Norðurslóðir loga Kjartan Kjartansson skrifar 23. ágúst 2017 16:43 Samsett gervihnattamynd sýnir reykjarmökkinn yfir norðanverðu Kanada. NASA Þykkur reykur sem liggur yfir stórum hluta norðanverðrar Norður-Ameríku frá eldum sem brenna þar sést á myndum úr geimnum. Á sama tíma halda eldar áfram að brenna á Grænlandi. Eldar hafa brunnið í barrskógum Bresku Kólumbíu í Kanada í meira en mánuð og í byrjun ágúst blossuðu fleiri upp á Norðvestursvæðum landsins. Gríðarlegan reyk hefur lagt norður yfir Norðvestursvæðin, Júkon og Nunavut í norðanverðu Kanada. Svo þykkur er reykurinn að hann sést á gervihnattamyndum sem teknar voru um miðjan mánuðinn, að því er segir í grein á vef bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA. Gríðarlegt magn svifryks fylgir reyknum og hefur það slegið met, að sögn vísindamanna. „Ef og þegar mökkin leggur yfir byggð svæði gæti dagur breyst í nótt,“ segir Mike Fromm frá Flotarannsóknastöð Bandaríkjanna.Eldarnir á vestanverðu Grænlandi loga í graslendi en ekki er vitað hvernig þeir kviknuðu.AFP/NOAALíklegt að eldar logi á Grænlandi fram í septemberÁ vestanverðu Grænlandi hafa eldar logað í graslendi í hálfan mánuð. Eldarnir brenna á afskekktu svæði en þeir sáust fyrst á gervihnattamyndum í lok júlí. Síðast þegar myndir náðust af þeim um miðjan ágúst fóru þeir vaxandi. Eldarnir þar eru sérstaklega óvanalegir enda er langstærsti hluti Grænlands þakinn íshellu. The Guardian segir að eldarnir nú séu aðeins rúmum 60 kílómetrum frá ísnum, um 145 kílómetrum norðaustur af bænum Sisimiut. Vísindamenn frá Delft-tækniháskólanum í Hollandi segja að sinueldarnir á Grænlandi í sumar séu þeir verstu frá því að skráning á þeim hófst um aldamótin. Sumarið á Grænlandi hefur verið sérlega þurrt og var hitastig tiltölulega hátt áður en eldarnir kviknuðu. Líklegt er talið að eldarnir muni brenna áfram þar til kólna fer í veðri í september.The Greenland fire evolution since July 29 as captured by @ESA_EO 's #sentinel2 pic.twitter.com/Iuk9blyui9— Stef Lhermitte (@StefLhermitte) August 9, 2017 Loftslagsmál Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Fleiri fréttir Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sjá meira
Þykkur reykur sem liggur yfir stórum hluta norðanverðrar Norður-Ameríku frá eldum sem brenna þar sést á myndum úr geimnum. Á sama tíma halda eldar áfram að brenna á Grænlandi. Eldar hafa brunnið í barrskógum Bresku Kólumbíu í Kanada í meira en mánuð og í byrjun ágúst blossuðu fleiri upp á Norðvestursvæðum landsins. Gríðarlegan reyk hefur lagt norður yfir Norðvestursvæðin, Júkon og Nunavut í norðanverðu Kanada. Svo þykkur er reykurinn að hann sést á gervihnattamyndum sem teknar voru um miðjan mánuðinn, að því er segir í grein á vef bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA. Gríðarlegt magn svifryks fylgir reyknum og hefur það slegið met, að sögn vísindamanna. „Ef og þegar mökkin leggur yfir byggð svæði gæti dagur breyst í nótt,“ segir Mike Fromm frá Flotarannsóknastöð Bandaríkjanna.Eldarnir á vestanverðu Grænlandi loga í graslendi en ekki er vitað hvernig þeir kviknuðu.AFP/NOAALíklegt að eldar logi á Grænlandi fram í septemberÁ vestanverðu Grænlandi hafa eldar logað í graslendi í hálfan mánuð. Eldarnir brenna á afskekktu svæði en þeir sáust fyrst á gervihnattamyndum í lok júlí. Síðast þegar myndir náðust af þeim um miðjan ágúst fóru þeir vaxandi. Eldarnir þar eru sérstaklega óvanalegir enda er langstærsti hluti Grænlands þakinn íshellu. The Guardian segir að eldarnir nú séu aðeins rúmum 60 kílómetrum frá ísnum, um 145 kílómetrum norðaustur af bænum Sisimiut. Vísindamenn frá Delft-tækniháskólanum í Hollandi segja að sinueldarnir á Grænlandi í sumar séu þeir verstu frá því að skráning á þeim hófst um aldamótin. Sumarið á Grænlandi hefur verið sérlega þurrt og var hitastig tiltölulega hátt áður en eldarnir kviknuðu. Líklegt er talið að eldarnir muni brenna áfram þar til kólna fer í veðri í september.The Greenland fire evolution since July 29 as captured by @ESA_EO 's #sentinel2 pic.twitter.com/Iuk9blyui9— Stef Lhermitte (@StefLhermitte) August 9, 2017
Loftslagsmál Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Fleiri fréttir Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sjá meira