Endurfundir í Hollandi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. júlí 2017 09:00 Hollendingurinn Peter Houwer mætir í stúkuna á morgun og tekur víkingaklapp í íslenskri landsliðstreyju merktri Dagnýju. vísir/tom Leikur Íslands gegn Hollandi í riðlakeppni EM kvenna í Svíþjóð sumarið 2013 er ekki aðeins minnisstæður fyrir frækinn íslenskan sigur. Mark Dagnýjar Brynjarsdóttur tryggði Íslandi sæti í átta liða úrslitum mótsins á kostnað Hollands. Brynjar Svansson, faðir Dagnýjar, eignaðist vin þennan dag, Hollendinginn Peter Houwer, sem hefur bæði heimsótt hann til Íslands og var mættur á leikinn gegn Sviss á laugardaginn. Þeir Brynjar og Peter hittust fyrir leikinn í Växjö fyrir fjórum árum. „Þá benti ég honum á að við myndum vinna Hollendinga en hann var ósammála,“ segir Brynjar sem gat sannarlega fagnað í leikslok. „Ég hitti hann svo aftur á bar um kvöldið, hann bauð mér upp á drykk og við skiptumst á treyjum. Við höfum verið í sambandi síðan.“ Vinur Peters er faðir landsliðsmarkvarðar Hollands. Fylgir Peter því liðinu afar vel eftir og styður það. Árið 2015 mættust Ísland og Holland í vináttuleik og Peter kíkti í heimsókn.Brynjar Peter„Ég fór með hann gullna hringinn,“ segir Brynjar sem er búsettur á Hellu eins og móðir Dagnýjar og hennar nánasta fjölskylda. Brynjar og Peter fóru saman á viðureign Íslands og Sviss í Doetinchem á laugardaginn, báðir í bláum treyjum númer 10 merktum Dagnýju. Treyja Peters er merkt Dagný og treyja pabbans Brynjarsdóttir. „Hann er stuðningsmaður Íslands,“ segir Brynjar. Peter ætlar líka á leikinn í Rotterdam á morgun og ætlar að taka tvo, þrjá vini með sér. Fleiri Hollendingar eru klæddir í íslenska landsliðstreyju númer tíu fyrir tilstilli Brynjars. Hann hitti nokkra Hollendinga í íþróttavöruverslun á laugardaginn sem ætluðu að kaupa sér íslensku landsliðstreyjuna. „Þeir voru að spyrja mig hvað Brynjarsdóttir þýddi,“ segir Brynjar. Hann hafi útskýrt fyrir þeim að leikmaður númer tíu væri dóttir hans og hann héti Brynjar. Því stæði Brynjarsdóttir. „Þeim fannst þetta svo æðislegt að þeir ætluðu að skella tíunni á bakið.“ Dagný og stelpurnar okkar mæta Austurríki á morgun í Rotterdam. Dagný segist verða klár í slaginn en hún fékk að kenna á tökkum fyrirliða Sviss, Lauru Dickenmann, í tapleiknum á laugardaginn svo stórsá á henni. „Þær hafa ábyggilega ætlað að slátra henni. Það eru það miklir áverkar á henni,“ segir Brynjar. Fyrirliði Sviss fékk aðeins gult spjald en verðskuldaði rautt. „Maður sá að þær voru að nuddast í henni allan leikinn vitandi að hún væri meidd.“ EM 2017 í Hollandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Fleiri fréttir Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Sjá meira
Leikur Íslands gegn Hollandi í riðlakeppni EM kvenna í Svíþjóð sumarið 2013 er ekki aðeins minnisstæður fyrir frækinn íslenskan sigur. Mark Dagnýjar Brynjarsdóttur tryggði Íslandi sæti í átta liða úrslitum mótsins á kostnað Hollands. Brynjar Svansson, faðir Dagnýjar, eignaðist vin þennan dag, Hollendinginn Peter Houwer, sem hefur bæði heimsótt hann til Íslands og var mættur á leikinn gegn Sviss á laugardaginn. Þeir Brynjar og Peter hittust fyrir leikinn í Växjö fyrir fjórum árum. „Þá benti ég honum á að við myndum vinna Hollendinga en hann var ósammála,“ segir Brynjar sem gat sannarlega fagnað í leikslok. „Ég hitti hann svo aftur á bar um kvöldið, hann bauð mér upp á drykk og við skiptumst á treyjum. Við höfum verið í sambandi síðan.“ Vinur Peters er faðir landsliðsmarkvarðar Hollands. Fylgir Peter því liðinu afar vel eftir og styður það. Árið 2015 mættust Ísland og Holland í vináttuleik og Peter kíkti í heimsókn.Brynjar Peter„Ég fór með hann gullna hringinn,“ segir Brynjar sem er búsettur á Hellu eins og móðir Dagnýjar og hennar nánasta fjölskylda. Brynjar og Peter fóru saman á viðureign Íslands og Sviss í Doetinchem á laugardaginn, báðir í bláum treyjum númer 10 merktum Dagnýju. Treyja Peters er merkt Dagný og treyja pabbans Brynjarsdóttir. „Hann er stuðningsmaður Íslands,“ segir Brynjar. Peter ætlar líka á leikinn í Rotterdam á morgun og ætlar að taka tvo, þrjá vini með sér. Fleiri Hollendingar eru klæddir í íslenska landsliðstreyju númer tíu fyrir tilstilli Brynjars. Hann hitti nokkra Hollendinga í íþróttavöruverslun á laugardaginn sem ætluðu að kaupa sér íslensku landsliðstreyjuna. „Þeir voru að spyrja mig hvað Brynjarsdóttir þýddi,“ segir Brynjar. Hann hafi útskýrt fyrir þeim að leikmaður númer tíu væri dóttir hans og hann héti Brynjar. Því stæði Brynjarsdóttir. „Þeim fannst þetta svo æðislegt að þeir ætluðu að skella tíunni á bakið.“ Dagný og stelpurnar okkar mæta Austurríki á morgun í Rotterdam. Dagný segist verða klár í slaginn en hún fékk að kenna á tökkum fyrirliða Sviss, Lauru Dickenmann, í tapleiknum á laugardaginn svo stórsá á henni. „Þær hafa ábyggilega ætlað að slátra henni. Það eru það miklir áverkar á henni,“ segir Brynjar. Fyrirliði Sviss fékk aðeins gult spjald en verðskuldaði rautt. „Maður sá að þær voru að nuddast í henni allan leikinn vitandi að hún væri meidd.“
EM 2017 í Hollandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Fleiri fréttir Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Sjá meira