Rekin úr Íhaldsflokknum fyrir rasísk ummæli Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. júlí 2017 21:07 Anne Marie Morris er hér ásamt þáverandi formanni Íhaldsflokksins, David Cameron, í kosningabaráttunni árið 2015. vísir/getty Breska þingkonan Anne Marie Morris var í dag rekin úr Íhaldsflokknum fyrir rasísk ummæli sem hún lét falla á opnum fundi um Brexit í London en þar notaði hún enska orðið „nigger“ eða „negri“ til að lýsa því hvað gæti hugsanlega gerst ef Bretland myndi yfirgefa Evrópusambandið án samnings. Fjallað er um málið á vef BBC og er þar haft eftir Morris að hún hafi látið ummælin falla óvart. Þá biðjist hún afsökunar á því ef einhver hafi móðgast vegna þessa. Theresa May, forsætisráðherra og formaður Íhaldsflokksins, sagði að hún væri í áfalli vegna ummæla Morris. Orðnotkun eins og þessi væri algjörlega óásættanleg og ætti hvorki heima í stjórnmálum né samfélaginu yfirleitt. Morris var eins og áður segir að ræða möguleg áhrif þess ef Bretland myndi skilja við ESB án samnings. Notaði hún orðatiltæki sem innihélt orðið „negri.“ Orðatiltækið á uppruna sinn að rekja til miðrar 19. aldar þegar þrælar frá Suðurríkjunum földu sig í hinum ýmsu farartækjum þar sem þeir voru að flýja til Norðurríkjanna í tilraun til þess að öðlast frelsi. Á 20. öldinni var orðatiltækið síðan notað af ýmsum rithöfundum sem myndlíking fyrir staðreynd eða vandamál sem væri falið. Brexit Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Innlent Fleiri fréttir Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Sjá meira
Breska þingkonan Anne Marie Morris var í dag rekin úr Íhaldsflokknum fyrir rasísk ummæli sem hún lét falla á opnum fundi um Brexit í London en þar notaði hún enska orðið „nigger“ eða „negri“ til að lýsa því hvað gæti hugsanlega gerst ef Bretland myndi yfirgefa Evrópusambandið án samnings. Fjallað er um málið á vef BBC og er þar haft eftir Morris að hún hafi látið ummælin falla óvart. Þá biðjist hún afsökunar á því ef einhver hafi móðgast vegna þessa. Theresa May, forsætisráðherra og formaður Íhaldsflokksins, sagði að hún væri í áfalli vegna ummæla Morris. Orðnotkun eins og þessi væri algjörlega óásættanleg og ætti hvorki heima í stjórnmálum né samfélaginu yfirleitt. Morris var eins og áður segir að ræða möguleg áhrif þess ef Bretland myndi skilja við ESB án samnings. Notaði hún orðatiltæki sem innihélt orðið „negri.“ Orðatiltækið á uppruna sinn að rekja til miðrar 19. aldar þegar þrælar frá Suðurríkjunum földu sig í hinum ýmsu farartækjum þar sem þeir voru að flýja til Norðurríkjanna í tilraun til þess að öðlast frelsi. Á 20. öldinni var orðatiltækið síðan notað af ýmsum rithöfundum sem myndlíking fyrir staðreynd eða vandamál sem væri falið.
Brexit Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Innlent Fleiri fréttir Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Sjá meira