Séreign er sýnd veiði en ekki gefin Hrafn Magnússon skrifar 17. ágúst 2017 06:00 Í kjarasamningum á almennum vinnumarkaði í fyrra var samið um að atvinnurekendur hækkuðu iðgjald sitt í lífeyrissjóði úr 8% í 11,5% af launum í þremur áföngum. Iðgjald launafólks yrði óbreytt eða 4%. Heildariðgjald í lífeyrissjóði á almennum vinnumarkaði verður þannig komið í 15,5% um mitt næsta ár. Í samkomulaginu var hins vegar sett inn sérstakt ákvæði um að sjóðfélagar gætu sett viðbótariðgjaldið, 3,5%, í „tilgreinda séreign“ að hluta eða að öllu leyti.Séreign eða samtrygging?Séreignin er einkaeign sjóðfélagans og erfanleg. Í séreigninni felst hins vegar engin trygging, ef aðstæður sjóðfélagans breytast skyndilega vegna slyss eða heilsubrests. Séreignarfyrirkomulagið byggist líka á því að engin afkomutrygging er fyrir hendi fyrir eftirlifandi maka og börn vegna óvænts andláts sjóðsfélagans. Samtrygging er hins vegar alger andstæða séreignarinnar. Íslensku lífeyrissjóðirnir hafa almennt byggst upp á samtryggingu sjóðfélaga, þar sem mönnum er tryggður örorkulífeyrir, ef þeir missa heilsuna. Eftirlifandi mökum og börnum er tryggður lífeyrir við ótímabært andlát sjóðfélagans og eldri borgarar fá eftirlaun til æviloka, en ekki í tiltekinn afmarkaðan tíma. Fullyrða má að þessar áfallatryggingar sem lífeyrissjóðirnir veita sé ódýrasta og skilvirkasta tryggingaform sem fyrirfinnst hér á landi. Það byggist m.a. á því að allir sjóðfélagarnir taka þátt í samtryggingunni.Upplýst ákvörðun Í dag standa sjóðfélagar lífeyrissjóða á almennum vinnumarkaði frammi fyrir því að taka upplýsta ákvörðun um hvort 3,5% viðbótariðgjaldið eigi að fara að hluta eða að öllu leyti í „tilgreinda séreign“ eða samtryggingu. Ef þeir kjósa að velja ekki, fer iðgjaldið sjálfkrafa í samtryggingu. Fyrir ungt fólk í blóma lífsins og barnafjölskyldur þá er engin spurning að það borgar sig að iðgjaldið sé í samtryggingu. Tryggingaverndin er það dýrmæt að henni má ekki fórna. Fyrir fólk á miðjum aldri gæti borgað sig að iðgjaldið fari í samtrygginguna, því að þá er mesta hættan að sjóðfélagar missi heilsuna og verði fyrir orkutapi. Hvað varðar konurnar segir tölfræðin okkur að þær lifi almennt lengur en karlar. Með því að velja að iðgjaldið renni í samtrygginguna fá þær eftirlaun til æviloka.Að veðja við sjálfan sigEf sjóðfélaginn er hins vegar heilsuhraustur og telur sig ekki þurfa á samtryggingu að halda, þá ætti hann að hugleiða séreignarfyrirkomulagið. Vandinn er hins vegar sá að sjóðfélaginn hefur ekki hugmynd um það, hvort hann mun halda góðri heilsu til eftirlaunaáranna. Sjóðfélaginn hefur auðvitað frjálst val að veðja við sjálfan sig um heilsufar sitt og dánarlíkur. Slíkt val getur hins vegar verið erfitt og lítils virði ef aðstæður sjóðfélagans breytast skyndilega. Því ættu sjóðfélagar að hugleiða vel og taka síðan upplýsta ákvörðun, hvort hluti skylduiðgjaldsins á að renna í séreign eða í samtryggingu.Önnur leið Launþegar og sjálfstæðir atvinnurekendur hafa um árabil átt frjálst val um að greiða allt að 4% af heildarlaunum sínum til viðbótar við venjulegt skylduiðgjald. Þessi sparnaður kallast viðbótarlífeyrissparnaður og er í dag ein hagkvæmasta leiðin til einkasparnaðar, því atvinnurekendur greiða 2% til viðbótar. Einstaklingar sem vilja eiga séreign sem erfist ættu því að hugleiða að greiða í slíkan viðbótarlífeyrissparnað. Margir nýta sér slíkan sparnað í dag, en alls ekki allir. Við uppbyggingu lífeyriskerfisins var einmitt gert ráð fyrir að viðbótarlífeyrissparnaðurinn mundi marka sér stöðu sem þriðja þrep kerfisins, þar sem fyrsta þrepið væru almannatryggingar og annað þrepið skyldubundnir lífeyrissjóðir. Þetta er sú þrepaskipting í lífeyriskerfinu sem allar þjóðir vilja fara eftir. Hin „tilgreinda séreign“ innan skylduiðgjalds lífeyrissjóðanna er hins vegar af öðrum toga. Því er ítrekuð nauðsyn þess að menn vandi sig vel áður en upplýst ákvörðun er tekin um að færa hluta skylduiðgjaldsins úr samtryggingu í séreign.Höfundur er fyrrverandi framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Sjá meira
Í kjarasamningum á almennum vinnumarkaði í fyrra var samið um að atvinnurekendur hækkuðu iðgjald sitt í lífeyrissjóði úr 8% í 11,5% af launum í þremur áföngum. Iðgjald launafólks yrði óbreytt eða 4%. Heildariðgjald í lífeyrissjóði á almennum vinnumarkaði verður þannig komið í 15,5% um mitt næsta ár. Í samkomulaginu var hins vegar sett inn sérstakt ákvæði um að sjóðfélagar gætu sett viðbótariðgjaldið, 3,5%, í „tilgreinda séreign“ að hluta eða að öllu leyti.Séreign eða samtrygging?Séreignin er einkaeign sjóðfélagans og erfanleg. Í séreigninni felst hins vegar engin trygging, ef aðstæður sjóðfélagans breytast skyndilega vegna slyss eða heilsubrests. Séreignarfyrirkomulagið byggist líka á því að engin afkomutrygging er fyrir hendi fyrir eftirlifandi maka og börn vegna óvænts andláts sjóðsfélagans. Samtrygging er hins vegar alger andstæða séreignarinnar. Íslensku lífeyrissjóðirnir hafa almennt byggst upp á samtryggingu sjóðfélaga, þar sem mönnum er tryggður örorkulífeyrir, ef þeir missa heilsuna. Eftirlifandi mökum og börnum er tryggður lífeyrir við ótímabært andlát sjóðfélagans og eldri borgarar fá eftirlaun til æviloka, en ekki í tiltekinn afmarkaðan tíma. Fullyrða má að þessar áfallatryggingar sem lífeyrissjóðirnir veita sé ódýrasta og skilvirkasta tryggingaform sem fyrirfinnst hér á landi. Það byggist m.a. á því að allir sjóðfélagarnir taka þátt í samtryggingunni.Upplýst ákvörðun Í dag standa sjóðfélagar lífeyrissjóða á almennum vinnumarkaði frammi fyrir því að taka upplýsta ákvörðun um hvort 3,5% viðbótariðgjaldið eigi að fara að hluta eða að öllu leyti í „tilgreinda séreign“ eða samtryggingu. Ef þeir kjósa að velja ekki, fer iðgjaldið sjálfkrafa í samtryggingu. Fyrir ungt fólk í blóma lífsins og barnafjölskyldur þá er engin spurning að það borgar sig að iðgjaldið sé í samtryggingu. Tryggingaverndin er það dýrmæt að henni má ekki fórna. Fyrir fólk á miðjum aldri gæti borgað sig að iðgjaldið fari í samtrygginguna, því að þá er mesta hættan að sjóðfélagar missi heilsuna og verði fyrir orkutapi. Hvað varðar konurnar segir tölfræðin okkur að þær lifi almennt lengur en karlar. Með því að velja að iðgjaldið renni í samtrygginguna fá þær eftirlaun til æviloka.Að veðja við sjálfan sigEf sjóðfélaginn er hins vegar heilsuhraustur og telur sig ekki þurfa á samtryggingu að halda, þá ætti hann að hugleiða séreignarfyrirkomulagið. Vandinn er hins vegar sá að sjóðfélaginn hefur ekki hugmynd um það, hvort hann mun halda góðri heilsu til eftirlaunaáranna. Sjóðfélaginn hefur auðvitað frjálst val að veðja við sjálfan sig um heilsufar sitt og dánarlíkur. Slíkt val getur hins vegar verið erfitt og lítils virði ef aðstæður sjóðfélagans breytast skyndilega. Því ættu sjóðfélagar að hugleiða vel og taka síðan upplýsta ákvörðun, hvort hluti skylduiðgjaldsins á að renna í séreign eða í samtryggingu.Önnur leið Launþegar og sjálfstæðir atvinnurekendur hafa um árabil átt frjálst val um að greiða allt að 4% af heildarlaunum sínum til viðbótar við venjulegt skylduiðgjald. Þessi sparnaður kallast viðbótarlífeyrissparnaður og er í dag ein hagkvæmasta leiðin til einkasparnaðar, því atvinnurekendur greiða 2% til viðbótar. Einstaklingar sem vilja eiga séreign sem erfist ættu því að hugleiða að greiða í slíkan viðbótarlífeyrissparnað. Margir nýta sér slíkan sparnað í dag, en alls ekki allir. Við uppbyggingu lífeyriskerfisins var einmitt gert ráð fyrir að viðbótarlífeyrissparnaðurinn mundi marka sér stöðu sem þriðja þrep kerfisins, þar sem fyrsta þrepið væru almannatryggingar og annað þrepið skyldubundnir lífeyrissjóðir. Þetta er sú þrepaskipting í lífeyriskerfinu sem allar þjóðir vilja fara eftir. Hin „tilgreinda séreign“ innan skylduiðgjalds lífeyrissjóðanna er hins vegar af öðrum toga. Því er ítrekuð nauðsyn þess að menn vandi sig vel áður en upplýst ákvörðun er tekin um að færa hluta skylduiðgjaldsins úr samtryggingu í séreign.Höfundur er fyrrverandi framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða.
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun