Passalaus Sif kom ráðvilltum íslenskum blaðamanni til bjargar Kolbeinn Tumi Daðason í Doetinchem skrifar 21. júlí 2017 13:44 Freyr, Sif og Glódís hlæja með Elvari Geir sem þakkaði vel fyrir sig. Vísir/Kolbeinn Tumi Skemmtileg uppákoma varð við De Vijverberg leikvanginn í Doetinchem þegar landsliðsmennirnir í knattspyrnu, Glódís Perla Viggósdóttir og Sif Atladóttir, mættu í aðdraganda blaðamannafunds sem hefst klukkan 14 að íslenskum tíma. Elvar Geir Magnússon, blaðamaður fótbolti.net, var fyrir utan leikvanginn þegar Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari spurði Elvar Geir hvar passinn hans væri. Freyr og Elvar Geir þekkjast vel úr Breiðholtinu og greinilegt að landsliðsþjálfarinn var að grínast í félaga sínum. Elvar Geir kom af fjöllum enda með EM 2017 passann sinn um hálsinn. Í ljós kom að Sif hafði fundið alþjóðlegt blaðamannaskírteini Elvars Geirs á bílastæðinu við leikvanginn. Var mikið hlegið þegar þetta uppgötvaðist. „Þetta kom svo sem ekki á óvart. Ég er í þannig buxum að þær bjóða upp á að missa eitthvað úr vösunum,“ segir Elvar Geir. Hann hafði ekki áttað sig á því að passinn væri týndur þegar stelpurnar komu honum til hans. Í framhaldinu ætluðu Glódís og Sif að rölta inn á leikvanginn en það gekk þó ekki þrautarlaust fyrir sig. Í ljós kom að Sif sjálf hafði gleymt EM 2017 leikmannapassanum sínum svo öryggisvörður við leikvanginn, sem stóð vaktina í dyrunum, þurfti að ganga úr skugga um að Sif væri landsliðsmaður og að henni mætti hleypa inn. Óskar Örn Guðbrandsson fjölmiðlafulltrúi og Víðir Reynisson öryggisstjóri fullvissuðu öryggisvörðinn um að Sif mætti vera á svæðinu en öryggisvörðurinn tók þó símtal og kannaði málið. Það gekk þrautarlaust fyrir sig og styttist nú í blaðamannafundinn þar sem Freyr, Glódís og Sif sitja fyrir svörum. Hann hefst klukkan 14 og verður í beinni útsendingu á Vísi. EM 2017 í Hollandi Mest lesið Potter undir mikilli pressu Enski boltinn „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Sport Langfljótastur í fimmtíu mörkin Fótbolti Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Fótbolti Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Handbolti Dagskráin í dag: Formúla, fótbolti og golf Sport Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Potter undir mikilli pressu Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Sjá meira
Skemmtileg uppákoma varð við De Vijverberg leikvanginn í Doetinchem þegar landsliðsmennirnir í knattspyrnu, Glódís Perla Viggósdóttir og Sif Atladóttir, mættu í aðdraganda blaðamannafunds sem hefst klukkan 14 að íslenskum tíma. Elvar Geir Magnússon, blaðamaður fótbolti.net, var fyrir utan leikvanginn þegar Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari spurði Elvar Geir hvar passinn hans væri. Freyr og Elvar Geir þekkjast vel úr Breiðholtinu og greinilegt að landsliðsþjálfarinn var að grínast í félaga sínum. Elvar Geir kom af fjöllum enda með EM 2017 passann sinn um hálsinn. Í ljós kom að Sif hafði fundið alþjóðlegt blaðamannaskírteini Elvars Geirs á bílastæðinu við leikvanginn. Var mikið hlegið þegar þetta uppgötvaðist. „Þetta kom svo sem ekki á óvart. Ég er í þannig buxum að þær bjóða upp á að missa eitthvað úr vösunum,“ segir Elvar Geir. Hann hafði ekki áttað sig á því að passinn væri týndur þegar stelpurnar komu honum til hans. Í framhaldinu ætluðu Glódís og Sif að rölta inn á leikvanginn en það gekk þó ekki þrautarlaust fyrir sig. Í ljós kom að Sif sjálf hafði gleymt EM 2017 leikmannapassanum sínum svo öryggisvörður við leikvanginn, sem stóð vaktina í dyrunum, þurfti að ganga úr skugga um að Sif væri landsliðsmaður og að henni mætti hleypa inn. Óskar Örn Guðbrandsson fjölmiðlafulltrúi og Víðir Reynisson öryggisstjóri fullvissuðu öryggisvörðinn um að Sif mætti vera á svæðinu en öryggisvörðurinn tók þó símtal og kannaði málið. Það gekk þrautarlaust fyrir sig og styttist nú í blaðamannafundinn þar sem Freyr, Glódís og Sif sitja fyrir svörum. Hann hefst klukkan 14 og verður í beinni útsendingu á Vísi.
EM 2017 í Hollandi Mest lesið Potter undir mikilli pressu Enski boltinn „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Sport Langfljótastur í fimmtíu mörkin Fótbolti Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Fótbolti Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Handbolti Dagskráin í dag: Formúla, fótbolti og golf Sport Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Potter undir mikilli pressu Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Sjá meira