Chad Smith sýnir trommulistir sínar í Hörpu Guðný Hrönn skrifar 28. júlí 2017 09:45 Chad Smith hefur oft náð að lista yfir bestu trommara heims. NORDICPHOTOS/GETTY Chad Smith, trommuleikari Red Hot Chili Peppers, kemur fram Í Hörpu á sunnudaginn og mun þar leika magnaðar trommulistir sínar og í leiðinni ausa úr viskubrunni sínum fyrir áhugasama. „Við í Hljóðfærahúsinu fáum Chad Smith, trommuleikara Red Hot Chili Peppers, til okkar í Hörpu núna á sunnudaginn. Þar verður hann með svo kallað trommara-„clinic“,“ segir trommarinn Arnar Þór Gíslason sem starfar í Hljóðfærahúsinu. Spurður út í hvað „clinic“ þýði í þessu samhengi á Arnar erfitt með að finna íslenskt orð. „þetta er svona trommara-framkoma. Hann kemur sem sagt og trommar, tekur nokkur Red Hot Chili Peppers lög með undirspili og allur fókusinn verður á honum. Hann verður einn á sviðinu og trommar fyrir viðstadda, sýnir trix og spjallar á milli. Hann mun fara í gegnum feril sinn og segja frá hverju hann er að reyna að ná fram með trommuleiknum hverju sinni,“ útskýrir Arnar.Arnar er spenntur fyrir komu Red Hot Chili Peppers til Íslands.VÍSIR/LAUFEYAðspurður hvort hægt sé að kalla þetta námskeið segir Arnar: „Nei, þetta er ekki beint námskeið, þetta er meira trommusýning. Vissulega er hægt að læra eitthvað af þessu en þeir sem mæta eru ekki að fara að tromma sjálfir, bara fylgjast með og verða vonandi fyrir innblæstri.“ Arnar segir að samtal á milli Chads og áhorfenda muni spila stórt hlutverk á sunnudaginn. „Chad er svo flottur og hress náungi. Hann er ekkert að taka lífið of alvarlega og hefur bara gaman af,“ segir Arnar sem er spenntur fyrir að sjá Chad leika á als oddi á sunnudaginn.En fyrir hverja er sýning Chads Smith? „Þetta er fyrir alla. Trommarar hafa kannski mestan áhuga á þessu en þetta er samt sem áður fyrir alla. Og kannski fyrst og fremst fyrir þá einstaklinga sem hafa áhuga á hljómsveitinni,“ segir Arnar. Hann bætir við að það sé óþarfi að hafa vit á trommum og trommuleik til að skemmta sér vel á sýningunni. „Þetta verður kannski bara skemmtilegra eftir því sem þú veist minna um trommur.“ „Já, ég fer,“ segir Arnar spurður út í hvort hann ætli svo á Red Hot Chili Peppers tónleikana á mánudaginn. „Þessi hljómsveit er náttúrulega tímamótaband. Sérstaklega platan Blood Sugar Sex Magik (1991), hún hafði mikil áhrif. Sem trommuleikari þá er þetta fyrsta platan sem ég lærði að tromma alveg frá fyrsta lagi til síðasta lags. Hún lagði grunninn að mínum trommuleik síðar,“ segir Arnar. Þess má geta að Chad Smith kemur fram í Silfurbergi í Hörpu á sunnudaginn klukkan 19.00 og miðasala fer fram á vef Hörpu, harpa.is. Trommari Red Hot Chili Peppers Chadwick Gaylord Smith, kallaður Chad Smithfæddur 25. október 1961 í Minnesota, Bandaríkjunumbyrjaði í Red Hot Chili Peppers árið 1988 en sveitin var stofnuð árið 1983hefur oft náð ofarlega á lista yfir bestu trommara heimsbyrjaði að tromma aðeins sjö ára gamaller sagður mjög líkur gamanleikaranum Will Farrell og hefur gert mikið grín að því sjálfurer kvæntur Nancy Mack og saman eiga þau þrjá syni. Hann á þrjú önnur börn úr fyrri samböndumer þekktur fyrir að gera mikið fyrir ýmis góðgerðafélög sem snúast um að efla tónlistarsköpun. Tónlist Mest lesið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Lífið Nýr Rambo fundinn Bíó og sjónvarp Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Tónlist Fleiri fréttir Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Sjá meira
Chad Smith, trommuleikari Red Hot Chili Peppers, kemur fram Í Hörpu á sunnudaginn og mun þar leika magnaðar trommulistir sínar og í leiðinni ausa úr viskubrunni sínum fyrir áhugasama. „Við í Hljóðfærahúsinu fáum Chad Smith, trommuleikara Red Hot Chili Peppers, til okkar í Hörpu núna á sunnudaginn. Þar verður hann með svo kallað trommara-„clinic“,“ segir trommarinn Arnar Þór Gíslason sem starfar í Hljóðfærahúsinu. Spurður út í hvað „clinic“ þýði í þessu samhengi á Arnar erfitt með að finna íslenskt orð. „þetta er svona trommara-framkoma. Hann kemur sem sagt og trommar, tekur nokkur Red Hot Chili Peppers lög með undirspili og allur fókusinn verður á honum. Hann verður einn á sviðinu og trommar fyrir viðstadda, sýnir trix og spjallar á milli. Hann mun fara í gegnum feril sinn og segja frá hverju hann er að reyna að ná fram með trommuleiknum hverju sinni,“ útskýrir Arnar.Arnar er spenntur fyrir komu Red Hot Chili Peppers til Íslands.VÍSIR/LAUFEYAðspurður hvort hægt sé að kalla þetta námskeið segir Arnar: „Nei, þetta er ekki beint námskeið, þetta er meira trommusýning. Vissulega er hægt að læra eitthvað af þessu en þeir sem mæta eru ekki að fara að tromma sjálfir, bara fylgjast með og verða vonandi fyrir innblæstri.“ Arnar segir að samtal á milli Chads og áhorfenda muni spila stórt hlutverk á sunnudaginn. „Chad er svo flottur og hress náungi. Hann er ekkert að taka lífið of alvarlega og hefur bara gaman af,“ segir Arnar sem er spenntur fyrir að sjá Chad leika á als oddi á sunnudaginn.En fyrir hverja er sýning Chads Smith? „Þetta er fyrir alla. Trommarar hafa kannski mestan áhuga á þessu en þetta er samt sem áður fyrir alla. Og kannski fyrst og fremst fyrir þá einstaklinga sem hafa áhuga á hljómsveitinni,“ segir Arnar. Hann bætir við að það sé óþarfi að hafa vit á trommum og trommuleik til að skemmta sér vel á sýningunni. „Þetta verður kannski bara skemmtilegra eftir því sem þú veist minna um trommur.“ „Já, ég fer,“ segir Arnar spurður út í hvort hann ætli svo á Red Hot Chili Peppers tónleikana á mánudaginn. „Þessi hljómsveit er náttúrulega tímamótaband. Sérstaklega platan Blood Sugar Sex Magik (1991), hún hafði mikil áhrif. Sem trommuleikari þá er þetta fyrsta platan sem ég lærði að tromma alveg frá fyrsta lagi til síðasta lags. Hún lagði grunninn að mínum trommuleik síðar,“ segir Arnar. Þess má geta að Chad Smith kemur fram í Silfurbergi í Hörpu á sunnudaginn klukkan 19.00 og miðasala fer fram á vef Hörpu, harpa.is. Trommari Red Hot Chili Peppers Chadwick Gaylord Smith, kallaður Chad Smithfæddur 25. október 1961 í Minnesota, Bandaríkjunumbyrjaði í Red Hot Chili Peppers árið 1988 en sveitin var stofnuð árið 1983hefur oft náð ofarlega á lista yfir bestu trommara heimsbyrjaði að tromma aðeins sjö ára gamaller sagður mjög líkur gamanleikaranum Will Farrell og hefur gert mikið grín að því sjálfurer kvæntur Nancy Mack og saman eiga þau þrjá syni. Hann á þrjú önnur börn úr fyrri samböndumer þekktur fyrir að gera mikið fyrir ýmis góðgerðafélög sem snúast um að efla tónlistarsköpun.
Tónlist Mest lesið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Lífið Nýr Rambo fundinn Bíó og sjónvarp Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Tónlist Fleiri fréttir Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Sjá meira