Krefst formennsku hjá zúistum og kvartar undan sýslumanni Garðar Örn Úlfarsson skrifar 4. ágúst 2017 06:00 Einar Ágústsson sem samkvæmt fyrirtækjaskrá var formaður stjórnar Zuism um skeið segir málefni trúfélagsins á viðkvæmu stigi. Hann var dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir fjársvik í júní. vísir/anton brink Ágúst Arnar Ágústsson, einn stofnenda trúfélagsins Zuism, hefur kvartað til umboðsmanns Alþingis vegna tafa á afgreiðslu Sýslumannsembættisins á Norðurlandi eystra á kröfu hans um að vera skráður forstöðumaður félagsins og að það verði skráð sem trúfélag. Tugmilljónir króna í sóknargjöldum til zúista liggja óútgreiddar hjá Fjársýslu ríkisins vegna ágreinings um yfirráð yfir trúfélaginu. Um þrjú þúsund manns skráðu sig skyndilega sem zúista í kjölfar þess að nýir menn í stjórn félagsins lýstu því yfir að félagsmenn myndu fá greidd út sóknargjöld sem ríkið tekur af skattfé og leggur trúfélögum til. Saga zúista er rakin í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í febrúar á þessu ári. Þar kemur fram að trúfélagið Zuism var stofnað í apríl 2013 og skrásett í fyrirtækjaskrá. Félagið hafi jafnframt fengið skráningu sem trúfélag hjá innanríkisráðuneytinu sem annaðist slíkar skráningar. Skráning trúfélaga og lífsskoðunarfélaga færðist 1. janúar 2015 til Sýslumannsembættisins á Norðurlandi eystra. Sá er upphaflega var skráður sem formaður Zuism hætti fljótlega afskiptum af félaginu og var tilkynnt um nýjan formann, Einar Ágústsson, til fyrirtækjaskrár á Þorláksmessu 2013. Átti Einar að veita félaginu forstöðu þar til Ágúst Arnar, bróðir hans, hefði aldur til að gegna embættinu. Þar sem sýslumaður fékk hins vegar ekki árlega skýrslu frá zúistum auglýsti embættið á árinu 2015 í Lögbirtingablaðinu eftir forstöðumanni eða stjórnarmönnum fyrir trúfélagið. Þá gaf Ísak Andri Ólafsson sig fram og var hann skráður forstöðumaður félagsins 1. júní 2015. Sú skráning var síðar felld úr gildi með úrskurði innanríkisráðuneytisins. Ísak Andri og meðstjórnendur hans voru með stjórnartaumana í félaginu þegar auglýst var það fyrirheit að greiða félagsmönnum út sóknargjöldin frá ríkinu. Upphaflegu stofnendur félagsins höfðuðu í nafni þess mál á hendur ríkinu og kröfðust þess að fá sóknargjöldin greidd. Byrjaði krafan í 5,3 milljónum króna en endaði í 32 milljónum. Ríkið var sýknað. „Eftir að skráning Ísaks Andra var felld úr gildi með úrskurði innanríkisráðuneytisins er nú enginn skráður forstöðumaður í félaginu, en sýslumaður hefur til meðferðar kröfu stefnanda um skráningu Ágústs Arnars Ágústssonar og hvort stefnandi uppfylli skilyrði þess að vera skráð trúfélag,“ sagði héraðsdómur. Dóminum var ekki áfrýjað. Samkvæmt Sýslumannsembættinu á Norðurlandi eystra er reiknað með að afstaða þess til kröfu Ágústs liggi fyrir á næstunni. Einar Ágústsson, sem var forstöðumaður trúfélagsins um skeið, segir að ekki hafi verið fjallað um málið á réttum nótum. „Þú ert reyndar fyrsti blaðamaðurinn til að hafa samband við stjórn félagsins og það er svo sem ágætis byrjun hjá þér en varðandi hvar þetta stendur er best að ræða við lögmann félagsins,“ segir Einar sem kveður málið enn á viðkvæmu stigi. Ekki fengust þó svör frá lögmanninum. Fjársýsla ríkisins stöðvaði greiðslur sóknargjalda til zúista í febrúar í fyrra þar sem ekki þótti liggja fyrir hver væri rétthafi í félaginu. Samkvæmt nýjustu tölum Hagstofunnar eru samtals 2.845 manns skráðir undir Zuism miðað við 3.087 árið 2016. Það þýðir að í hverjum mánuði bætast tæplega 2,6 milljónir króna við sóknargjöld zúista sem bíða þess að verða greidd út ef og þegar félagsmenn greiða úr innri málum sínum. Ekki fengust upplýsingar frá Fjársýslu hver heildarfjárhæðin er nú orðin en gera má ráð fyrir að hún nálgist 50 milljónir króna. Birtist í Fréttablaðinu Trúmál Zuism Tengdar fréttir Dularfullt trúfélag á Íslandi ætlar að endurgreiða meðlimum sínum sóknargjaldið Trúfélagið Zuism hefur verið endurvakið hér á landi og er ætlunin að greiða sóknargjöld félagsmanna aftur í vasa þeirra. 17. nóvember 2015 14:00 Stofnendur zúista gera tilkall til sóknargjalda Núverandi stjórn hefur heitið að endurgreiða sóknargjöld sem nema um 35 milljónum. Stofnendur hafa höfðað mál á hendur Ríkissjóði. 24. júní 2016 15:30 Kickstarter-bræður fá ekki sóknargjöld zúista í bili Héraðsdómur Reykjavíkur hefur vísað frá máli stofnenda og skráðra forsvarsmanna trúfélags zúista á Íslandi á hendur ríkissjóði en málið var höfðað vegna 33 milljóna króna sóknargjalda sem ekki hafa verið greidd út til félagsins. 8. febrúar 2017 17:10 Zúistar orðnir fleiri en múslimar á Íslandi Zúistar eru nú orðnir eitt af stærstu trúfélögum landsins og hefur þeim fjölgað um ríflega þúsund á tveimur vikum. Yfirlýst markmið zúista er að koma sóknargjaldakerfinu af og leggja félagið síðan niður 30. nóvember 2015 18:30 Zúistar orðnir álíka margir og ásatrúarmenn Samkvæmt upplýsingum frá Þjóðskrá eru meðlimir Trúfélags zúista orðnir fleiri en þrjú þúsund. Þeim fjölgaði í gær þrátt fyrir fréttaflutning RÚV um að meintir fjárglæframenn hafi komið að rekstrarfélagi zúista. 2. desember 2015 07:00 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Fleiri fréttir Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Sjá meira
Ágúst Arnar Ágústsson, einn stofnenda trúfélagsins Zuism, hefur kvartað til umboðsmanns Alþingis vegna tafa á afgreiðslu Sýslumannsembættisins á Norðurlandi eystra á kröfu hans um að vera skráður forstöðumaður félagsins og að það verði skráð sem trúfélag. Tugmilljónir króna í sóknargjöldum til zúista liggja óútgreiddar hjá Fjársýslu ríkisins vegna ágreinings um yfirráð yfir trúfélaginu. Um þrjú þúsund manns skráðu sig skyndilega sem zúista í kjölfar þess að nýir menn í stjórn félagsins lýstu því yfir að félagsmenn myndu fá greidd út sóknargjöld sem ríkið tekur af skattfé og leggur trúfélögum til. Saga zúista er rakin í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í febrúar á þessu ári. Þar kemur fram að trúfélagið Zuism var stofnað í apríl 2013 og skrásett í fyrirtækjaskrá. Félagið hafi jafnframt fengið skráningu sem trúfélag hjá innanríkisráðuneytinu sem annaðist slíkar skráningar. Skráning trúfélaga og lífsskoðunarfélaga færðist 1. janúar 2015 til Sýslumannsembættisins á Norðurlandi eystra. Sá er upphaflega var skráður sem formaður Zuism hætti fljótlega afskiptum af félaginu og var tilkynnt um nýjan formann, Einar Ágústsson, til fyrirtækjaskrár á Þorláksmessu 2013. Átti Einar að veita félaginu forstöðu þar til Ágúst Arnar, bróðir hans, hefði aldur til að gegna embættinu. Þar sem sýslumaður fékk hins vegar ekki árlega skýrslu frá zúistum auglýsti embættið á árinu 2015 í Lögbirtingablaðinu eftir forstöðumanni eða stjórnarmönnum fyrir trúfélagið. Þá gaf Ísak Andri Ólafsson sig fram og var hann skráður forstöðumaður félagsins 1. júní 2015. Sú skráning var síðar felld úr gildi með úrskurði innanríkisráðuneytisins. Ísak Andri og meðstjórnendur hans voru með stjórnartaumana í félaginu þegar auglýst var það fyrirheit að greiða félagsmönnum út sóknargjöldin frá ríkinu. Upphaflegu stofnendur félagsins höfðuðu í nafni þess mál á hendur ríkinu og kröfðust þess að fá sóknargjöldin greidd. Byrjaði krafan í 5,3 milljónum króna en endaði í 32 milljónum. Ríkið var sýknað. „Eftir að skráning Ísaks Andra var felld úr gildi með úrskurði innanríkisráðuneytisins er nú enginn skráður forstöðumaður í félaginu, en sýslumaður hefur til meðferðar kröfu stefnanda um skráningu Ágústs Arnars Ágústssonar og hvort stefnandi uppfylli skilyrði þess að vera skráð trúfélag,“ sagði héraðsdómur. Dóminum var ekki áfrýjað. Samkvæmt Sýslumannsembættinu á Norðurlandi eystra er reiknað með að afstaða þess til kröfu Ágústs liggi fyrir á næstunni. Einar Ágústsson, sem var forstöðumaður trúfélagsins um skeið, segir að ekki hafi verið fjallað um málið á réttum nótum. „Þú ert reyndar fyrsti blaðamaðurinn til að hafa samband við stjórn félagsins og það er svo sem ágætis byrjun hjá þér en varðandi hvar þetta stendur er best að ræða við lögmann félagsins,“ segir Einar sem kveður málið enn á viðkvæmu stigi. Ekki fengust þó svör frá lögmanninum. Fjársýsla ríkisins stöðvaði greiðslur sóknargjalda til zúista í febrúar í fyrra þar sem ekki þótti liggja fyrir hver væri rétthafi í félaginu. Samkvæmt nýjustu tölum Hagstofunnar eru samtals 2.845 manns skráðir undir Zuism miðað við 3.087 árið 2016. Það þýðir að í hverjum mánuði bætast tæplega 2,6 milljónir króna við sóknargjöld zúista sem bíða þess að verða greidd út ef og þegar félagsmenn greiða úr innri málum sínum. Ekki fengust upplýsingar frá Fjársýslu hver heildarfjárhæðin er nú orðin en gera má ráð fyrir að hún nálgist 50 milljónir króna.
Birtist í Fréttablaðinu Trúmál Zuism Tengdar fréttir Dularfullt trúfélag á Íslandi ætlar að endurgreiða meðlimum sínum sóknargjaldið Trúfélagið Zuism hefur verið endurvakið hér á landi og er ætlunin að greiða sóknargjöld félagsmanna aftur í vasa þeirra. 17. nóvember 2015 14:00 Stofnendur zúista gera tilkall til sóknargjalda Núverandi stjórn hefur heitið að endurgreiða sóknargjöld sem nema um 35 milljónum. Stofnendur hafa höfðað mál á hendur Ríkissjóði. 24. júní 2016 15:30 Kickstarter-bræður fá ekki sóknargjöld zúista í bili Héraðsdómur Reykjavíkur hefur vísað frá máli stofnenda og skráðra forsvarsmanna trúfélags zúista á Íslandi á hendur ríkissjóði en málið var höfðað vegna 33 milljóna króna sóknargjalda sem ekki hafa verið greidd út til félagsins. 8. febrúar 2017 17:10 Zúistar orðnir fleiri en múslimar á Íslandi Zúistar eru nú orðnir eitt af stærstu trúfélögum landsins og hefur þeim fjölgað um ríflega þúsund á tveimur vikum. Yfirlýst markmið zúista er að koma sóknargjaldakerfinu af og leggja félagið síðan niður 30. nóvember 2015 18:30 Zúistar orðnir álíka margir og ásatrúarmenn Samkvæmt upplýsingum frá Þjóðskrá eru meðlimir Trúfélags zúista orðnir fleiri en þrjú þúsund. Þeim fjölgaði í gær þrátt fyrir fréttaflutning RÚV um að meintir fjárglæframenn hafi komið að rekstrarfélagi zúista. 2. desember 2015 07:00 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Fleiri fréttir Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Sjá meira
Dularfullt trúfélag á Íslandi ætlar að endurgreiða meðlimum sínum sóknargjaldið Trúfélagið Zuism hefur verið endurvakið hér á landi og er ætlunin að greiða sóknargjöld félagsmanna aftur í vasa þeirra. 17. nóvember 2015 14:00
Stofnendur zúista gera tilkall til sóknargjalda Núverandi stjórn hefur heitið að endurgreiða sóknargjöld sem nema um 35 milljónum. Stofnendur hafa höfðað mál á hendur Ríkissjóði. 24. júní 2016 15:30
Kickstarter-bræður fá ekki sóknargjöld zúista í bili Héraðsdómur Reykjavíkur hefur vísað frá máli stofnenda og skráðra forsvarsmanna trúfélags zúista á Íslandi á hendur ríkissjóði en málið var höfðað vegna 33 milljóna króna sóknargjalda sem ekki hafa verið greidd út til félagsins. 8. febrúar 2017 17:10
Zúistar orðnir fleiri en múslimar á Íslandi Zúistar eru nú orðnir eitt af stærstu trúfélögum landsins og hefur þeim fjölgað um ríflega þúsund á tveimur vikum. Yfirlýst markmið zúista er að koma sóknargjaldakerfinu af og leggja félagið síðan niður 30. nóvember 2015 18:30
Zúistar orðnir álíka margir og ásatrúarmenn Samkvæmt upplýsingum frá Þjóðskrá eru meðlimir Trúfélags zúista orðnir fleiri en þrjú þúsund. Þeim fjölgaði í gær þrátt fyrir fréttaflutning RÚV um að meintir fjárglæframenn hafi komið að rekstrarfélagi zúista. 2. desember 2015 07:00