100 laxa dagirnir daglegt brauð í Ytri Rangá Karl Lúðvíksson skrifar 26. júlí 2017 08:52 Lax þreyttur við Djúpós í Ytri Rangá Veiðin í Ytri Rangá hefur verið heldur róleg framan af sumri en göngurnar voru nokkuð seinna á ferðinni en í fyrra. Það er í raun ekki hægt að miða við sumarið í fyrra því þá voru göngurnar að mæta mjög snemma en venjulegur tími fyrir fyrstu stóru smálaxagöngurnar hefur yfirleitt verið um seinni stóra strauminn í júlí en hann er einmitt nýafstaðinn. Það er sem við manninn mælt að göngurnar hafa verið mjög kröftugar og hyljir Ytri Rangár að fyllast af laxi. Í fyrradag veiddust 117 laxar og talan eftir kvöldvaktina í gær er svipuð fyrir daginn. Í þessum gír þegar það koma um og yfir 100 laxar á dag er áin fljót að fara í 2000 laxa og líklega verður hún komin í 3500-4000 laxa í lok ágúst í þessum takti. Áin er vel seld út tímabilið en það eru einhverjar stangir á lausu í haust þó þær séu ekki margar. Þess má geta að það fór nýlega sannkallaður risi í gegnum laxateljarann við Ægissíðufoss en sá lax er mældur í tækjum teljarans 120 sm langur. Það er vitað um að minnsta kosti eitt tilfelli þar sem svo stór lax gekk í Ytri Rangá en það var 2015 þegar það lá stærðar hængur neðst við grjótin í Hellisey. Þar lá hann allt tímabilið þangað til það var sett í hann. Hann slapp frá þeim bardaga og sást ekki meira. Mest lesið Stórir fiskar og svæsin ævintýri - Rise kvikmyndahátiðin Veiði Urriðafoss fer að ná 200 löxum Veiði Eru veiðimenn að upplifa sömu hörmungar og 1984? Veiði SVFR leitar að bestu veiðimynd 2015 Veiði Styttist í rjúpnaveiðina Veiði Sogið greinilega að taka við sér Veiði Helgarviðtal: Veiddi í átta ár án þess að sjá lax (seinni hluti) Veiði Nýr leigutaki tekur við Stóru Laxá Veiði Ein af veiðnustu flugunum í silung Veiði Sjóbleikjan gefur sig víða þessa dagana Veiði
Veiðin í Ytri Rangá hefur verið heldur róleg framan af sumri en göngurnar voru nokkuð seinna á ferðinni en í fyrra. Það er í raun ekki hægt að miða við sumarið í fyrra því þá voru göngurnar að mæta mjög snemma en venjulegur tími fyrir fyrstu stóru smálaxagöngurnar hefur yfirleitt verið um seinni stóra strauminn í júlí en hann er einmitt nýafstaðinn. Það er sem við manninn mælt að göngurnar hafa verið mjög kröftugar og hyljir Ytri Rangár að fyllast af laxi. Í fyrradag veiddust 117 laxar og talan eftir kvöldvaktina í gær er svipuð fyrir daginn. Í þessum gír þegar það koma um og yfir 100 laxar á dag er áin fljót að fara í 2000 laxa og líklega verður hún komin í 3500-4000 laxa í lok ágúst í þessum takti. Áin er vel seld út tímabilið en það eru einhverjar stangir á lausu í haust þó þær séu ekki margar. Þess má geta að það fór nýlega sannkallaður risi í gegnum laxateljarann við Ægissíðufoss en sá lax er mældur í tækjum teljarans 120 sm langur. Það er vitað um að minnsta kosti eitt tilfelli þar sem svo stór lax gekk í Ytri Rangá en það var 2015 þegar það lá stærðar hængur neðst við grjótin í Hellisey. Þar lá hann allt tímabilið þangað til það var sett í hann. Hann slapp frá þeim bardaga og sást ekki meira.
Mest lesið Stórir fiskar og svæsin ævintýri - Rise kvikmyndahátiðin Veiði Urriðafoss fer að ná 200 löxum Veiði Eru veiðimenn að upplifa sömu hörmungar og 1984? Veiði SVFR leitar að bestu veiðimynd 2015 Veiði Styttist í rjúpnaveiðina Veiði Sogið greinilega að taka við sér Veiði Helgarviðtal: Veiddi í átta ár án þess að sjá lax (seinni hluti) Veiði Nýr leigutaki tekur við Stóru Laxá Veiði Ein af veiðnustu flugunum í silung Veiði Sjóbleikjan gefur sig víða þessa dagana Veiði