Agla María: Allir með fókusinn á næsta leik Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 18. júlí 2017 22:36 Agla María Albertsdóttir. vísir/vilhelm Agla María Albertsdóttir er ein af nýliðum íslenska landsliðsins og hafði hún aðeins byrjað tvo leiki fyrir Ísland fyrir leikinn í kvöld. Hún var ein af þremur nýliðum í byrjunarliðinu þegar liðið tapaði 1-0 fyrir Frökkum á Evrópumótinu í Hollandi. „Það var bara mjög skemmtilegt, ég var mjög ánægð með það,“ sagði Agla María þegar Kolbeinn Tumi Daðason, fréttamaður 365 í Hollandi, spurði hana út í hvernig það hefði verið að byrja þennan leik. Agla María sagðist engan veginn hafa átt von á því að fá byrjunarliðssæti en er klár í öll verkefni sem landsliðsþjálfarinn setur henni fyrir hendur. Snemma í seinni hálfleik var Agla María „jörðuð“ af leikmanni Frakklands án þess að fá neitt dæmt. Það var eitt af fleiri atvikum þar sem dómarinn hefði getað gert betur að mati Öglu. „Já, hún keyrði bara eiginlega yfir mig. Það var alveg hægt að dæma á þetta. Þessi dómari hefði alveg getað dæmt á ýmislegt fleira. Fanndís, bara klárt víti. Ég sá ekki einu sinni hvað gerðist í vítinu hjá þeim.“ Hvernig er stemmingin í klefanum eftir tapið?: „Það eru allir með fókusinn á næsta leik og við ætlum bara að taka þrjú stig þar. Við ætlum að komast upp úr þessum riðli, það er engin spurning.“ „Þetta á að vera besta liðið í riðlinum, en hin liðin eru mjög góð þannig að við verðum bara að fara af sama krafti inn í þá leiki.“ Íslenskir stuðningsmenn voru frábærir í kvöld og voru í miklum meirihluta. Agla María sagði það hafa verið frábært að finna fyrir stuðningnum og sjá foreldra sína uppi í stúkunni. EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Einkunnir íslensku stelpnanna: Sif var drottningin í hjarta íslensku varnarinnar Íslenska kvennalandsliðið varð að sætta sig við 1-0 tap á móti Frökkum þrátt fyrir flotta frammistöðu í kvöld í fyrsta leik liðsins á Evrópumótinu í Frakklandi. Hér má sjá hver stóð sig best í kvöld. 18. júlí 2017 20:50 Umfjöllun: Frakkland - Ísland 1-0 | Frábær frammistaða í grátlegu tapi Stelpurnar okkar mæta ógnarsterku frönsku liði í fyrsta leik sínum á EM. 18. júlí 2017 20:45 Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Sjá meira
Agla María Albertsdóttir er ein af nýliðum íslenska landsliðsins og hafði hún aðeins byrjað tvo leiki fyrir Ísland fyrir leikinn í kvöld. Hún var ein af þremur nýliðum í byrjunarliðinu þegar liðið tapaði 1-0 fyrir Frökkum á Evrópumótinu í Hollandi. „Það var bara mjög skemmtilegt, ég var mjög ánægð með það,“ sagði Agla María þegar Kolbeinn Tumi Daðason, fréttamaður 365 í Hollandi, spurði hana út í hvernig það hefði verið að byrja þennan leik. Agla María sagðist engan veginn hafa átt von á því að fá byrjunarliðssæti en er klár í öll verkefni sem landsliðsþjálfarinn setur henni fyrir hendur. Snemma í seinni hálfleik var Agla María „jörðuð“ af leikmanni Frakklands án þess að fá neitt dæmt. Það var eitt af fleiri atvikum þar sem dómarinn hefði getað gert betur að mati Öglu. „Já, hún keyrði bara eiginlega yfir mig. Það var alveg hægt að dæma á þetta. Þessi dómari hefði alveg getað dæmt á ýmislegt fleira. Fanndís, bara klárt víti. Ég sá ekki einu sinni hvað gerðist í vítinu hjá þeim.“ Hvernig er stemmingin í klefanum eftir tapið?: „Það eru allir með fókusinn á næsta leik og við ætlum bara að taka þrjú stig þar. Við ætlum að komast upp úr þessum riðli, það er engin spurning.“ „Þetta á að vera besta liðið í riðlinum, en hin liðin eru mjög góð þannig að við verðum bara að fara af sama krafti inn í þá leiki.“ Íslenskir stuðningsmenn voru frábærir í kvöld og voru í miklum meirihluta. Agla María sagði það hafa verið frábært að finna fyrir stuðningnum og sjá foreldra sína uppi í stúkunni.
EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Einkunnir íslensku stelpnanna: Sif var drottningin í hjarta íslensku varnarinnar Íslenska kvennalandsliðið varð að sætta sig við 1-0 tap á móti Frökkum þrátt fyrir flotta frammistöðu í kvöld í fyrsta leik liðsins á Evrópumótinu í Frakklandi. Hér má sjá hver stóð sig best í kvöld. 18. júlí 2017 20:50 Umfjöllun: Frakkland - Ísland 1-0 | Frábær frammistaða í grátlegu tapi Stelpurnar okkar mæta ógnarsterku frönsku liði í fyrsta leik sínum á EM. 18. júlí 2017 20:45 Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Sjá meira
Einkunnir íslensku stelpnanna: Sif var drottningin í hjarta íslensku varnarinnar Íslenska kvennalandsliðið varð að sætta sig við 1-0 tap á móti Frökkum þrátt fyrir flotta frammistöðu í kvöld í fyrsta leik liðsins á Evrópumótinu í Frakklandi. Hér má sjá hver stóð sig best í kvöld. 18. júlí 2017 20:50
Umfjöllun: Frakkland - Ísland 1-0 | Frábær frammistaða í grátlegu tapi Stelpurnar okkar mæta ógnarsterku frönsku liði í fyrsta leik sínum á EM. 18. júlí 2017 20:45