"Hægt er að segja að kvendómarar séu á sama stað og kvennalandsliðið fyrir 15 árum síðan“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. ágúst 2017 09:00 Bríet hefur dæmt í Pepsi-deild kvenna undanfarin fimm ár. KSÍ Bríet Bragadóttir, eina konan sem dæmir í Pepsi-deild kvenna í fótbolta, segir að Íslendingar verði að fjölga konum í dómarastéttinni. Bríet er reynslumesti kvendómari landsins en hún hefur dæmt í efstu deild kvenna undanfarin fimm ár og sjö ár alls. Mikil umræða skapaðist um dómgæsluna á EM í Hollandi eftir fyrstu tvo leiki Íslands á mótinu. Þótti mörgum hverjum dómgæslan óboðleg og meðal þeirra sem gagnrýndu hana harðlega var Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna. Konur sáu um dómgæslu á Evrópumótinu og benti Edda Garðarsdóttir, fyrrverandi landsliðskona, á að það væri hennar skoðun að bestu dómararnir ættu að dæma á stóra sviðinu, óháð kyni. Sagðist hún frekar vilja „typpaling“ með flautuna ef hann væri betri en kollegi sem væri kona. Bríet notar tækifærið og minnir á stöðu mála hér á landi í hugleiðingu um dómaramál á heimasíðu KSÍ. Bríet segir nauðsynlegt að fjölga konum í stétt dómara hér á landi. „Flest önnur lönd hafa nær eingöngu kvendómara á kvennaleikjum. Flestum finnst eðlilegt að land með landslið í toppklassa, þar sem áhugi á kvennaknattspyrnu er gífurlega mikill, hefði einnig marga sterka kvendómara.. en svo er ekki. Hægt er að segja að kvendómarar séu á sama stað og kvennalandsliðið fyrir 15 árum síðan. Áhuginn er takmarkaður og stuðningurinn lítill,“ skrifar Bríet. Fólk furði sig á því hvernig hún nenni þessu eða hvort það sé ekki erfitt að láta öskra á sig. „Til að geta verið með bestu mögulegu dómarana þarf að vera hægt að velja úr þeim. Þessi pistill er ekki hugsaður til að afsaka dómgæsluna á Em eða gagnrýna hana. Hins vegar vil ég minna Íslendinga á að líta heim,“ segir Bríet. Hver fyrirsögnin á eftir annarri hafi snúist um vonbrigði vegna dómgæslunnar á EM. „Ég segi: tökum málin í okkar eigin hendur. Búum til toppdómara sem hægt er að vera stoltur af. Hvort sem þær dæma íslensku deildinni eða ná lengra!“Lesa má pistilinn í heild sinni með því að smella hér. EM 2017 í Hollandi Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Sport Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Sjá meira
Bríet Bragadóttir, eina konan sem dæmir í Pepsi-deild kvenna í fótbolta, segir að Íslendingar verði að fjölga konum í dómarastéttinni. Bríet er reynslumesti kvendómari landsins en hún hefur dæmt í efstu deild kvenna undanfarin fimm ár og sjö ár alls. Mikil umræða skapaðist um dómgæsluna á EM í Hollandi eftir fyrstu tvo leiki Íslands á mótinu. Þótti mörgum hverjum dómgæslan óboðleg og meðal þeirra sem gagnrýndu hana harðlega var Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna. Konur sáu um dómgæslu á Evrópumótinu og benti Edda Garðarsdóttir, fyrrverandi landsliðskona, á að það væri hennar skoðun að bestu dómararnir ættu að dæma á stóra sviðinu, óháð kyni. Sagðist hún frekar vilja „typpaling“ með flautuna ef hann væri betri en kollegi sem væri kona. Bríet notar tækifærið og minnir á stöðu mála hér á landi í hugleiðingu um dómaramál á heimasíðu KSÍ. Bríet segir nauðsynlegt að fjölga konum í stétt dómara hér á landi. „Flest önnur lönd hafa nær eingöngu kvendómara á kvennaleikjum. Flestum finnst eðlilegt að land með landslið í toppklassa, þar sem áhugi á kvennaknattspyrnu er gífurlega mikill, hefði einnig marga sterka kvendómara.. en svo er ekki. Hægt er að segja að kvendómarar séu á sama stað og kvennalandsliðið fyrir 15 árum síðan. Áhuginn er takmarkaður og stuðningurinn lítill,“ skrifar Bríet. Fólk furði sig á því hvernig hún nenni þessu eða hvort það sé ekki erfitt að láta öskra á sig. „Til að geta verið með bestu mögulegu dómarana þarf að vera hægt að velja úr þeim. Þessi pistill er ekki hugsaður til að afsaka dómgæsluna á Em eða gagnrýna hana. Hins vegar vil ég minna Íslendinga á að líta heim,“ segir Bríet. Hver fyrirsögnin á eftir annarri hafi snúist um vonbrigði vegna dómgæslunnar á EM. „Ég segi: tökum málin í okkar eigin hendur. Búum til toppdómara sem hægt er að vera stoltur af. Hvort sem þær dæma íslensku deildinni eða ná lengra!“Lesa má pistilinn í heild sinni með því að smella hér.
EM 2017 í Hollandi Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Sport Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Sjá meira