Yfir þúsund látnir í miklum flóðum í sunnanverðri Asíu Kjartan Kjartansson skrifar 30. ágúst 2017 11:12 Mumbai er á floti en úrhelli er enn spáð næsta sólahringinn. Vísir/AFP Miklar monsúnrigningar valda nú verstu flóðum í sunnanverðri Asíu í áraraðir. Sex manns hafa farist af völdum úrhellisins í indversku borginni Mumbai frá því í gær. Á sama tíma og fellibylurinn Harvey, öflugasta vatnsveður sem hefur gengið á land á meginlandið, veldur hörmungum í sunnanverðum Bandaríkjunum, heldur fólk áfram að láta lífið í flóðum í Asíu. Fleiri en 1.200 manns hafa farist á Indlandi, í Bangladess og Nepal. Rigningarnar hafa valdið aukskriðum í hlíðum á stóru svæði nærri rótum Himalajafjalla, að sögn The Guardian. Nýjustu fórnarlömbin eru í Mumbai á Indlandi þar sem rigningar hafa valdið flóðum og raskað daglegu lífi tvo daga í röð. Sex manns, þar á meðal tvær unga telpur, eins og tveggja ára, fórust í dag.Í myndbandinu hér fyrir neðan má sjá dæmi um vatnselginn í Mumbai.Bringing you another amazing waterfall from Mumbai, India...BMC Rocks!Janta Shocks! #MumbaiFlooded #RainHosts pic.twitter.com/UoF9prAAeN— Sir Rohit Sharma (@ImRo450) August 29, 2017 Milljónir manna á áhrifasvæði flóðanna Götur í Mumbai hafa breyst í fljót og hefur fólk þurft að vaða vatnið upp að mitti. Úrkoman í borginni mældist 12,7 sentímetrar í gær. Spáð er áframhaldandi úrhelli næsta sólahringinn. Fleiri en fimm hundruð manns hafa farist af völdum flóða í Bihar-ríki á Indlandi og rúmlega hundrað í Uttar Pradesh í norðurhluta landsins. Á annan tug milljóna manna hafa orðið fyrir áhrifum af völdum flóðanna þar. Í Bangladess segir Alþjóðlegi Rauði krossinn og hálfmáninn að 697.000 hús af skemmst eða eyðilagst í flóðum sem hafa haft áhrif á 7,4 milljónir manna.Bangladess er eitt láglendasta ríki heims og því sérlega berskjaldað fyrir rigningar- og sjávarflóðum.Vísir/AFPÚrkoman líkleg til að aukast á hlýnandi jörðuMonsúntímabilið er í fullum gangi í sunnanverðri Asíu. Það hefst þegar suðvestanvindar gerast ríkjandi sem blása hlýju og röku lofti af norðanverðu Indlandshafi yfir heimshlutann á sumrin. Líkt og með fellibylinn Harvey vakna upp spurningar hvort að hnattræn hlýnun ágeri monsúnrigningarnar nú og í framtíðinni eftir því sem loftslagsbreytingar á jörðinni gerast enn meira áberandi.Loftslagslíkön benda til þess að meiri úrkoma muni falla á monsúntímabilinu. Ástæðan er annars vegar að hækkandi hitastig eykur mishitun lands og hafs sem knýr monsúnvindana og hins vegar hlýnun lofts yfir Indlandshafi. Hlýtt loft getur tekið við meiri raka sem gufar upp úr hafinu en svalara. Því geta monsúnvindarnir flutt enn meiri raka yfir Indland með hlýnandi loftslagi. Loftslagsmál Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent Fleiri fréttir Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Sjá meira
Miklar monsúnrigningar valda nú verstu flóðum í sunnanverðri Asíu í áraraðir. Sex manns hafa farist af völdum úrhellisins í indversku borginni Mumbai frá því í gær. Á sama tíma og fellibylurinn Harvey, öflugasta vatnsveður sem hefur gengið á land á meginlandið, veldur hörmungum í sunnanverðum Bandaríkjunum, heldur fólk áfram að láta lífið í flóðum í Asíu. Fleiri en 1.200 manns hafa farist á Indlandi, í Bangladess og Nepal. Rigningarnar hafa valdið aukskriðum í hlíðum á stóru svæði nærri rótum Himalajafjalla, að sögn The Guardian. Nýjustu fórnarlömbin eru í Mumbai á Indlandi þar sem rigningar hafa valdið flóðum og raskað daglegu lífi tvo daga í röð. Sex manns, þar á meðal tvær unga telpur, eins og tveggja ára, fórust í dag.Í myndbandinu hér fyrir neðan má sjá dæmi um vatnselginn í Mumbai.Bringing you another amazing waterfall from Mumbai, India...BMC Rocks!Janta Shocks! #MumbaiFlooded #RainHosts pic.twitter.com/UoF9prAAeN— Sir Rohit Sharma (@ImRo450) August 29, 2017 Milljónir manna á áhrifasvæði flóðanna Götur í Mumbai hafa breyst í fljót og hefur fólk þurft að vaða vatnið upp að mitti. Úrkoman í borginni mældist 12,7 sentímetrar í gær. Spáð er áframhaldandi úrhelli næsta sólahringinn. Fleiri en fimm hundruð manns hafa farist af völdum flóða í Bihar-ríki á Indlandi og rúmlega hundrað í Uttar Pradesh í norðurhluta landsins. Á annan tug milljóna manna hafa orðið fyrir áhrifum af völdum flóðanna þar. Í Bangladess segir Alþjóðlegi Rauði krossinn og hálfmáninn að 697.000 hús af skemmst eða eyðilagst í flóðum sem hafa haft áhrif á 7,4 milljónir manna.Bangladess er eitt láglendasta ríki heims og því sérlega berskjaldað fyrir rigningar- og sjávarflóðum.Vísir/AFPÚrkoman líkleg til að aukast á hlýnandi jörðuMonsúntímabilið er í fullum gangi í sunnanverðri Asíu. Það hefst þegar suðvestanvindar gerast ríkjandi sem blása hlýju og röku lofti af norðanverðu Indlandshafi yfir heimshlutann á sumrin. Líkt og með fellibylinn Harvey vakna upp spurningar hvort að hnattræn hlýnun ágeri monsúnrigningarnar nú og í framtíðinni eftir því sem loftslagsbreytingar á jörðinni gerast enn meira áberandi.Loftslagslíkön benda til þess að meiri úrkoma muni falla á monsúntímabilinu. Ástæðan er annars vegar að hækkandi hitastig eykur mishitun lands og hafs sem knýr monsúnvindana og hins vegar hlýnun lofts yfir Indlandshafi. Hlýtt loft getur tekið við meiri raka sem gufar upp úr hafinu en svalara. Því geta monsúnvindarnir flutt enn meiri raka yfir Indland með hlýnandi loftslagi.
Loftslagsmál Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent Fleiri fréttir Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna