Saka Norðmenn um að leika tveimur skjöldum í loftslagsbaráttunni Kjartan Kjartansson skrifar 10. ágúst 2017 11:16 Telji menn olíu- og gasútflutning Norðmanna með eru þeir einhverjir mestu losendur gróðurhúsalofttegunda á byggðu bóli. Vísir/AFP Olía og gas í Barentshafi sem norsk stjórnvöld hafa gefið út rannsóknarleyfi fyrir gæti bætt tólf milljörðum tonna kolefnis út í lofthjúp jarðar næstu fimmtíu árin. Samtök sem stór alþjóðleg náttúruverndarsamtök standa að baki segja þetta grafa undan markmiðum Parísarsamkomulagsins. Í skýrslu samtakanna Oil Change International sem stór náttúruverndasamtök eins og World Wildlife Fund og Grænfriðungar standa að baki er bent á misræmið á milli öflugra loftslagsaðgerða Norðmanna heima fyrir og stöðu Noregs sem stærsta útflytjanda jarðefnaeldsneytis í Evrópu. Norsk stjórnvöld hafa aldrei gefið út fleiri rannsóknarleyfi fyrir olíu- og gasleit í Barentshafi en á þessu ári. Alls hafa leyfi verið gefin út fyrir 93 svæði, að því er kemur fram í skýrslunni. Markmið Parísarsamkomulagsins er að halda hlýnun jarðar innan við 2°C og helst innan við 1,5°C til að forðast verstu afleiðingar loftslagsbreytinga. Menn losa nú rúma þrjátíu milljarða tonna koltvísýringsígilda árlega.Segja Norðmenn sjöundu stærstu losendur heimsLosun gróðurhúsalofttegunda sem gæti hlotist af olíunni og gasinu þar gæti verið helmingi meiri en sú sem kemur frá borpöllum sem Norðmenn eiga núna og eru með í smíðum, að því er segir í frétt The Guardian um skýrsluna. „Noregur getur ekki verið leiðtogi í loftslagsmálum á sama tíma og landið reiðir sig á nýja olíu- og gasframleiðslu,“ segir Hannah McKinnon frá Oil Change International. Norsk stjórnvöld hafna þeim málflutningi á þeim forsendum að hefð sé fyrir því að líta svo á að ábyrgð á losun gróðurhúsalofttegunda liggi hjá þeim sem neyta jarðefnaeldsneytis frekar en hjá þeim sem vinna það. Höfundar skýrslunnar benda aftur á móti að Norðmenn flytja út tíu sinnum meira kolefni en þeir brenna sjálfir. Sé útflutningurinn tekinn með í reikninginn eru Norðmenn sjöundu stærstu losendur heims þrátt fyrir að vera tiltölulega fámenn þjóð. Loftslagsmál Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Fleiri fréttir Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Sjá meira
Olía og gas í Barentshafi sem norsk stjórnvöld hafa gefið út rannsóknarleyfi fyrir gæti bætt tólf milljörðum tonna kolefnis út í lofthjúp jarðar næstu fimmtíu árin. Samtök sem stór alþjóðleg náttúruverndarsamtök standa að baki segja þetta grafa undan markmiðum Parísarsamkomulagsins. Í skýrslu samtakanna Oil Change International sem stór náttúruverndasamtök eins og World Wildlife Fund og Grænfriðungar standa að baki er bent á misræmið á milli öflugra loftslagsaðgerða Norðmanna heima fyrir og stöðu Noregs sem stærsta útflytjanda jarðefnaeldsneytis í Evrópu. Norsk stjórnvöld hafa aldrei gefið út fleiri rannsóknarleyfi fyrir olíu- og gasleit í Barentshafi en á þessu ári. Alls hafa leyfi verið gefin út fyrir 93 svæði, að því er kemur fram í skýrslunni. Markmið Parísarsamkomulagsins er að halda hlýnun jarðar innan við 2°C og helst innan við 1,5°C til að forðast verstu afleiðingar loftslagsbreytinga. Menn losa nú rúma þrjátíu milljarða tonna koltvísýringsígilda árlega.Segja Norðmenn sjöundu stærstu losendur heimsLosun gróðurhúsalofttegunda sem gæti hlotist af olíunni og gasinu þar gæti verið helmingi meiri en sú sem kemur frá borpöllum sem Norðmenn eiga núna og eru með í smíðum, að því er segir í frétt The Guardian um skýrsluna. „Noregur getur ekki verið leiðtogi í loftslagsmálum á sama tíma og landið reiðir sig á nýja olíu- og gasframleiðslu,“ segir Hannah McKinnon frá Oil Change International. Norsk stjórnvöld hafna þeim málflutningi á þeim forsendum að hefð sé fyrir því að líta svo á að ábyrgð á losun gróðurhúsalofttegunda liggi hjá þeim sem neyta jarðefnaeldsneytis frekar en hjá þeim sem vinna það. Höfundar skýrslunnar benda aftur á móti að Norðmenn flytja út tíu sinnum meira kolefni en þeir brenna sjálfir. Sé útflutningurinn tekinn með í reikninginn eru Norðmenn sjöundu stærstu losendur heims þrátt fyrir að vera tiltölulega fámenn þjóð.
Loftslagsmál Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Fleiri fréttir Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Sjá meira