Hátt í hálf milljón manna leitar hjálpar vegna Harvey Kjartan Kjartansson skrifar 28. ágúst 2017 12:33 Vegir hafa breytst í stórfljót í flóðunum í Houston og hefur fólk verið bjargað á bátum. Vísir/AFP Almannavarnir í Bandaríkjunum búast við því að 450.000 sæki um hjálp vegna hitabeltisstormsins Harvey sem hefur sökkt heilu hverfunum í Texas. Talið er að allt að 30.000 manns gætu þurft að hafast við í tímabundum neyðarskýlum. Alls hefur 75 sentímetra úrkoma fallið í Houston, fjórðu stærstu borg Bandaríkjanna, frá því að Harvey gekk á land sem meiriháttar fellibylur á föstudagskvöld, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Heilu hverfinu eru nú á floti og hafa viðbragðaðilar bjargað þúsundum manna síðustu sólahringa, sumum af þökum húsa sinna. Fimm manns eru látnir. Brock Long, forstjóri Almannavarna Bandaríkjanna (FEMA) segir að stormurinn sé tímamótaviðburður og biðlaði til almennra borgara um hjálp, að því er segir í frétt CNN.Fólki hefur verið ráðlagt að reyna ekki að ferðast í vatnselgnum enda getur það sett björgunarfólk og það sjálft í hættu.Vísir/AFPÞað versta er þó ekki enn afstaðið. Úrhellið heldur áfram yfir Texas og fikrar sig nú að ríkjamörkunum að Lúisíana. Áfram er varað við hættulegum flóðum í Texas og sömuleiðis í nágrannaríkinu. Veðurstofa Bandaríkjanna spáir því að flóðin í Texas nái hámarki á miðvikudag eða fimmtudag. „Við erum ekki óhult ennþá,“ segir Elaine Duke, starfandi heimavarnaráðherra Bandaríkjanna, að sögn Washington Post. Áður en yfir lýkur er talið að svæðið fái meira en árasúrkomu á innan við viku. Fellibylurinn Harvey Tengdar fréttir Fordæmislausar aðstæður í Houston vegna Harvey Íbúar í Houston og fjölda annarra borga í Texas mega eiga von á frekara úrhelli í dag en fellibylurinn Harvey hefur herjað á íbúa síðustu daga. 28. ágúst 2017 08:56 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Fleiri fréttir Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Sjá meira
Almannavarnir í Bandaríkjunum búast við því að 450.000 sæki um hjálp vegna hitabeltisstormsins Harvey sem hefur sökkt heilu hverfunum í Texas. Talið er að allt að 30.000 manns gætu þurft að hafast við í tímabundum neyðarskýlum. Alls hefur 75 sentímetra úrkoma fallið í Houston, fjórðu stærstu borg Bandaríkjanna, frá því að Harvey gekk á land sem meiriháttar fellibylur á föstudagskvöld, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Heilu hverfinu eru nú á floti og hafa viðbragðaðilar bjargað þúsundum manna síðustu sólahringa, sumum af þökum húsa sinna. Fimm manns eru látnir. Brock Long, forstjóri Almannavarna Bandaríkjanna (FEMA) segir að stormurinn sé tímamótaviðburður og biðlaði til almennra borgara um hjálp, að því er segir í frétt CNN.Fólki hefur verið ráðlagt að reyna ekki að ferðast í vatnselgnum enda getur það sett björgunarfólk og það sjálft í hættu.Vísir/AFPÞað versta er þó ekki enn afstaðið. Úrhellið heldur áfram yfir Texas og fikrar sig nú að ríkjamörkunum að Lúisíana. Áfram er varað við hættulegum flóðum í Texas og sömuleiðis í nágrannaríkinu. Veðurstofa Bandaríkjanna spáir því að flóðin í Texas nái hámarki á miðvikudag eða fimmtudag. „Við erum ekki óhult ennþá,“ segir Elaine Duke, starfandi heimavarnaráðherra Bandaríkjanna, að sögn Washington Post. Áður en yfir lýkur er talið að svæðið fái meira en árasúrkomu á innan við viku.
Fellibylurinn Harvey Tengdar fréttir Fordæmislausar aðstæður í Houston vegna Harvey Íbúar í Houston og fjölda annarra borga í Texas mega eiga von á frekara úrhelli í dag en fellibylurinn Harvey hefur herjað á íbúa síðustu daga. 28. ágúst 2017 08:56 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Fleiri fréttir Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Sjá meira
Fordæmislausar aðstæður í Houston vegna Harvey Íbúar í Houston og fjölda annarra borga í Texas mega eiga von á frekara úrhelli í dag en fellibylurinn Harvey hefur herjað á íbúa síðustu daga. 28. ágúst 2017 08:56