Leiðrétting á gervihnattamælingum slær vopn úr höndum afneitara Kjartan Kjartansson skrifar 4. júlí 2017 21:15 Taka þarf tillit til ótal þátta þegar hitastig nærri yfirborði jarðar er mælt úr geimnum, þar á meðal til hnignunar brauta gervitungla. Vísir/EPA Gervihnattamælingar á hitastigi á jörðinni sýna nú sömu hröðu hlýnunina og hitamælar á jörðu niðri eftir leiðréttingar sem gerðar voru á mæliröð í nýrri rannsókn. Afneitarar loftslagsvísinda hafa lengi vísað til munar á milli gervihnattamælinga og athugana við yfirborð jarðar til að fullyrða að engin hnattræn hlýnun hafi átt sér stað síðustu tvo áratugina. Á sama tíma og hitamælar á jörðu niðri hafa sýnt áframhaldandi hlýnun jarðar vegna losunar manna á gróðurhúsalofttegundum hafa mælingar á hitanum í neðri lögum veðrahvolfsins af braut um jörðu sýnt lægra hitastig. Munurinn hefur valdið vísindamönnum heilabrotum en þeir sem hafa viljað afneita viðteknum loftslagsvísindum hafa vísað til munarins til sá fræjum efasemda um hvort að hnattræn hlýnun eigi sér stað. Hafa þeir bent á gervihnattamælingar og sagt að engin merkjanleg hlýnun hafi átt sér stað frá 10. áratug síðustu aldar.140% meiri hlýnun eftir leiðréttingunaÍ nýrri rannsókn Carls Mears og Franks Wentz frá rannsóknafyrirtækinu Remote Sensing Systems sem birtist í Journal of Climate leiðrétta þeir aðra af tveimur helstu gervihnattamæliröðunum og komast að því að hún sýni sömu hlýnun og aðrar athuganir Þeir segja að leiðréttingarnar hafi verið nauðsynlegar þar sem að fram að þessu hafi ekki verið tekið nægilegt tillit til þess að gervitunglin sem mæla hitann gera það á mismunandi tímum dags. Mæliröðin byggist á athugunum fjölda gervitungla yfir lengri tíma. Braut þeirra hnignar með tímanum og því getur misræmi myndast í hvenær þau gera athuganir sínar að því er segir í umfjöllun Washington Post.Leiðréttu mælingarnar sýna nú örlítið meiri hlýnun en hitamælar á jörðu niðri. Blá línan sýnir mælingar NASA á jörðu niðri, sú rauða leiðréttar mælingar RSS.Carbon BriefEftir leiðréttinguna sýnir mæliröðin 140% meiri hlýnun en áður frá árinu 1998 samkvæmt greiningu loftslagsvísindamannsins Zeke Hausfather, á vefsíðunni Carbon Brief. Hlýnunin hafi því verið 36% hraðari en mælingarnar sýndu upphaflega. Nú eru gervihnattamælingarnar í góðu samræmi við bæði athuganir stofnana eins og NASA og bandarísku Haf- og loftslagsstofnunarinnar (NOAA) á jörðu niðri og úr veðurloftbelgjum. Gervihnattamælingar á hitastigi jarðar hófust á seinni hluta 8. áratugs síðustu aldar og hafa þær verið gerðar með fimmtán gervihnöttum. Auk Remote Sensing Systems (RSS) hefur Háskólinn í Alabama í Huntsville haldið gevihnattamæliröð. Sú sýnir enn sem komið er minni hlýnun en RSS-mæliröðin. John Christy, loftslagsvísindamaður sem vinnur við mæliröðina í Alabama, heldur því fram við Washington Post að mælingar hans séu í betra samræmi við loftbelgjamælingar en röð RSS. Ben Santer, loftslagsvísindamaður við Lawrence Livermore National Laboratory, segir við blaðið að leiðréttingar Mears og Wentz sýni fram á nauðsyn þess að endurskoða reglulegar vísindalegar aðferðir til að fá nákvæmari niðurstöður. Loftslagsmál Vísindi Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Fleiri fréttir Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Sjá meira
Gervihnattamælingar á hitastigi á jörðinni sýna nú sömu hröðu hlýnunina og hitamælar á jörðu niðri eftir leiðréttingar sem gerðar voru á mæliröð í nýrri rannsókn. Afneitarar loftslagsvísinda hafa lengi vísað til munar á milli gervihnattamælinga og athugana við yfirborð jarðar til að fullyrða að engin hnattræn hlýnun hafi átt sér stað síðustu tvo áratugina. Á sama tíma og hitamælar á jörðu niðri hafa sýnt áframhaldandi hlýnun jarðar vegna losunar manna á gróðurhúsalofttegundum hafa mælingar á hitanum í neðri lögum veðrahvolfsins af braut um jörðu sýnt lægra hitastig. Munurinn hefur valdið vísindamönnum heilabrotum en þeir sem hafa viljað afneita viðteknum loftslagsvísindum hafa vísað til munarins til sá fræjum efasemda um hvort að hnattræn hlýnun eigi sér stað. Hafa þeir bent á gervihnattamælingar og sagt að engin merkjanleg hlýnun hafi átt sér stað frá 10. áratug síðustu aldar.140% meiri hlýnun eftir leiðréttingunaÍ nýrri rannsókn Carls Mears og Franks Wentz frá rannsóknafyrirtækinu Remote Sensing Systems sem birtist í Journal of Climate leiðrétta þeir aðra af tveimur helstu gervihnattamæliröðunum og komast að því að hún sýni sömu hlýnun og aðrar athuganir Þeir segja að leiðréttingarnar hafi verið nauðsynlegar þar sem að fram að þessu hafi ekki verið tekið nægilegt tillit til þess að gervitunglin sem mæla hitann gera það á mismunandi tímum dags. Mæliröðin byggist á athugunum fjölda gervitungla yfir lengri tíma. Braut þeirra hnignar með tímanum og því getur misræmi myndast í hvenær þau gera athuganir sínar að því er segir í umfjöllun Washington Post.Leiðréttu mælingarnar sýna nú örlítið meiri hlýnun en hitamælar á jörðu niðri. Blá línan sýnir mælingar NASA á jörðu niðri, sú rauða leiðréttar mælingar RSS.Carbon BriefEftir leiðréttinguna sýnir mæliröðin 140% meiri hlýnun en áður frá árinu 1998 samkvæmt greiningu loftslagsvísindamannsins Zeke Hausfather, á vefsíðunni Carbon Brief. Hlýnunin hafi því verið 36% hraðari en mælingarnar sýndu upphaflega. Nú eru gervihnattamælingarnar í góðu samræmi við bæði athuganir stofnana eins og NASA og bandarísku Haf- og loftslagsstofnunarinnar (NOAA) á jörðu niðri og úr veðurloftbelgjum. Gervihnattamælingar á hitastigi jarðar hófust á seinni hluta 8. áratugs síðustu aldar og hafa þær verið gerðar með fimmtán gervihnöttum. Auk Remote Sensing Systems (RSS) hefur Háskólinn í Alabama í Huntsville haldið gevihnattamæliröð. Sú sýnir enn sem komið er minni hlýnun en RSS-mæliröðin. John Christy, loftslagsvísindamaður sem vinnur við mæliröðina í Alabama, heldur því fram við Washington Post að mælingar hans séu í betra samræmi við loftbelgjamælingar en röð RSS. Ben Santer, loftslagsvísindamaður við Lawrence Livermore National Laboratory, segir við blaðið að leiðréttingar Mears og Wentz sýni fram á nauðsyn þess að endurskoða reglulegar vísindalegar aðferðir til að fá nákvæmari niðurstöður.
Loftslagsmál Vísindi Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Fleiri fréttir Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Sjá meira