Íslendingur í Barselóna lagði sig í staðinn fyrir að fara á Römbluna í dag Hulda Hólmkelsdóttir og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 17. ágúst 2017 17:31 Kristbjörg hafði ráðgert að vera á því svæði sem hryðjuverk voru framin í dag. Kristbjörg Óskarsdóttir Kristbjörg Óskarsdóttir ætlaði sér að vera á Römblunni í Barselóna um þrjúleytið í dag en ákvað þess í stað að fá sér blund. Þegar hún vaknaði varð henni ljóst að hryðjuverkaárás hefði verið framin. Kristbjörg starfar í Barselóna og býr í tíu mínútna göngufæri við Römbluna. Hún segist heyra greinilega í sírenuvælinu frá vettvangi. Spurð að því hvort hún hafi óttast árás segir Kristbjörg „Það eru svo mikið af hryðjuverkum alls staðar í Evrópu og í heiminum. Barcelona er svo stór borg þannig að maður hugsaði „hvenær gerist það hér?“ Kristbjörg segist líka hafa hugsað sig tvisvar um þegar um stórhátíðir eru að ræða. „maður myndi eiginlega bara sleppa því að fara út af hættu,“ segir Kristbjörg. Þegar Kristbjörg flutti fyrst til Barselóna bjó hún um hríð hjá spænskri fjölskyldu. Þau hafi sagt henni að mikil gæsla væri um alla borg. „Það eru óeinkennisklæddir og einkennisklæddar löggur úti um alla borg, alltaf. Maður tekur alveg eftir því þannig að það er passað rosalega upp á þetta.“ Kristbjörg hafði í fyrstu ráðgert að fara á Plaça de Catalunya í dag, nærri Römblunni um þrjúleytið í dag. Hún ætlaði að taka myndir fyrir blogg sem hún heldur úti en hún var á staðnum í gær um þetta leyti. Hún segist fegin að hafa orðið þreytt því hún lagði sig í stað þess að halda út að Römblunni. Plaça de Catalunya er stórt torg en út frá því kemur Ramblan sem er aðalverslunargatan í Barselóna og einn vinsælasti áfangastaður ferðamanna í borginni. Gatan er um 1,2 kílómetrar að lengd – frá Placa de Catalunya og að minnisvarðanum um Kristófer Kólumbus við sjávarsíðuna. Yfirvöld í Barselóna hafa á síðustu árum takmarkað bílaumferð vegna mikils fjölda gangandi vegfarenda. Hryðjuverk í Barcelona Tengdar fréttir Kolbrún Bergþórs á Römblunni: „Ég var að tala við konu áðan og bíllinn rétt fór fram hjá henni“ Kolbrún segir að hún sjái ekkert út úr búðinni vegna hleranna sem liggja fyrir. Hún segir þó að allt sé fullt af lögreglumönnum og þyrlum. Hún nefnir að enginn sé særður inn í búðinni. 17. ágúst 2017 17:13 Mest lesið Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Veður Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Fleiri fréttir Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Sjá meira
Kristbjörg Óskarsdóttir ætlaði sér að vera á Römblunni í Barselóna um þrjúleytið í dag en ákvað þess í stað að fá sér blund. Þegar hún vaknaði varð henni ljóst að hryðjuverkaárás hefði verið framin. Kristbjörg starfar í Barselóna og býr í tíu mínútna göngufæri við Römbluna. Hún segist heyra greinilega í sírenuvælinu frá vettvangi. Spurð að því hvort hún hafi óttast árás segir Kristbjörg „Það eru svo mikið af hryðjuverkum alls staðar í Evrópu og í heiminum. Barcelona er svo stór borg þannig að maður hugsaði „hvenær gerist það hér?“ Kristbjörg segist líka hafa hugsað sig tvisvar um þegar um stórhátíðir eru að ræða. „maður myndi eiginlega bara sleppa því að fara út af hættu,“ segir Kristbjörg. Þegar Kristbjörg flutti fyrst til Barselóna bjó hún um hríð hjá spænskri fjölskyldu. Þau hafi sagt henni að mikil gæsla væri um alla borg. „Það eru óeinkennisklæddir og einkennisklæddar löggur úti um alla borg, alltaf. Maður tekur alveg eftir því þannig að það er passað rosalega upp á þetta.“ Kristbjörg hafði í fyrstu ráðgert að fara á Plaça de Catalunya í dag, nærri Römblunni um þrjúleytið í dag. Hún ætlaði að taka myndir fyrir blogg sem hún heldur úti en hún var á staðnum í gær um þetta leyti. Hún segist fegin að hafa orðið þreytt því hún lagði sig í stað þess að halda út að Römblunni. Plaça de Catalunya er stórt torg en út frá því kemur Ramblan sem er aðalverslunargatan í Barselóna og einn vinsælasti áfangastaður ferðamanna í borginni. Gatan er um 1,2 kílómetrar að lengd – frá Placa de Catalunya og að minnisvarðanum um Kristófer Kólumbus við sjávarsíðuna. Yfirvöld í Barselóna hafa á síðustu árum takmarkað bílaumferð vegna mikils fjölda gangandi vegfarenda.
Hryðjuverk í Barcelona Tengdar fréttir Kolbrún Bergþórs á Römblunni: „Ég var að tala við konu áðan og bíllinn rétt fór fram hjá henni“ Kolbrún segir að hún sjái ekkert út úr búðinni vegna hleranna sem liggja fyrir. Hún segir þó að allt sé fullt af lögreglumönnum og þyrlum. Hún nefnir að enginn sé særður inn í búðinni. 17. ágúst 2017 17:13 Mest lesið Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Veður Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Fleiri fréttir Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Sjá meira
Kolbrún Bergþórs á Römblunni: „Ég var að tala við konu áðan og bíllinn rétt fór fram hjá henni“ Kolbrún segir að hún sjái ekkert út úr búðinni vegna hleranna sem liggja fyrir. Hún segir þó að allt sé fullt af lögreglumönnum og þyrlum. Hún nefnir að enginn sé særður inn í búðinni. 17. ágúst 2017 17:13