Mercedes-Benz með bílasýningu á Ljósanótt Finnur Thorlacius skrifar 30. ágúst 2017 14:39 Mercedes Benz Marco Polo ferðabíllinn. Mercedes-Benz býður gestum Ljósanætur uppá veglega bílasýningu nk. laugardag. Sýningin fer fram á SBK planinu við Keflavíkurtún á laugardaginn kl. 12–17. ,,Við hjá Öskju hlökkum mikið til að bjóða uppá Mercedes-Benz bílasýningu á Ljósanótt. Hátíðin hefur fyrir löngu fest sig í sessi sem ein helsta menningar- og fjölskylduhátíð landsins með viðamiklum og skemmtilegum viðburðum. Við verðum með breiða og glæsilega línu bíla frá Mercedes-Benz. Alls verða 10 bílar á staðnum og má þar nefna blæjubíl, jeppa, fólksbíla og sportbíla. Þá verður hinn nýi og eftirtektarverði Marco Polo ferðabíll einnig á sýningunni þannig að fjölbreytnin verður í fyrirrúmi hjá okkur og allir ættu að finna bíla við sitt hæfi," segir Ásgrímur Helgi Einarsson, sölustjóri Mercedes-Benz fólksbíla hjá bílaumboðinu Öskju. Sýningin er haldin í samstarfi við K. Steinarsson. Það verður ýmislegt skemmtilegt í gangi á bílasýningunni og má nefna að boðið verður upp á leik þar sem gestir reyna að pútta fyrir holu í höggi. Þeir sem ná holu í höggi fá vinning þannig að það er um að gera að reyna fyrir sig í púttinu. Ljósanótt Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Einn handtekinn vegna líkamsárasar Innlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent
Mercedes-Benz býður gestum Ljósanætur uppá veglega bílasýningu nk. laugardag. Sýningin fer fram á SBK planinu við Keflavíkurtún á laugardaginn kl. 12–17. ,,Við hjá Öskju hlökkum mikið til að bjóða uppá Mercedes-Benz bílasýningu á Ljósanótt. Hátíðin hefur fyrir löngu fest sig í sessi sem ein helsta menningar- og fjölskylduhátíð landsins með viðamiklum og skemmtilegum viðburðum. Við verðum með breiða og glæsilega línu bíla frá Mercedes-Benz. Alls verða 10 bílar á staðnum og má þar nefna blæjubíl, jeppa, fólksbíla og sportbíla. Þá verður hinn nýi og eftirtektarverði Marco Polo ferðabíll einnig á sýningunni þannig að fjölbreytnin verður í fyrirrúmi hjá okkur og allir ættu að finna bíla við sitt hæfi," segir Ásgrímur Helgi Einarsson, sölustjóri Mercedes-Benz fólksbíla hjá bílaumboðinu Öskju. Sýningin er haldin í samstarfi við K. Steinarsson. Það verður ýmislegt skemmtilegt í gangi á bílasýningunni og má nefna að boðið verður upp á leik þar sem gestir reyna að pútta fyrir holu í höggi. Þeir sem ná holu í höggi fá vinning þannig að það er um að gera að reyna fyrir sig í púttinu.
Ljósanótt Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Einn handtekinn vegna líkamsárasar Innlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent