Werner Herzog heiðursgestur á RIFF Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 29. ágúst 2017 20:00 Werner Herzog verður heiðursgestur RIFF 2017 Leikstjórinn Werner Herzog verður heiðursgestur á RIFF, Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Reykjavík. Werner Herzog er einn fremsti og áhrifamesti listamaður kvikmyndasögunnar. Hann hóf feril sinn sem kvikmyndagerðarmaður á 7. áratug síðustu aldar en hann er fæddur árið 1942 í München. Herzog hefur hlotið fjölda verðlauna, meðal annars sem besti leikstjórinn á kvikmyndahátíðinni í Cannes árið 1982 fyrir kvikmyndina Fitzcarraldo. Kvikmyndagagnrýnandinn Robert Ebert sagði að sú mynd væri ein sú besta í kvikmyndasögunni. Herzog hefur einnig fengið tilnefningar til Gullpálsmans og Óskarsverðlaunanna. Heimildarmyndin Grizzly Man er ein vinsælasta mynd hans frá upphafi. Hvalreki fyrir menningarlíf Íslands „Herzog hefur verið kallaður „mikilvægasti leikstjóri samtímans“ af franska meistaranum François Truffaut og hann hefur verið á lista Time Magazine yfir 100 áhrifamestu manneskjur í heimi. Afrekaskrá hans telur um 20 leiknar kvikmyndir í fullri lengd, um 30 heimildamyndir í fullri lengd að ógleymdum stuttmyndum, í leiknum flokki sem og flokki heimildamynda. Herzog er listamaður sem gerir engar málamiðlanir, listformið er honum allt,“ segir í fréttatilkynningu frá RIFF. Þar kemur fram að það sé gríðarlegur hvalreki fyrir menningarlíf Íslands í heild sinni að fá þennan listamann sem heiðursgest á RIFF. „Það er sannur heiður að fá að miðla nærveru listrænnar sýnar leikstjórans til upprennandi kvikmyndagerðarfólks og aðdáenda á öllum aldri.“ Ísland var í brennidepli í kvikmyndinni Into the Inferno sem Herzog gerði um eldfjöll víðs vegar um heim. Myndin kom út á síðasta ári og var sýnd á Netflix.Stiklu úr myndinni má sjá hér að neðan.„Takmarkað sætaframboð er á meistaraspjall með Herzog sem haldið verður laugardaginn 30. september. Hér er hægt að tryggja sér miða á viðburðinn" RIFF Tengdar fréttir Ísland í brennidepli nýrrar eldfjallamyndar Werner Herzog - stikla Leikstjórinn goðsagnakenndi fór víðs vegar um heim til þess að kynna sér eldfjöll. 18. október 2016 10:19 Mest lesið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Lífið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Lífið Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Lífið Fleiri fréttir Floppin hans Balta og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sjá meira
Leikstjórinn Werner Herzog verður heiðursgestur á RIFF, Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Reykjavík. Werner Herzog er einn fremsti og áhrifamesti listamaður kvikmyndasögunnar. Hann hóf feril sinn sem kvikmyndagerðarmaður á 7. áratug síðustu aldar en hann er fæddur árið 1942 í München. Herzog hefur hlotið fjölda verðlauna, meðal annars sem besti leikstjórinn á kvikmyndahátíðinni í Cannes árið 1982 fyrir kvikmyndina Fitzcarraldo. Kvikmyndagagnrýnandinn Robert Ebert sagði að sú mynd væri ein sú besta í kvikmyndasögunni. Herzog hefur einnig fengið tilnefningar til Gullpálsmans og Óskarsverðlaunanna. Heimildarmyndin Grizzly Man er ein vinsælasta mynd hans frá upphafi. Hvalreki fyrir menningarlíf Íslands „Herzog hefur verið kallaður „mikilvægasti leikstjóri samtímans“ af franska meistaranum François Truffaut og hann hefur verið á lista Time Magazine yfir 100 áhrifamestu manneskjur í heimi. Afrekaskrá hans telur um 20 leiknar kvikmyndir í fullri lengd, um 30 heimildamyndir í fullri lengd að ógleymdum stuttmyndum, í leiknum flokki sem og flokki heimildamynda. Herzog er listamaður sem gerir engar málamiðlanir, listformið er honum allt,“ segir í fréttatilkynningu frá RIFF. Þar kemur fram að það sé gríðarlegur hvalreki fyrir menningarlíf Íslands í heild sinni að fá þennan listamann sem heiðursgest á RIFF. „Það er sannur heiður að fá að miðla nærveru listrænnar sýnar leikstjórans til upprennandi kvikmyndagerðarfólks og aðdáenda á öllum aldri.“ Ísland var í brennidepli í kvikmyndinni Into the Inferno sem Herzog gerði um eldfjöll víðs vegar um heim. Myndin kom út á síðasta ári og var sýnd á Netflix.Stiklu úr myndinni má sjá hér að neðan.„Takmarkað sætaframboð er á meistaraspjall með Herzog sem haldið verður laugardaginn 30. september. Hér er hægt að tryggja sér miða á viðburðinn"
RIFF Tengdar fréttir Ísland í brennidepli nýrrar eldfjallamyndar Werner Herzog - stikla Leikstjórinn goðsagnakenndi fór víðs vegar um heim til þess að kynna sér eldfjöll. 18. október 2016 10:19 Mest lesið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Lífið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Lífið Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Lífið Fleiri fréttir Floppin hans Balta og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sjá meira
Ísland í brennidepli nýrrar eldfjallamyndar Werner Herzog - stikla Leikstjórinn goðsagnakenndi fór víðs vegar um heim til þess að kynna sér eldfjöll. 18. október 2016 10:19