Markmiðið var að vera með besta varnarliðið á EM Tómas Þór Þórðarson í Doetinchem skrifar 22. júlí 2017 06:00 Landsliðskonurnar Fanndís Friðriksdóttir og Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir sjá hér eitthvað sniðugt á æfingu íslenska landsliðsins í gær. Vísir/Tom „Staðan á hópnum er eins góð og kostur er á. Það eru allir leikmenn heilir heilsu. Engin veikindi hafa komið upp og verða ekki,“ sagði Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari og barði þrisvar í borðið (sjö, níu, þrettán) á blaðamannafundi íslenska liðsins í gær þar sem hann sat fyrir svörum ásamt miðvörðunum Glódísi Perlu Viggósdóttur og Sif Atladóttur, besta leikmanni íslenska liðsins í síðasta leik á móti Frakklandi. Mótherjar dagsins eru svissnesku stelpurnar sem hafa reynst okkar stelpum erfiðar í síðustu leikjum Liðin mættust einu sinni á ári frá 2013-2015 og vann Sviss alla þrjá leikina með markatölunni, 7-0. Fyrsti leikur Íslands undir stjórn Freys Alexanderssonar var einmitt á móti Sviss árið 2013. Það var dapur leikur hjá íslenska liðinu en það er komið langað leið síðan þá. „Það er ýmislegt búið að gerast síðan í þessum athygliverða fyrsta leik mínum með landsliðinu þar sem ég upplifði ýmislegt. Það var ýmislegt sem ég rakst á sem var gott mál. Við spiluðum illa og áttum ekkert skilið úr leiknum. Við erum bara á allt, allt, allt öðrum stað í dag,“ sagði Freyr og bætti við: „Óháð öllum hinum leikjunum sem við höfum spilað við þær og farið illa út úr er þetta nýr dagur, nýr leikur á allt öðrum stað.“ Stelpurnar okkar skoruðu ekki í fyrsta leiknum á EM á móti Frakklandi. Það var ekkert nýtt miðað við það sem hefur verið í gangi hjá liðinu að undanförnu en það hefur ekki skorað í síðustu fjórum leikjum. Markmiðið var aldrei að raða inn mörkunum í Hollandi, sagði landsliðsþjálfarinn.Sif Atladóttir á leið á æfingu í gær.Vísir/TomEngin mörk – ekkert vandamál „Við komum hingað með nokkur markmið sem voru einföld og skýr. Eitt af því var að vera með besta varnarliðið í mótinu. Við lögðum höfuðáherslu á það að spila sterkan varnarleik. Það ákváðum við út frá styrkleikum hópsins okkar og hvernig mótið er og hvaða þjóðir eru hérna og hvað þarf til að ná árangri,“ sagði Freyr sem er á því að markastíflan bresti á morgun. „Ég trúi því að ef við höldum hreinu á morgun þá vinnum við. Það þýðir að við skorum. Eitt stig heldur örlögunum í okkar eigin höndum. Við ætlum okkur samt sem áður sigur.“ Íslenska liðið lenti í miklum áföllum í aðdraganda mótsins en eitt af því var að missa markahrókinn Hörpu Þorsteinsdóttur út vegna barnsburðar. Markaskorun hefur gengið brösulega síðan þá en Freyr minnti á hvernig þetta var í síðustu undankeppni. „Þið megið tala um áhyggjur og það má gagnrýna þetta eins og þið viljið en ég minni á það að við skoruðum mest allra í undankeppninni í okkar riðli og þriðja mest af öllum og áttum markahæsta leikmann í undankeppni EM. Það hefur því ekki verið vandamál hjá okkur en við sem sitjum hér inni vitum alveg hvað er búið að ganga á síðustu átta mánuði hjá okkur,“ sagði Freyr.Frá æfingu íslenska liðsins í gær.Vísir/TomStoppa Sviss Glódís Perla Viggósdóttir hefur mætt Sviss áður og veit hvers svissnesku stelpurnar eru megnugar í sóknarleiknum. Hún hefur samt engar áhyggjur af morgundeginum eftir frammistöðuna á móti Frakklandi. „Þetta eru ekki þannig lagað hættulegri einstaklingar. Þetta eru ekki einstaklingar sem við þurfum að hræðast ef við spilum sama varnarleik og við gerðum á móti Frökkum. Ef við erum allar á tánum og allar saman í þessu þá munum við stoppa þessa einstaklinga,“ sagði Glódís Perla og Sif Atladóttir hefur engar áhyggjur af slæmum minningum frá Tjarnarhæðinni þar sem Ísland tapaði 4-0 fyrir Hollandi í vináttuleik í apríl. „Það eru allir brjálæðislega peppaðir fyrir þennan leik. Við vildum koma hingað aftur. Við þekkjum völlinn vel þannig það eru bara allir spenntir fyrir leiknum. Grasið er grænt og sólin skín og Íslendingar á svæðinu þannig að þetta verður ekki betra,“ sagði Sif Atladóttir.Sara Björk Gunnarsdóttir.Vísir/Tom EM 2017 í Hollandi Mest lesið Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Í beinni: ÍA - KA | Gulu liðin gera upp málin Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Í beinni: Roma - Fiorentina | Albert í Rómarborg Í beinni: Chelsea - Liverpool | Nýju meistararnir mættir á Brúna Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Sjá meira
„Staðan á hópnum er eins góð og kostur er á. Það eru allir leikmenn heilir heilsu. Engin veikindi hafa komið upp og verða ekki,“ sagði Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari og barði þrisvar í borðið (sjö, níu, þrettán) á blaðamannafundi íslenska liðsins í gær þar sem hann sat fyrir svörum ásamt miðvörðunum Glódísi Perlu Viggósdóttur og Sif Atladóttur, besta leikmanni íslenska liðsins í síðasta leik á móti Frakklandi. Mótherjar dagsins eru svissnesku stelpurnar sem hafa reynst okkar stelpum erfiðar í síðustu leikjum Liðin mættust einu sinni á ári frá 2013-2015 og vann Sviss alla þrjá leikina með markatölunni, 7-0. Fyrsti leikur Íslands undir stjórn Freys Alexanderssonar var einmitt á móti Sviss árið 2013. Það var dapur leikur hjá íslenska liðinu en það er komið langað leið síðan þá. „Það er ýmislegt búið að gerast síðan í þessum athygliverða fyrsta leik mínum með landsliðinu þar sem ég upplifði ýmislegt. Það var ýmislegt sem ég rakst á sem var gott mál. Við spiluðum illa og áttum ekkert skilið úr leiknum. Við erum bara á allt, allt, allt öðrum stað í dag,“ sagði Freyr og bætti við: „Óháð öllum hinum leikjunum sem við höfum spilað við þær og farið illa út úr er þetta nýr dagur, nýr leikur á allt öðrum stað.“ Stelpurnar okkar skoruðu ekki í fyrsta leiknum á EM á móti Frakklandi. Það var ekkert nýtt miðað við það sem hefur verið í gangi hjá liðinu að undanförnu en það hefur ekki skorað í síðustu fjórum leikjum. Markmiðið var aldrei að raða inn mörkunum í Hollandi, sagði landsliðsþjálfarinn.Sif Atladóttir á leið á æfingu í gær.Vísir/TomEngin mörk – ekkert vandamál „Við komum hingað með nokkur markmið sem voru einföld og skýr. Eitt af því var að vera með besta varnarliðið í mótinu. Við lögðum höfuðáherslu á það að spila sterkan varnarleik. Það ákváðum við út frá styrkleikum hópsins okkar og hvernig mótið er og hvaða þjóðir eru hérna og hvað þarf til að ná árangri,“ sagði Freyr sem er á því að markastíflan bresti á morgun. „Ég trúi því að ef við höldum hreinu á morgun þá vinnum við. Það þýðir að við skorum. Eitt stig heldur örlögunum í okkar eigin höndum. Við ætlum okkur samt sem áður sigur.“ Íslenska liðið lenti í miklum áföllum í aðdraganda mótsins en eitt af því var að missa markahrókinn Hörpu Þorsteinsdóttur út vegna barnsburðar. Markaskorun hefur gengið brösulega síðan þá en Freyr minnti á hvernig þetta var í síðustu undankeppni. „Þið megið tala um áhyggjur og það má gagnrýna þetta eins og þið viljið en ég minni á það að við skoruðum mest allra í undankeppninni í okkar riðli og þriðja mest af öllum og áttum markahæsta leikmann í undankeppni EM. Það hefur því ekki verið vandamál hjá okkur en við sem sitjum hér inni vitum alveg hvað er búið að ganga á síðustu átta mánuði hjá okkur,“ sagði Freyr.Frá æfingu íslenska liðsins í gær.Vísir/TomStoppa Sviss Glódís Perla Viggósdóttir hefur mætt Sviss áður og veit hvers svissnesku stelpurnar eru megnugar í sóknarleiknum. Hún hefur samt engar áhyggjur af morgundeginum eftir frammistöðuna á móti Frakklandi. „Þetta eru ekki þannig lagað hættulegri einstaklingar. Þetta eru ekki einstaklingar sem við þurfum að hræðast ef við spilum sama varnarleik og við gerðum á móti Frökkum. Ef við erum allar á tánum og allar saman í þessu þá munum við stoppa þessa einstaklinga,“ sagði Glódís Perla og Sif Atladóttir hefur engar áhyggjur af slæmum minningum frá Tjarnarhæðinni þar sem Ísland tapaði 4-0 fyrir Hollandi í vináttuleik í apríl. „Það eru allir brjálæðislega peppaðir fyrir þennan leik. Við vildum koma hingað aftur. Við þekkjum völlinn vel þannig það eru bara allir spenntir fyrir leiknum. Grasið er grænt og sólin skín og Íslendingar á svæðinu þannig að þetta verður ekki betra,“ sagði Sif Atladóttir.Sara Björk Gunnarsdóttir.Vísir/Tom
EM 2017 í Hollandi Mest lesið Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Í beinni: ÍA - KA | Gulu liðin gera upp málin Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Í beinni: Roma - Fiorentina | Albert í Rómarborg Í beinni: Chelsea - Liverpool | Nýju meistararnir mættir á Brúna Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Sjá meira