Kim Jong-Un segir gervöll Bandaríkin í færi Samúel Karl Ólason skrifar 29. júlí 2017 23:55 Kim Jong-Un fylgdist með nýjasta tilraunaskoti Norður-Kóreu. Vísir/EPA Kim Jong-Un, einræðisherra Norður-Kóreu, segir eldflaugaskot ríkisins í gær sýna fram á að gervöll Bandaríkin séu nú í færi þeirra. Í tilkynningu á vef KCNA, opinberri fréttaveitu Norður-Kóreu, er haft eftir Kim að Bandaríkin séu ekki örugg, reyni þau að gera árás á einræðisríkið. Bæði Bandaríkin og Kína, helstu og einu bandamenn Norður-Kóreu, hafa gagnrýnt eldflaugaskotið. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði í tilkynningu í dag að „með því að ógna heiminum“, væru þessi vopn og tilraunir eingöngu til þess fallnar að einangra Norður-Kóreu frekar, skaða efnahag ríkisins og koma niður á íbúum landsins. Hann sagði, samkvæmt frétt Reuters, að Bandaríkin myndu taka „öll nauðsynleg skref til að tryggja öryggi landsins og bandamanna þeirra á svæðinu“. Utanríkisráðuneyti Kína sendi frá sér tilkynningu þar sem tilraunaskot Norður-Kóreu eru sögð brjóta gegn samþykktum öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna og gegn óskum alþjóðasamfélagsins. Þá hvatti ráðuneytið alla viðkomandi aðila til að sýna stillingu og koma í veg fyrir frekari spennu á svæðinu. Sérfræðingar segja nýjasta eldflaugaskot Norður-Kóreu gefa í skyn að eldflaugar þeirra gæti verið skotið á Bandaríkin. Donald Trump sendi yfirvöldum í Kína tóninn á Twitter nú í kvöld. Þar lýsti hann yfir vonbrigðum sínum með aðgerðarleysi yfirvalda þar gagnvart Norður-Kóreu. Forsetinn sagði að fyrri forsetar hefðu leyft Kína að hagnast um hundruð milljarða dala, en þrátt fyrir það gerðu Kínverjar ekkert í málum Norður-Kóreu. Þeir tali eingöngu. „Við munum ekki leyfa þessu að viðgangast. Kína gæti auðveldlega leyst þetta vandamál.“I am very disappointed in China. Our foolish past leaders have allowed them to make hundreds of billions of dollars a year in trade, yet...— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 29, 2017 ...they do NOTHING for us with North Korea, just talk. We will no longer allow this to continue. China could easily solve this problem!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 29, 2017 Norður-Kórea Tengdar fréttir Íranar ætla ekki að hætta eldflaugatilraunum sínum Spenna hefur aukist á milli Íran og Bandaríkjanna að undanförnu. 29. júlí 2017 23:06 Geta skotið langdrægum eldflaugum á næsta ári Talið er líklegt að annað tilraunaskot verði framkvæmt í Norður-Kóreu á næstu dögum. 25. júlí 2017 18:30 Vilja betrumbæta eldflaugavarnir þrátt fyrir mótmæli Kína Sérfræðingar segja að niðurstöður tilraunaskotsins í dag gefa í skyn að Norður-Kórea gæti skotið á stóran hluta Bandaríkjanna. 28. júlí 2017 22:09 Norður-kóresk eldflaug sögð hafa lent í landhelgi Japans Neyðarfundur hefur verið boðaður í þjóðaröryggisráði Japans eftir að Norður-Kóreumenn skutu eldflaug á loft sem hafnaði innan landhelgi Japans. 28. júlí 2017 15:57 Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent Fleiri fréttir Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Sjá meira
Kim Jong-Un, einræðisherra Norður-Kóreu, segir eldflaugaskot ríkisins í gær sýna fram á að gervöll Bandaríkin séu nú í færi þeirra. Í tilkynningu á vef KCNA, opinberri fréttaveitu Norður-Kóreu, er haft eftir Kim að Bandaríkin séu ekki örugg, reyni þau að gera árás á einræðisríkið. Bæði Bandaríkin og Kína, helstu og einu bandamenn Norður-Kóreu, hafa gagnrýnt eldflaugaskotið. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði í tilkynningu í dag að „með því að ógna heiminum“, væru þessi vopn og tilraunir eingöngu til þess fallnar að einangra Norður-Kóreu frekar, skaða efnahag ríkisins og koma niður á íbúum landsins. Hann sagði, samkvæmt frétt Reuters, að Bandaríkin myndu taka „öll nauðsynleg skref til að tryggja öryggi landsins og bandamanna þeirra á svæðinu“. Utanríkisráðuneyti Kína sendi frá sér tilkynningu þar sem tilraunaskot Norður-Kóreu eru sögð brjóta gegn samþykktum öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna og gegn óskum alþjóðasamfélagsins. Þá hvatti ráðuneytið alla viðkomandi aðila til að sýna stillingu og koma í veg fyrir frekari spennu á svæðinu. Sérfræðingar segja nýjasta eldflaugaskot Norður-Kóreu gefa í skyn að eldflaugar þeirra gæti verið skotið á Bandaríkin. Donald Trump sendi yfirvöldum í Kína tóninn á Twitter nú í kvöld. Þar lýsti hann yfir vonbrigðum sínum með aðgerðarleysi yfirvalda þar gagnvart Norður-Kóreu. Forsetinn sagði að fyrri forsetar hefðu leyft Kína að hagnast um hundruð milljarða dala, en þrátt fyrir það gerðu Kínverjar ekkert í málum Norður-Kóreu. Þeir tali eingöngu. „Við munum ekki leyfa þessu að viðgangast. Kína gæti auðveldlega leyst þetta vandamál.“I am very disappointed in China. Our foolish past leaders have allowed them to make hundreds of billions of dollars a year in trade, yet...— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 29, 2017 ...they do NOTHING for us with North Korea, just talk. We will no longer allow this to continue. China could easily solve this problem!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 29, 2017
Norður-Kórea Tengdar fréttir Íranar ætla ekki að hætta eldflaugatilraunum sínum Spenna hefur aukist á milli Íran og Bandaríkjanna að undanförnu. 29. júlí 2017 23:06 Geta skotið langdrægum eldflaugum á næsta ári Talið er líklegt að annað tilraunaskot verði framkvæmt í Norður-Kóreu á næstu dögum. 25. júlí 2017 18:30 Vilja betrumbæta eldflaugavarnir þrátt fyrir mótmæli Kína Sérfræðingar segja að niðurstöður tilraunaskotsins í dag gefa í skyn að Norður-Kórea gæti skotið á stóran hluta Bandaríkjanna. 28. júlí 2017 22:09 Norður-kóresk eldflaug sögð hafa lent í landhelgi Japans Neyðarfundur hefur verið boðaður í þjóðaröryggisráði Japans eftir að Norður-Kóreumenn skutu eldflaug á loft sem hafnaði innan landhelgi Japans. 28. júlí 2017 15:57 Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent Fleiri fréttir Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Sjá meira
Íranar ætla ekki að hætta eldflaugatilraunum sínum Spenna hefur aukist á milli Íran og Bandaríkjanna að undanförnu. 29. júlí 2017 23:06
Geta skotið langdrægum eldflaugum á næsta ári Talið er líklegt að annað tilraunaskot verði framkvæmt í Norður-Kóreu á næstu dögum. 25. júlí 2017 18:30
Vilja betrumbæta eldflaugavarnir þrátt fyrir mótmæli Kína Sérfræðingar segja að niðurstöður tilraunaskotsins í dag gefa í skyn að Norður-Kórea gæti skotið á stóran hluta Bandaríkjanna. 28. júlí 2017 22:09
Norður-kóresk eldflaug sögð hafa lent í landhelgi Japans Neyðarfundur hefur verið boðaður í þjóðaröryggisráði Japans eftir að Norður-Kóreumenn skutu eldflaug á loft sem hafnaði innan landhelgi Japans. 28. júlí 2017 15:57