Gulli Jóns: Fáum ekki mann nema vera vissir um að hann styrki liðið Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 22. júlí 2017 17:10 Gunnlaugur Jónsson vísir/ernir Þjálfari ÍA, Gunnlaugur Jónsson, segir það hafa verið vonbrigði að tapa fyrir FH í dag, en er þokkalega ánægður með frammistöðu sinna manna. Skagamenn töpuðu 2-0 í fyrsta leik 12. umferðar Pepsi deildar karla í Kaplakrika í dag. „Við erum kannski ekki alveg nógu ákveðnir í varnarleiknum í fyrri hálfleik, þeir eru að opna okkur í báðum mörkunum ansi illa. Engu að síður, erum við að fá ágætis sóknir í fyrri hálfleik, og það sem ég er kannski ánægðastur með er að við komum virkilega ákveðnir til leiks í seinni hálfleik, tilbúnir að ná þessu marki sem við þurftum til þess að brjóta upp leikinn.“ „Það voru vonbrigði að ná því ekki (að setja mark á leikinn) og svo undir lok leiksins þá ná þeir meiri völdum og því sem fór,“ sagði Gunnlaugur en hans lið átti fínan kafla í seinni hálfleik þar sem þeir hefðu getað sett eitt mark og hleypt lífi í leikinn. ÍA situr á botni deildarinnar, tveimur stigum frá liði ÍBV, sem á eftir að leika sinn leik í 12. umferðinni. Það er samt engan bilbug að finna á Gunnlaugi. „Staðan er náttúrulega ekkert glæsileg, en við verðum að hafa trú á þessu, og við höfum fulla trú á þessu. Það eru 10 leikir eftir, 30 stig í pottinum, við verðum einfaldlega bara að koma í næsta leik, það er bara þannig. Það er Valur, kannski ekki auðveldasti andstæðingurinn, en við höfum trú á því að við getum náð í úrslit þar, við höfum trú á því að við munum ná að halda þessu liði í efstu deild. Á meðan það er séns á því þá munum við ekki hætta. Verkefnið er vissulega krefjandi en þessi hópur hefur sýnt það margoft að við höfum farið niður í dýpstu dali og komum alltaf upp og það munum við gera aftur, og við munum gera það á þessu ári.“ „Við erum bara að skoða markaðinn, við tökum ekki mann nema við séum alveg 100% á því að hann muni styrkja þetta lið. Það er þannig lagað ekkert stress, við erum að leita, það eru enn þá nokkrir dagar eftir og við sjáum hvað gerist,“ sagði Gunnlaugur aðspurður um viðskipti ÍA í félagaskiptaglugganum, en þau hafa engin verið þrátt fyrir að glugginn hafi verið opinn síðan síðasta laugardag. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: FH - ÍA | FH kláraði Skagamenn í fyrri hálfleik Íslandsmeistararnir settu tvö mörk á fyrsta hálftímanum og það var ekki aftur snúið fyrir Skagamenn. 22. júlí 2017 17:00 Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Fótbolti Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Fleiri fréttir Valur - Stjarnan | Jöfn að stigum og spila upp á stoltið „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar Sjá meira
Þjálfari ÍA, Gunnlaugur Jónsson, segir það hafa verið vonbrigði að tapa fyrir FH í dag, en er þokkalega ánægður með frammistöðu sinna manna. Skagamenn töpuðu 2-0 í fyrsta leik 12. umferðar Pepsi deildar karla í Kaplakrika í dag. „Við erum kannski ekki alveg nógu ákveðnir í varnarleiknum í fyrri hálfleik, þeir eru að opna okkur í báðum mörkunum ansi illa. Engu að síður, erum við að fá ágætis sóknir í fyrri hálfleik, og það sem ég er kannski ánægðastur með er að við komum virkilega ákveðnir til leiks í seinni hálfleik, tilbúnir að ná þessu marki sem við þurftum til þess að brjóta upp leikinn.“ „Það voru vonbrigði að ná því ekki (að setja mark á leikinn) og svo undir lok leiksins þá ná þeir meiri völdum og því sem fór,“ sagði Gunnlaugur en hans lið átti fínan kafla í seinni hálfleik þar sem þeir hefðu getað sett eitt mark og hleypt lífi í leikinn. ÍA situr á botni deildarinnar, tveimur stigum frá liði ÍBV, sem á eftir að leika sinn leik í 12. umferðinni. Það er samt engan bilbug að finna á Gunnlaugi. „Staðan er náttúrulega ekkert glæsileg, en við verðum að hafa trú á þessu, og við höfum fulla trú á þessu. Það eru 10 leikir eftir, 30 stig í pottinum, við verðum einfaldlega bara að koma í næsta leik, það er bara þannig. Það er Valur, kannski ekki auðveldasti andstæðingurinn, en við höfum trú á því að við getum náð í úrslit þar, við höfum trú á því að við munum ná að halda þessu liði í efstu deild. Á meðan það er séns á því þá munum við ekki hætta. Verkefnið er vissulega krefjandi en þessi hópur hefur sýnt það margoft að við höfum farið niður í dýpstu dali og komum alltaf upp og það munum við gera aftur, og við munum gera það á þessu ári.“ „Við erum bara að skoða markaðinn, við tökum ekki mann nema við séum alveg 100% á því að hann muni styrkja þetta lið. Það er þannig lagað ekkert stress, við erum að leita, það eru enn þá nokkrir dagar eftir og við sjáum hvað gerist,“ sagði Gunnlaugur aðspurður um viðskipti ÍA í félagaskiptaglugganum, en þau hafa engin verið þrátt fyrir að glugginn hafi verið opinn síðan síðasta laugardag.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: FH - ÍA | FH kláraði Skagamenn í fyrri hálfleik Íslandsmeistararnir settu tvö mörk á fyrsta hálftímanum og það var ekki aftur snúið fyrir Skagamenn. 22. júlí 2017 17:00 Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Fótbolti Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Fleiri fréttir Valur - Stjarnan | Jöfn að stigum og spila upp á stoltið „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: FH - ÍA | FH kláraði Skagamenn í fyrri hálfleik Íslandsmeistararnir settu tvö mörk á fyrsta hálftímanum og það var ekki aftur snúið fyrir Skagamenn. 22. júlí 2017 17:00