Sjáðu markið sem gerði KR-inga brjálaða | Myndband 3. júlí 2017 10:30 Stjarnan komst í undanúrslit Borgunarbikars karla í fótbolta í gærkvöldi með dramatískum 3-2 sigri á KR í frábærum leik. Guðjón Baldvinsson skoraði sigurmarkið á þriðju mínútu í uppbótartíma. Fyrsta mark leiksins vakti mikla athygli og einnig mikla reiði hjá KR-ingum. Það skoraði Hilmar Árni Halldórsson á fyrstu mínútu leiksins eftir skrautlega upphafsspyrnu. Stjarnan tók miðju og þrír leikmenn liðsins; Hólmbert Aron Friðjónsson, Guðjón Baldvinsson og Baldur Sigurðsson, þjófstörtuðu allhressilega og þutu fram vallarhelming KR. Miðjuna þurfti að taka aftur. Þegar hún var tekin aftur voru Guðjón og Hólmbert komnir til baka en Baldur var á miðjum vallarhelmingi KR sem er að sjálfsögðu bannað. Stjarnan sparkaði boltanum langt fram þar sem Hólmbert fór upp í skallabolta og vann innkast. Hann átti svo skot eftir langt innkast frá Jóhanni Laxdal sem fór í Aron Bjarka Jósepsson en það barst boltinn til Hilmars Árna sem skoraði. Baldur kom því aldrei við boltann en það breytir því ekki að hann átti vitaskuld ekki að standa langt inn á vallarhelmingi KR þegar miðjan var tekin. „Það er mér algjörlega óskiljanlegt. Þorvaldur ákveður að stoppa en þeir komu ekkert til baka. Það er óskiljanlegt að dómarinn hafi leyft þetta. Þeir fengu mark á silfurfati,“ sagði Willum Þór Þórsson, þjálfari KR, við Vísi um markið eftir leik. Farið verður nánar yfir þetta atvik og leikinn sjálfan í Borgunarbikarmörkunum sem eru á dagskrá Stöð 2 Sport klukkan 22.00 í kvöld. Hér að ofan má sjá þetta umdeilda mark. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Guðjón: Átti ekki einu sinni orku til að fagna Hetja Stjörnumanna var að vonum kátur í leikslok. 2. júlí 2017 21:40 Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - KR 3-2 | Guðjón örlagavaldurinn í Garðabænum Guðjón Baldvinsson tryggði Stjörnunni sæti í undanúrslitum Borgunarbikars karla þegar hann skoraði sigurmarkið gegn KR þegar fjórar mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. 2. júlí 2017 22:00 Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira
Stjarnan komst í undanúrslit Borgunarbikars karla í fótbolta í gærkvöldi með dramatískum 3-2 sigri á KR í frábærum leik. Guðjón Baldvinsson skoraði sigurmarkið á þriðju mínútu í uppbótartíma. Fyrsta mark leiksins vakti mikla athygli og einnig mikla reiði hjá KR-ingum. Það skoraði Hilmar Árni Halldórsson á fyrstu mínútu leiksins eftir skrautlega upphafsspyrnu. Stjarnan tók miðju og þrír leikmenn liðsins; Hólmbert Aron Friðjónsson, Guðjón Baldvinsson og Baldur Sigurðsson, þjófstörtuðu allhressilega og þutu fram vallarhelming KR. Miðjuna þurfti að taka aftur. Þegar hún var tekin aftur voru Guðjón og Hólmbert komnir til baka en Baldur var á miðjum vallarhelmingi KR sem er að sjálfsögðu bannað. Stjarnan sparkaði boltanum langt fram þar sem Hólmbert fór upp í skallabolta og vann innkast. Hann átti svo skot eftir langt innkast frá Jóhanni Laxdal sem fór í Aron Bjarka Jósepsson en það barst boltinn til Hilmars Árna sem skoraði. Baldur kom því aldrei við boltann en það breytir því ekki að hann átti vitaskuld ekki að standa langt inn á vallarhelmingi KR þegar miðjan var tekin. „Það er mér algjörlega óskiljanlegt. Þorvaldur ákveður að stoppa en þeir komu ekkert til baka. Það er óskiljanlegt að dómarinn hafi leyft þetta. Þeir fengu mark á silfurfati,“ sagði Willum Þór Þórsson, þjálfari KR, við Vísi um markið eftir leik. Farið verður nánar yfir þetta atvik og leikinn sjálfan í Borgunarbikarmörkunum sem eru á dagskrá Stöð 2 Sport klukkan 22.00 í kvöld. Hér að ofan má sjá þetta umdeilda mark.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Guðjón: Átti ekki einu sinni orku til að fagna Hetja Stjörnumanna var að vonum kátur í leikslok. 2. júlí 2017 21:40 Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - KR 3-2 | Guðjón örlagavaldurinn í Garðabænum Guðjón Baldvinsson tryggði Stjörnunni sæti í undanúrslitum Borgunarbikars karla þegar hann skoraði sigurmarkið gegn KR þegar fjórar mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. 2. júlí 2017 22:00 Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira
Guðjón: Átti ekki einu sinni orku til að fagna Hetja Stjörnumanna var að vonum kátur í leikslok. 2. júlí 2017 21:40
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - KR 3-2 | Guðjón örlagavaldurinn í Garðabænum Guðjón Baldvinsson tryggði Stjörnunni sæti í undanúrslitum Borgunarbikars karla þegar hann skoraði sigurmarkið gegn KR þegar fjórar mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. 2. júlí 2017 22:00