Rússar segja hótanir vegna Norður-Kóreu fara yfir strikið Kjartan Kjartansson skrifar 11. ágúst 2017 14:59 Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, er áhyggjufullur vegna spennunnar á Kóreuskaga,. Vísir/AFP Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, gagnrýnir bandarísk og norður-kóresk stjórnvöld fyrir herskáar yfirlýsingar síðustu daga. Hættan á að hernaðarátök brjótist út sé mikil. Fulltrúar norður-kóreskra stjórnvalda hafa kallað Donald Trump Bandaríkjaforseta „elliæran“ og „skyni skroppinn“ en Trump hefur svarað með því sem margir hafa túlkað sem hótun um kjarnorkuárás. Norður-Kórea hefur á móti hótað eldflaugaárás á Gvam, yfirráðasvæði Bandaríkjanna í Kyrrahafi. Lavrov segir að stjórnvöld í Kreml séu með böggum hildar yfir gagnkvæmum hótunum ráðamanna í Washington og Pjongjang yfir kjarnorkuáætlun þeirra síðarnefndu. „Því miður eru yfirlýsingarnar frá Washington og Pjongjang núna farnar að fara yfir strikið. Við vonum enn og trúum að skynsemin muni verða ofan á,“ sagði Lavrov í dag, að sögn Reuters-fréttastofunnar.Sá vægir er vitið hefur meiraSagði hann rússnesk stjórnvöld munu gera hvað þau geta til að koma í veg fyrir að ástandið fari úr böndunum. Hvatti hann Bandaríkjamenn og Norður-Kóreumenn til að gangast undir skilmála áætlunar Rússa og Kínverja um að stöðva eldflaugatilraunir Norður-Kóreu gegn því að Bandaríkjamenn og Suður-Kóreumenn láti af meiriháttar heræfingum. „Mín persónulega skoðun er sú að þegar menn nálgast það að átök brjótist út þá taki sá aðili sem er sterkari og skynsamari fyrsta skrefið frá þröskuldi hættunnar,“ sagði Lavrov. Trump tísti í dag að hernaðarlausnir væru tilbúnar ef Norður-Kóreumenn „hegðuðu sér ekki skynsamlega“. Norður-Kórea Tengdar fréttir ESB frystir fleiri eignir Norður-Kóreumanna Evrópusambandið fylgir tilmælum öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna vegna eldflaugatilrauna Norður-Kóreumanna. Áætlun um árás á bandarísku eyjuna Gvam á að liggja fyrir á næstu dögum. Íbúar Gvam hafa ekki áhyggjur af árás. 11. ágúst 2017 06:00 Trump áfram hofmóðugur gagnvart Norður-Kóreu Hótanir sem ganga á milli Norður-Kóreu og Donalds Trump Bandaríkjaforseta stigmagnast. Nú tístir forsetinn að hernaðarlausnir séu tilbúnar ef Norður-Kóreumenn hegða sér ekki skynsamlega. 11. ágúst 2017 13:25 Norður-Kóreumenn tilbúnir í eldflaugaárás á Gvam von bráðar Her Norður-Kóreu er sagður leggja lokahönd á áætlun um að skjóta eldflaugum að Gvam. Ríkisfjölmiðlar einræðisríkisins segja Donald Trump Bandaríkjaforseta of „skyni skroppinn“ til að hægt sé að eiga viðræður við hann. 10. ágúst 2017 08:33 Segist tilbúinn til að mæta Norður-Kóreu með „heift“ „Það væri best fyrir Norður-Kóreu að hóta Bandaríkjunum ekki frekar.“ 8. ágúst 2017 19:50 Bandaríkjamenn munu verja sig og sína Norður-Kórea hótar að ráðast á bandarísku eyjuna Gvam. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir að Bandaríkin muni verja sig og sína bandamenn. Nýjar langdrægar eldflaugar Norður-Kóreumanna gætu náð allt til New York. 10. ágúst 2017 06:00 Segir Norður-Kóreu að taka sig saman í andlitinu Donald Trump segir að fyrri hótun sín um „eld og heift“ hafi mögulega ekki verið nógu sterk. 10. ágúst 2017 20:11 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Fleiri fréttir Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sjá meira
Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, gagnrýnir bandarísk og norður-kóresk stjórnvöld fyrir herskáar yfirlýsingar síðustu daga. Hættan á að hernaðarátök brjótist út sé mikil. Fulltrúar norður-kóreskra stjórnvalda hafa kallað Donald Trump Bandaríkjaforseta „elliæran“ og „skyni skroppinn“ en Trump hefur svarað með því sem margir hafa túlkað sem hótun um kjarnorkuárás. Norður-Kórea hefur á móti hótað eldflaugaárás á Gvam, yfirráðasvæði Bandaríkjanna í Kyrrahafi. Lavrov segir að stjórnvöld í Kreml séu með böggum hildar yfir gagnkvæmum hótunum ráðamanna í Washington og Pjongjang yfir kjarnorkuáætlun þeirra síðarnefndu. „Því miður eru yfirlýsingarnar frá Washington og Pjongjang núna farnar að fara yfir strikið. Við vonum enn og trúum að skynsemin muni verða ofan á,“ sagði Lavrov í dag, að sögn Reuters-fréttastofunnar.Sá vægir er vitið hefur meiraSagði hann rússnesk stjórnvöld munu gera hvað þau geta til að koma í veg fyrir að ástandið fari úr böndunum. Hvatti hann Bandaríkjamenn og Norður-Kóreumenn til að gangast undir skilmála áætlunar Rússa og Kínverja um að stöðva eldflaugatilraunir Norður-Kóreu gegn því að Bandaríkjamenn og Suður-Kóreumenn láti af meiriháttar heræfingum. „Mín persónulega skoðun er sú að þegar menn nálgast það að átök brjótist út þá taki sá aðili sem er sterkari og skynsamari fyrsta skrefið frá þröskuldi hættunnar,“ sagði Lavrov. Trump tísti í dag að hernaðarlausnir væru tilbúnar ef Norður-Kóreumenn „hegðuðu sér ekki skynsamlega“.
Norður-Kórea Tengdar fréttir ESB frystir fleiri eignir Norður-Kóreumanna Evrópusambandið fylgir tilmælum öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna vegna eldflaugatilrauna Norður-Kóreumanna. Áætlun um árás á bandarísku eyjuna Gvam á að liggja fyrir á næstu dögum. Íbúar Gvam hafa ekki áhyggjur af árás. 11. ágúst 2017 06:00 Trump áfram hofmóðugur gagnvart Norður-Kóreu Hótanir sem ganga á milli Norður-Kóreu og Donalds Trump Bandaríkjaforseta stigmagnast. Nú tístir forsetinn að hernaðarlausnir séu tilbúnar ef Norður-Kóreumenn hegða sér ekki skynsamlega. 11. ágúst 2017 13:25 Norður-Kóreumenn tilbúnir í eldflaugaárás á Gvam von bráðar Her Norður-Kóreu er sagður leggja lokahönd á áætlun um að skjóta eldflaugum að Gvam. Ríkisfjölmiðlar einræðisríkisins segja Donald Trump Bandaríkjaforseta of „skyni skroppinn“ til að hægt sé að eiga viðræður við hann. 10. ágúst 2017 08:33 Segist tilbúinn til að mæta Norður-Kóreu með „heift“ „Það væri best fyrir Norður-Kóreu að hóta Bandaríkjunum ekki frekar.“ 8. ágúst 2017 19:50 Bandaríkjamenn munu verja sig og sína Norður-Kórea hótar að ráðast á bandarísku eyjuna Gvam. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir að Bandaríkin muni verja sig og sína bandamenn. Nýjar langdrægar eldflaugar Norður-Kóreumanna gætu náð allt til New York. 10. ágúst 2017 06:00 Segir Norður-Kóreu að taka sig saman í andlitinu Donald Trump segir að fyrri hótun sín um „eld og heift“ hafi mögulega ekki verið nógu sterk. 10. ágúst 2017 20:11 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Fleiri fréttir Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sjá meira
ESB frystir fleiri eignir Norður-Kóreumanna Evrópusambandið fylgir tilmælum öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna vegna eldflaugatilrauna Norður-Kóreumanna. Áætlun um árás á bandarísku eyjuna Gvam á að liggja fyrir á næstu dögum. Íbúar Gvam hafa ekki áhyggjur af árás. 11. ágúst 2017 06:00
Trump áfram hofmóðugur gagnvart Norður-Kóreu Hótanir sem ganga á milli Norður-Kóreu og Donalds Trump Bandaríkjaforseta stigmagnast. Nú tístir forsetinn að hernaðarlausnir séu tilbúnar ef Norður-Kóreumenn hegða sér ekki skynsamlega. 11. ágúst 2017 13:25
Norður-Kóreumenn tilbúnir í eldflaugaárás á Gvam von bráðar Her Norður-Kóreu er sagður leggja lokahönd á áætlun um að skjóta eldflaugum að Gvam. Ríkisfjölmiðlar einræðisríkisins segja Donald Trump Bandaríkjaforseta of „skyni skroppinn“ til að hægt sé að eiga viðræður við hann. 10. ágúst 2017 08:33
Segist tilbúinn til að mæta Norður-Kóreu með „heift“ „Það væri best fyrir Norður-Kóreu að hóta Bandaríkjunum ekki frekar.“ 8. ágúst 2017 19:50
Bandaríkjamenn munu verja sig og sína Norður-Kórea hótar að ráðast á bandarísku eyjuna Gvam. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir að Bandaríkin muni verja sig og sína bandamenn. Nýjar langdrægar eldflaugar Norður-Kóreumanna gætu náð allt til New York. 10. ágúst 2017 06:00
Segir Norður-Kóreu að taka sig saman í andlitinu Donald Trump segir að fyrri hótun sín um „eld og heift“ hafi mögulega ekki verið nógu sterk. 10. ágúst 2017 20:11