Ó Reykjavík, ó Reykjavík Óttar Guðmundsson skrifar 19. ágúst 2017 06:00 Berlínarmúrinn féll haustið 1989 með brauki og bramli. Á næstu árum breyttist Berlín í stórt byggingasvæði. Gulir kranar spruttu upp úr jörðinni eins og gorkúlur á svæðum þar sem áður stóðu gaddavírsgirðingar og skriðdrekagildrur. Borgin var endurbyggð 45 árum eftir að styrjöldinni lauk. Embættismenn Reykjavíkurborgar hafa um árabil barist einarðlega gegn öllum breytingum. Fyrir einhverjum árum sótti ég um leyfi til að breyta útliti húss. Teikningarnar velktust um í borgarkerfinu eins og vegalausir túristar frá einu skrifborði til annars. Menn sögðu að útlit hússins félli ekki nægilega vel að gamalli götumynd, þakhallinn væri ekki réttur eða gluggarnir ekki nógu stórir. Ég fékk þá tilfinningu að heill her samviskusamra embættismanna gerði ekkert annað en að liggja yfir þessum teikningum með hallamál og reiknistokk. Nú eru aðrir tímar í Reykjavík og miðborgin minnir einna helst á Berlín á umbrotaárunum eftir 1990. Kranarnir eru orðnir jafnmargir og hraðahindranir á götunum. Gömul hús eru miskunnarlaust rifin til að rýma fyrir öðrum nýrri. Nú skiptir heildarmynd einstakra gatna engu máli og verktakar og hóteleigendur hafa tekið öll völd. Glerrammi er byggður utan um gamalt hús við Laugaveginn. Keimlíkar hótelbyggingar rísa af grunni úti um alla borg byggðar úr legókubbum. Borgin er að skipta um svip. Verið er að breyta miðborginni í lítið hótelþorp þar sem túristar geta skeggrætt málin hver við annan án þess að eiga á hættu að rekast á heimamenn. Næsta skref er að byggja risastórt Parísarhjól í tjörninni og rífa Iðnó og nærliggjandi hús. Borgaryfirvöld þurftu ekki heimsstyrjöld með tilheyrandi sprengjuárásum til að eyðileggja borgina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óttar Guðmundsson Mest lesið Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Berlínarmúrinn féll haustið 1989 með brauki og bramli. Á næstu árum breyttist Berlín í stórt byggingasvæði. Gulir kranar spruttu upp úr jörðinni eins og gorkúlur á svæðum þar sem áður stóðu gaddavírsgirðingar og skriðdrekagildrur. Borgin var endurbyggð 45 árum eftir að styrjöldinni lauk. Embættismenn Reykjavíkurborgar hafa um árabil barist einarðlega gegn öllum breytingum. Fyrir einhverjum árum sótti ég um leyfi til að breyta útliti húss. Teikningarnar velktust um í borgarkerfinu eins og vegalausir túristar frá einu skrifborði til annars. Menn sögðu að útlit hússins félli ekki nægilega vel að gamalli götumynd, þakhallinn væri ekki réttur eða gluggarnir ekki nógu stórir. Ég fékk þá tilfinningu að heill her samviskusamra embættismanna gerði ekkert annað en að liggja yfir þessum teikningum með hallamál og reiknistokk. Nú eru aðrir tímar í Reykjavík og miðborgin minnir einna helst á Berlín á umbrotaárunum eftir 1990. Kranarnir eru orðnir jafnmargir og hraðahindranir á götunum. Gömul hús eru miskunnarlaust rifin til að rýma fyrir öðrum nýrri. Nú skiptir heildarmynd einstakra gatna engu máli og verktakar og hóteleigendur hafa tekið öll völd. Glerrammi er byggður utan um gamalt hús við Laugaveginn. Keimlíkar hótelbyggingar rísa af grunni úti um alla borg byggðar úr legókubbum. Borgin er að skipta um svip. Verið er að breyta miðborginni í lítið hótelþorp þar sem túristar geta skeggrætt málin hver við annan án þess að eiga á hættu að rekast á heimamenn. Næsta skref er að byggja risastórt Parísarhjól í tjörninni og rífa Iðnó og nærliggjandi hús. Borgaryfirvöld þurftu ekki heimsstyrjöld með tilheyrandi sprengjuárásum til að eyðileggja borgina.
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun