Fyrrum leiðtogi Ku Klux Klan ákallar Trump Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 13. ágúst 2017 00:54 David Duke er fyrrum leiðtogi Ku Klux Klan. Hann segir atburði dagsins marka straumhvörf fyrir landsmenn. Samsett mynd/Vísir/getty Fyrrum leiðtogi Ku Klux Klan, David Duke, ákallaði Donald Trump þegar hann var inntur eftir viðbrögðum við atburðum dagsins í Charlottesville. „Þetta markar straumhvörf fyrir fólkið í landinu. Við erum harðákveðin í því að taka landið okkar til baka. Við ætlum að framfylgja loforðum Donald Trumps. Við trúum á þau og þau eru ástæðan fyrir því að við kusum Donald Trump vegna þess að hann sagði að við ætluðum að ná landinu okkar til baka og það er nákvæmlega það sem við ætlum okkur að gera,“ segir Duke í viðtali við blaðamann CNN. Bæði CNN og fréttastofa AFP hafa staðfest að þrír eru látnir og nítján eru slasaðir eftir að átök brutust út á samkomu hvítra þjóðernissina í Charlottesville í Virginíufylki í dag. Á meðal þeirra voru voru nýnasistar og fyrrum meðlimir Ku Klux Klan. Ekið var á hóp fólks sem var saman komið til að mótmæla kynþáttahatri og hatursáróðri.Um nítján slösuðust í árás þegar bíl var ekið á hóp sem mótmælti kynþáttahatri.Vísir/gettyBorgarstjóri Charlottesville fordæmdi athæfið og kallaði þátttakendurnar kynþáttahatara. Margir álitu kyndlana, sem þjóðernissinnarnir báru, vera vísun í Ku Klux Klan, haturssamtökin alræmdu. Tiltók ekki þjóðernissinna sérstaklega Þá hefur Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fordæmt hatur og ofbeldi en hann gerði það með mjög almennum hætti án þess að tala sérstaklega um öfgaþjóðernissinna. Hann er gagnrýndur harðlega, úr öllum áttum, fyrir að tiltaka ekki þann hóp í yfirlýsingu sinni. Gagnrýnin var sett fram af þingmönnum Demókrataflokksins sem og samflokksmönnum Trumps. Þingmaður Repúblikanaflokksins, Marco Rubio, skrifaði afdráttarlaust tíst ætlað forsetanum. Í tístinu segir Rubio að það sé mikilvægt fyrir þjóðina að talað sé um atburði dagsins sem hryðjuverkaárás.Very important for the nation to hear @potus describe events in #Charlottesville for what they are, a terror attack by #whitesupremacists— Marco Rubio (@marcorubio) August 12, 2017 Mótmæli í Charlottesville Tengdar fréttir Neyðarástandi lýst yfir í Charlottesville vegna mótmæla hvítra þjóðernissinna Yfirvöld í Charlottesville í Virginíuríki í Bandaríkujunum hafa lýst yfir neyðarástandi í borginni vegna fjölmennra mótmæla. 12. ágúst 2017 17:34 Einn látinn eftir að bíl var ekið inn í hóp mótmælenda í Charlottesville Bíl var ekið inn í hóp mótmælenda á götum borgarinnar Charlottesville í Virginíuríki í Bandaríkjunum í dag með þeim afleiðingum að fjöldi fólks slasaðist og ein manneskja lést. 12. ágúst 2017 19:39 Hvítir þjóðernissinnar fjölmenntu í göngu Slagorð gegn gyðingum voru á meðal þess sem hvítir þjóðernissinnar hrópuðu í fjölmennri mótmælagöngu í Virginíuríki í Bandaríkjunum í gærkvöldi. 12. ágúst 2017 11:12 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Fleiri fréttir Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Sjá meira
Fyrrum leiðtogi Ku Klux Klan, David Duke, ákallaði Donald Trump þegar hann var inntur eftir viðbrögðum við atburðum dagsins í Charlottesville. „Þetta markar straumhvörf fyrir fólkið í landinu. Við erum harðákveðin í því að taka landið okkar til baka. Við ætlum að framfylgja loforðum Donald Trumps. Við trúum á þau og þau eru ástæðan fyrir því að við kusum Donald Trump vegna þess að hann sagði að við ætluðum að ná landinu okkar til baka og það er nákvæmlega það sem við ætlum okkur að gera,“ segir Duke í viðtali við blaðamann CNN. Bæði CNN og fréttastofa AFP hafa staðfest að þrír eru látnir og nítján eru slasaðir eftir að átök brutust út á samkomu hvítra þjóðernissina í Charlottesville í Virginíufylki í dag. Á meðal þeirra voru voru nýnasistar og fyrrum meðlimir Ku Klux Klan. Ekið var á hóp fólks sem var saman komið til að mótmæla kynþáttahatri og hatursáróðri.Um nítján slösuðust í árás þegar bíl var ekið á hóp sem mótmælti kynþáttahatri.Vísir/gettyBorgarstjóri Charlottesville fordæmdi athæfið og kallaði þátttakendurnar kynþáttahatara. Margir álitu kyndlana, sem þjóðernissinnarnir báru, vera vísun í Ku Klux Klan, haturssamtökin alræmdu. Tiltók ekki þjóðernissinna sérstaklega Þá hefur Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fordæmt hatur og ofbeldi en hann gerði það með mjög almennum hætti án þess að tala sérstaklega um öfgaþjóðernissinna. Hann er gagnrýndur harðlega, úr öllum áttum, fyrir að tiltaka ekki þann hóp í yfirlýsingu sinni. Gagnrýnin var sett fram af þingmönnum Demókrataflokksins sem og samflokksmönnum Trumps. Þingmaður Repúblikanaflokksins, Marco Rubio, skrifaði afdráttarlaust tíst ætlað forsetanum. Í tístinu segir Rubio að það sé mikilvægt fyrir þjóðina að talað sé um atburði dagsins sem hryðjuverkaárás.Very important for the nation to hear @potus describe events in #Charlottesville for what they are, a terror attack by #whitesupremacists— Marco Rubio (@marcorubio) August 12, 2017
Mótmæli í Charlottesville Tengdar fréttir Neyðarástandi lýst yfir í Charlottesville vegna mótmæla hvítra þjóðernissinna Yfirvöld í Charlottesville í Virginíuríki í Bandaríkujunum hafa lýst yfir neyðarástandi í borginni vegna fjölmennra mótmæla. 12. ágúst 2017 17:34 Einn látinn eftir að bíl var ekið inn í hóp mótmælenda í Charlottesville Bíl var ekið inn í hóp mótmælenda á götum borgarinnar Charlottesville í Virginíuríki í Bandaríkjunum í dag með þeim afleiðingum að fjöldi fólks slasaðist og ein manneskja lést. 12. ágúst 2017 19:39 Hvítir þjóðernissinnar fjölmenntu í göngu Slagorð gegn gyðingum voru á meðal þess sem hvítir þjóðernissinnar hrópuðu í fjölmennri mótmælagöngu í Virginíuríki í Bandaríkjunum í gærkvöldi. 12. ágúst 2017 11:12 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Fleiri fréttir Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Sjá meira
Neyðarástandi lýst yfir í Charlottesville vegna mótmæla hvítra þjóðernissinna Yfirvöld í Charlottesville í Virginíuríki í Bandaríkujunum hafa lýst yfir neyðarástandi í borginni vegna fjölmennra mótmæla. 12. ágúst 2017 17:34
Einn látinn eftir að bíl var ekið inn í hóp mótmælenda í Charlottesville Bíl var ekið inn í hóp mótmælenda á götum borgarinnar Charlottesville í Virginíuríki í Bandaríkjunum í dag með þeim afleiðingum að fjöldi fólks slasaðist og ein manneskja lést. 12. ágúst 2017 19:39
Hvítir þjóðernissinnar fjölmenntu í göngu Slagorð gegn gyðingum voru á meðal þess sem hvítir þjóðernissinnar hrópuðu í fjölmennri mótmælagöngu í Virginíuríki í Bandaríkjunum í gærkvöldi. 12. ágúst 2017 11:12