Einum þýðingarlitlum lokaleik frá fullkomnun Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. júlí 2017 08:00 Það var mjög gaman á Laugardalsvellinum í september síðastliðnum þegar stelpurnar okkar voru búnar að tryggja sér sæti á EM. Hér fagna þær sigri á Slóveníu sem tryggði þeim endanlega EM-sætið. vísir/anton Þetta var söguleg undankeppni fyrir íslenska kvennalandsliðið í fótbolta. Stelpunum okkar tókst nú í fyrsta sinn að tryggja sig inn á EM án þess að fara í gegnum umspil. Íslenska liðið vann sinn riðil og var búið að tryggja sér sæti á Evrópumótinu fyrir tvo síðustu leiki sína. Íslensku stelpurnar fögnuðu EM-sætinu með því að vinna sinn sjöunda sigur í röð sem kom á móti Slóveníu 17. september en lokaleikurinn var við Skota aðeins þremur dögum síðar. Þegar lagt var í hann í upphafi undankeppninnar stefndi alltaf í hreinan úrslitaleik við Skota í lokaleiknum en þegar 20. september 2016 rann upp þá skipti sá leikur litlu máli. Íslenska liðið hafði þó bæði þá gulrót að landa fullkomni undankeppni og vinna riðilinn. Annað markmiðið náðist en 2-1 tap þýddi að liðið tapaði sínum fyrstu stigum og fékk á sig fyrstu mörkin. Markatala íslenska liðsins fyrir lokaleikinn var 33-0 og liðið var búið að halda hreinu í 655 mínútur þegar Skotar komust í 1-0 í Laugardalnum. Árangur íslensku stelpnanna á útivelli var afar athyglisverður en íslenska liðið vann alla fjóra útileikina og það með markatölunni 19-0. Meðal þeirra var 4-0 sigur á Skotum í júní 2016 en með þeim sigri lagði íslenska liðið grunninn að sigri í riðlinum. 6-0 sigurinn úti í Slóveníu í síðasta leiknum haustið 2015 kom íslenska liðinu líka í mjög góða stöðu og gaf um leið skýr skilaboð um að íslensku stelpurnar væru til alls líklegar. Þessir tveir útileikir voru líklega bestu leikir íslenska liðsins í undankeppninni, tveir sannfærandi útisigrar á liðunum sem enduðu í 2. og 3. sæti riðilsins.Harpa Þorsteinsdóttir skoraði 10 mörk í aðeins 6 leikjum í undankeppninni. Hér fagnar hún einu af mörkum sínum.mynd/ksí/hilmar þórHarpa Þorsteinsdóttir var ekki aðeins markahæsti leikmaður íslenska riðilsins með tíu mörk heldur var hún markahæst í allri undankeppninni. Norska stelpan Ada Hegerberg og Skotinn Jane Ross skoruðu 10 mörk eins og Stjörnukonan. Dagný Brynjarsdóttir skoraði sjö mörk í riðlinum og varð þar þriðja markahæst á eftir þeim Hörpu og Ross. Alls skoruðu sex leikmenn íslenska liðsins tvö mörk eða fleiri í undankeppninni. Íslensku stelpurnar voru meðal efstu liða bæði hvað varðar sóknarleik og varnarleik. Aðeins tvö lið skoruðu fleiri mörk en íslenska liðið í undankeppninni, Spánn (39) og Þýskaland (35), og bara Frakkland (0 mörk á sig), Þýskaland (0), Danmörk (1) og England (1) fengu á sig færri mörk.Þessi grein birtist fyrst í sérstöku EM-blaði sem fylgdi Fréttablaðinu laugardaginn 15. júlí. EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Pistill frá Guðna Bergs: Við Íslendingar munum setja sterkan svip á þetta mót innan vallar sem utan Guðni Bergsson, formaður KSÍ, er á leiðinni á sitt fyrsta stórmót sem formaður þegar íslenska kvennalandsliðið keppir á Evrópumótinu í Hollandi. 14. júlí 2017 15:30 Meira hvatning en pressa Fanndís Friðriksdóttir er á leiðinni á sitt þriðja EM. Hún var aðeins nítján ára þegar hún var fyrst með á EM í Finnlandi fyrir átta árum og segir hlutverk sitt í liðinu hafa breyst mikið síðan. "Ég hefði alveg verið til í að hafa svona sýnilegar fyrirmyndir þegar ég var lítil,“ segir Fanndís um alla athyglina sem stelpurnar fá. 14. júlí 2017 06:00 EM-stelpurnar tóku Víkingaklappið með stelpunum á Símamótinu | Myndband Símamótið var sett með viðhöfn á Kópavogsvelli í gær en stelpurnar gengu þú í einni skrúðgöngu inn á völlinn þar sem mótið var sett. 14. júlí 2017 10:30 Það sáust á tár á hvörmum stelpnanna okkar eftir að þær sáu þetta myndband Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta kvaddi klakkann í dag og flugu til Hollands þar sem þær spila sinn fyrsta leik á EM kvenna á þriðjudaginn kemur. 14. júlí 2017 19:00 Úr krumpugalla í Ralph Lauren | Myndir af stelpunum okkar með átta ára millibili Sara Björk Gunnarsdóttir og Rakel Hönnudóttir eru báðar á leiðinni á sitt þriðja Evrópumót en íslensku stelpurnar fljúga til Hollands í dag. 14. júlí 2017 14:18 Stelpurnar kvaddar með stæl | Myndir Stelpurnar okkar í íslenska kvennalandsliðinu í fótbolta flugu til Hollands í dag þar sem þær taka þátt á EM. 14. júlí 2017 22:00 Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Í beinni: FH - Valur | Botnliðið fær taplausa gesti Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Sjá meira
Þetta var söguleg undankeppni fyrir íslenska kvennalandsliðið í fótbolta. Stelpunum okkar tókst nú í fyrsta sinn að tryggja sig inn á EM án þess að fara í gegnum umspil. Íslenska liðið vann sinn riðil og var búið að tryggja sér sæti á Evrópumótinu fyrir tvo síðustu leiki sína. Íslensku stelpurnar fögnuðu EM-sætinu með því að vinna sinn sjöunda sigur í röð sem kom á móti Slóveníu 17. september en lokaleikurinn var við Skota aðeins þremur dögum síðar. Þegar lagt var í hann í upphafi undankeppninnar stefndi alltaf í hreinan úrslitaleik við Skota í lokaleiknum en þegar 20. september 2016 rann upp þá skipti sá leikur litlu máli. Íslenska liðið hafði þó bæði þá gulrót að landa fullkomni undankeppni og vinna riðilinn. Annað markmiðið náðist en 2-1 tap þýddi að liðið tapaði sínum fyrstu stigum og fékk á sig fyrstu mörkin. Markatala íslenska liðsins fyrir lokaleikinn var 33-0 og liðið var búið að halda hreinu í 655 mínútur þegar Skotar komust í 1-0 í Laugardalnum. Árangur íslensku stelpnanna á útivelli var afar athyglisverður en íslenska liðið vann alla fjóra útileikina og það með markatölunni 19-0. Meðal þeirra var 4-0 sigur á Skotum í júní 2016 en með þeim sigri lagði íslenska liðið grunninn að sigri í riðlinum. 6-0 sigurinn úti í Slóveníu í síðasta leiknum haustið 2015 kom íslenska liðinu líka í mjög góða stöðu og gaf um leið skýr skilaboð um að íslensku stelpurnar væru til alls líklegar. Þessir tveir útileikir voru líklega bestu leikir íslenska liðsins í undankeppninni, tveir sannfærandi útisigrar á liðunum sem enduðu í 2. og 3. sæti riðilsins.Harpa Þorsteinsdóttir skoraði 10 mörk í aðeins 6 leikjum í undankeppninni. Hér fagnar hún einu af mörkum sínum.mynd/ksí/hilmar þórHarpa Þorsteinsdóttir var ekki aðeins markahæsti leikmaður íslenska riðilsins með tíu mörk heldur var hún markahæst í allri undankeppninni. Norska stelpan Ada Hegerberg og Skotinn Jane Ross skoruðu 10 mörk eins og Stjörnukonan. Dagný Brynjarsdóttir skoraði sjö mörk í riðlinum og varð þar þriðja markahæst á eftir þeim Hörpu og Ross. Alls skoruðu sex leikmenn íslenska liðsins tvö mörk eða fleiri í undankeppninni. Íslensku stelpurnar voru meðal efstu liða bæði hvað varðar sóknarleik og varnarleik. Aðeins tvö lið skoruðu fleiri mörk en íslenska liðið í undankeppninni, Spánn (39) og Þýskaland (35), og bara Frakkland (0 mörk á sig), Þýskaland (0), Danmörk (1) og England (1) fengu á sig færri mörk.Þessi grein birtist fyrst í sérstöku EM-blaði sem fylgdi Fréttablaðinu laugardaginn 15. júlí.
EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Pistill frá Guðna Bergs: Við Íslendingar munum setja sterkan svip á þetta mót innan vallar sem utan Guðni Bergsson, formaður KSÍ, er á leiðinni á sitt fyrsta stórmót sem formaður þegar íslenska kvennalandsliðið keppir á Evrópumótinu í Hollandi. 14. júlí 2017 15:30 Meira hvatning en pressa Fanndís Friðriksdóttir er á leiðinni á sitt þriðja EM. Hún var aðeins nítján ára þegar hún var fyrst með á EM í Finnlandi fyrir átta árum og segir hlutverk sitt í liðinu hafa breyst mikið síðan. "Ég hefði alveg verið til í að hafa svona sýnilegar fyrirmyndir þegar ég var lítil,“ segir Fanndís um alla athyglina sem stelpurnar fá. 14. júlí 2017 06:00 EM-stelpurnar tóku Víkingaklappið með stelpunum á Símamótinu | Myndband Símamótið var sett með viðhöfn á Kópavogsvelli í gær en stelpurnar gengu þú í einni skrúðgöngu inn á völlinn þar sem mótið var sett. 14. júlí 2017 10:30 Það sáust á tár á hvörmum stelpnanna okkar eftir að þær sáu þetta myndband Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta kvaddi klakkann í dag og flugu til Hollands þar sem þær spila sinn fyrsta leik á EM kvenna á þriðjudaginn kemur. 14. júlí 2017 19:00 Úr krumpugalla í Ralph Lauren | Myndir af stelpunum okkar með átta ára millibili Sara Björk Gunnarsdóttir og Rakel Hönnudóttir eru báðar á leiðinni á sitt þriðja Evrópumót en íslensku stelpurnar fljúga til Hollands í dag. 14. júlí 2017 14:18 Stelpurnar kvaddar með stæl | Myndir Stelpurnar okkar í íslenska kvennalandsliðinu í fótbolta flugu til Hollands í dag þar sem þær taka þátt á EM. 14. júlí 2017 22:00 Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Í beinni: FH - Valur | Botnliðið fær taplausa gesti Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Sjá meira
Pistill frá Guðna Bergs: Við Íslendingar munum setja sterkan svip á þetta mót innan vallar sem utan Guðni Bergsson, formaður KSÍ, er á leiðinni á sitt fyrsta stórmót sem formaður þegar íslenska kvennalandsliðið keppir á Evrópumótinu í Hollandi. 14. júlí 2017 15:30
Meira hvatning en pressa Fanndís Friðriksdóttir er á leiðinni á sitt þriðja EM. Hún var aðeins nítján ára þegar hún var fyrst með á EM í Finnlandi fyrir átta árum og segir hlutverk sitt í liðinu hafa breyst mikið síðan. "Ég hefði alveg verið til í að hafa svona sýnilegar fyrirmyndir þegar ég var lítil,“ segir Fanndís um alla athyglina sem stelpurnar fá. 14. júlí 2017 06:00
EM-stelpurnar tóku Víkingaklappið með stelpunum á Símamótinu | Myndband Símamótið var sett með viðhöfn á Kópavogsvelli í gær en stelpurnar gengu þú í einni skrúðgöngu inn á völlinn þar sem mótið var sett. 14. júlí 2017 10:30
Það sáust á tár á hvörmum stelpnanna okkar eftir að þær sáu þetta myndband Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta kvaddi klakkann í dag og flugu til Hollands þar sem þær spila sinn fyrsta leik á EM kvenna á þriðjudaginn kemur. 14. júlí 2017 19:00
Úr krumpugalla í Ralph Lauren | Myndir af stelpunum okkar með átta ára millibili Sara Björk Gunnarsdóttir og Rakel Hönnudóttir eru báðar á leiðinni á sitt þriðja Evrópumót en íslensku stelpurnar fljúga til Hollands í dag. 14. júlí 2017 14:18
Stelpurnar kvaddar með stæl | Myndir Stelpurnar okkar í íslenska kvennalandsliðinu í fótbolta flugu til Hollands í dag þar sem þær taka þátt á EM. 14. júlí 2017 22:00