók gildi í hádeginu í dag að staðartíma í suðvesturhluta Sýrlands, eða klukkan níu í morgun að íslenskum tíma, að því er fram kemur í frétt Reuters. Vopnahléð, sem samkomulag náðist um fyrir tilstilli Rússa og Bandaríkjamanna, er enn ein tilraunin til að stilla til friðar í stríðinu í Sýrlandi sem geisað hefur í sex ár. Bandaríkin, Rússland og Jórdanía náðu fyrr í þessari viku samkomulagi um að leggja niður vopn tímabundið en vonir standa til að samkomulagið geti orðið grundvöllur lengra vopnahlés. Tilkynning um vopnahlé kom strax eftir fund milli Donald Trump Bandaríkjaforseta og Vladimír Pútín á fundi G20 ríkjanna í Hamborg á föstudag.Vladimir Pútín og Donald Trump sömdu um vopnahléð á fundi G20 á föstudag.Vísir/AFPStjórnarher Bashar al-Assad Sýrlandsforseta hefur notið stuðnings rússneska flughersins í formi loftárása og vígasveita sem studdar eru af Írönum. Uppreisnarmenn samanstanda af mörgum hópum, aðallega úr röðum súnní-múslíma. Þar má nefna hópa sem studdir eru af Tyrkjum, Bandaríkjamönnum og ríkjunum við Persaflóa. Drög að samkomulagi hafa náðst milli Rússa og Bandaríkjamanna um að sett verði upp herlaust svæði í suðvesturhluta Sýrlands við landamæri Jórdaníu. Reuters greinir frá því að frekari samningaviðræður séu þó nauðsynlegar milli ríkjanna til að útlista nánar skipulag þess. Haft er eftir Sergei Lavrov utanríkisráðherra Rússa að á svæðinu verði settar upp miðstöðvar fyrir mannúðaraðstoð og komið verði á tengiliðum milli andstæðra fylkinga. Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Sömdu um vopnahlé í Suður-Sýrlandi Vopnahléið tekur gildi á sunnudaginn. 7. júlí 2017 16:26 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Fleiri fréttir Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Sjá meira
Vopnahlé tók gildi í hádeginu í dag að staðartíma í suðvesturhluta Sýrlands, eða klukkan níu í morgun að íslenskum tíma, að því er fram kemur í frétt Reuters. Vopnahléð, sem samkomulag náðist um fyrir tilstilli Rússa og Bandaríkjamanna, er enn ein tilraunin til að stilla til friðar í stríðinu í Sýrlandi sem geisað hefur í sex ár. Bandaríkin, Rússland og Jórdanía náðu fyrr í þessari viku samkomulagi um að leggja niður vopn tímabundið en vonir standa til að samkomulagið geti orðið grundvöllur lengra vopnahlés. Tilkynning um vopnahlé kom strax eftir fund milli Donald Trump Bandaríkjaforseta og Vladimír Pútín á fundi G20 ríkjanna í Hamborg á föstudag.Vladimir Pútín og Donald Trump sömdu um vopnahléð á fundi G20 á föstudag.Vísir/AFPStjórnarher Bashar al-Assad Sýrlandsforseta hefur notið stuðnings rússneska flughersins í formi loftárása og vígasveita sem studdar eru af Írönum. Uppreisnarmenn samanstanda af mörgum hópum, aðallega úr röðum súnní-múslíma. Þar má nefna hópa sem studdir eru af Tyrkjum, Bandaríkjamönnum og ríkjunum við Persaflóa. Drög að samkomulagi hafa náðst milli Rússa og Bandaríkjamanna um að sett verði upp herlaust svæði í suðvesturhluta Sýrlands við landamæri Jórdaníu. Reuters greinir frá því að frekari samningaviðræður séu þó nauðsynlegar milli ríkjanna til að útlista nánar skipulag þess. Haft er eftir Sergei Lavrov utanríkisráðherra Rússa að á svæðinu verði settar upp miðstöðvar fyrir mannúðaraðstoð og komið verði á tengiliðum milli andstæðra fylkinga.
Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Sömdu um vopnahlé í Suður-Sýrlandi Vopnahléið tekur gildi á sunnudaginn. 7. júlí 2017 16:26 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Fleiri fréttir Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Sjá meira