Guðjón Baldvins: Skoðaði það í vetur hvað hann væri að gera vitlaust Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. júlí 2017 19:15 Stjarnan og ÍBV mætast á morgun í undanúrslitum Borgunarbikars karla í fótbolta en hlutskipti liðanna hefur verið ólíkt í sumar í Pepsi-deildinni. Stjörnumenn unnu stórsigur á ÍBV í annarri umferð en nú fá Eyjamenn tækifæri til að hefna. Hörður Magnússon hitti Stjörnumanninn Guðjón Baldvinsson og ræddi við hann um þennan bikarleik á morgun í kvöldfréttum Stöðvar tvö. Guðjón verður eflaust í stóru hlutverki hjá Garðbæingum. „Ég held að það hafi sýnt sig í fortíðinni að fyrri úrslit skipti engu máli því það getur allt gerst í deildinni og þá bikarnum sérstaklega.Við verðum bara að mæta ákveðnir til leiks. Þetta er nýr leikur og ný tækifæri fyrir alla,“ sagði Guðjón Baldvinsson. Guðjón skoraði sigurmark Stjörnunnar á móti KR í átta liða úrslitum Borgunarbikarsins og tryggði sínu liði þar sem sæti í undanúrslitaleiknum. Hann hefur skorað átta mörk í níu leikjum í Pepsi-deildinni. „Þegar ég var kannski gagnrýndur í fyrrasumar þá var enginn að gagnrýna mig jafnmikið og ég sjálfur. Mig langar alltaf að skora mörk og til þess er ég í þessu. Ég elska að skora mörk,“ sagði Guðjón en hann skoraði aðeins 6 mörk í 21 deildar- og bikarleik síðasta sumar. Nú eru mörkin hans orðin 9 í 12 leikjum „Ég fór aðeins að skoða hvað ég væri að gera vitlaust sem orsakaði það að ég skoraði ekki mörk. Var ég að vinna of mikið eða hlaupa vitlaust? Þegar ég mat þetta hjá mér í vetur þá finnst mér að mér hafi tekist að stilla mig inná línu sem er milli þess að hjálpa liðinu með baráttu en um leið að ná líka að skapa færi og skora mörk,“ sagði Guðjón. „Flestir leikmenn og þá senterar sérstaklega vilja fá traustið þannig að þeir geti bara spilað án þess að vera hugsa um hvort þeir séu í liðinu eða ekki. Maður verður bara að fá að spila sinn leik og þá gerast góðir hlutir,“ sagði Guðjón, Það má sjá alla fréttina hjá Herði með því að smella á spilarann hér fyrir ofan. Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Íslenski boltinn „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Körfubolti Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Handbolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Handbolti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Íslenski boltinn Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Handbolti Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Fleiri fréttir „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Sjá meira
Stjarnan og ÍBV mætast á morgun í undanúrslitum Borgunarbikars karla í fótbolta en hlutskipti liðanna hefur verið ólíkt í sumar í Pepsi-deildinni. Stjörnumenn unnu stórsigur á ÍBV í annarri umferð en nú fá Eyjamenn tækifæri til að hefna. Hörður Magnússon hitti Stjörnumanninn Guðjón Baldvinsson og ræddi við hann um þennan bikarleik á morgun í kvöldfréttum Stöðvar tvö. Guðjón verður eflaust í stóru hlutverki hjá Garðbæingum. „Ég held að það hafi sýnt sig í fortíðinni að fyrri úrslit skipti engu máli því það getur allt gerst í deildinni og þá bikarnum sérstaklega.Við verðum bara að mæta ákveðnir til leiks. Þetta er nýr leikur og ný tækifæri fyrir alla,“ sagði Guðjón Baldvinsson. Guðjón skoraði sigurmark Stjörnunnar á móti KR í átta liða úrslitum Borgunarbikarsins og tryggði sínu liði þar sem sæti í undanúrslitaleiknum. Hann hefur skorað átta mörk í níu leikjum í Pepsi-deildinni. „Þegar ég var kannski gagnrýndur í fyrrasumar þá var enginn að gagnrýna mig jafnmikið og ég sjálfur. Mig langar alltaf að skora mörk og til þess er ég í þessu. Ég elska að skora mörk,“ sagði Guðjón en hann skoraði aðeins 6 mörk í 21 deildar- og bikarleik síðasta sumar. Nú eru mörkin hans orðin 9 í 12 leikjum „Ég fór aðeins að skoða hvað ég væri að gera vitlaust sem orsakaði það að ég skoraði ekki mörk. Var ég að vinna of mikið eða hlaupa vitlaust? Þegar ég mat þetta hjá mér í vetur þá finnst mér að mér hafi tekist að stilla mig inná línu sem er milli þess að hjálpa liðinu með baráttu en um leið að ná líka að skapa færi og skora mörk,“ sagði Guðjón. „Flestir leikmenn og þá senterar sérstaklega vilja fá traustið þannig að þeir geti bara spilað án þess að vera hugsa um hvort þeir séu í liðinu eða ekki. Maður verður bara að fá að spila sinn leik og þá gerast góðir hlutir,“ sagði Guðjón, Það má sjá alla fréttina hjá Herði með því að smella á spilarann hér fyrir ofan.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Íslenski boltinn „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Körfubolti Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Handbolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Handbolti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Íslenski boltinn Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Handbolti Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Fleiri fréttir „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Sjá meira