Á flótta undan storminum Jóhann K. Jóhannsson og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 9. september 2017 19:47 Fellibylurinn Irma mun skella á Flórídaskaga af fullum þunga seint í nótt og á morgun. Mikill viðbúnaður er á svæðinu og milljónir manna eru á flótta undan hamförunum. Íslensku pari var gert að yfirgefa hótelið sitt á svæðinu í dag en þau hafa þó ekki yfirgefið Orlando. Irma hélt áfram eyðileggingu á leið sinni frá Karíbahafi en í dag fór fellibylurinn yfir Kúbu með tilheyrandi hamförum. Íbúum eyjanna í Karíbahafi hefur verið komið til hjálpar eftir að fellibylurinn fór þar yfir. Um 95% húsa á eyjunni Barbúda eru ónýt eftir veðurhaminn. Ríkisstjóri Flórída ávarpaði almenning í dag þar sem hann sagði að allir íbúar ríkisins, tuttugu milljónir manna, ættu að vera undir það búnir að hafa sig á brott en fellibylurinn er þegar farinn að hafa áhrif á Flórídaskaga. „Fellibylurinn er kominn hingað. Irma herjar nú á ríkið okkar. Vindhraði hitabeltisstorms geisar nú í suðausturhluta Flórída og um 25 þúsund manns eru nú án rafmagns. Þetta er mannskæður stormur og ekkert líkt þessu hefur áður gerst hér um slóðir. Milljónir Flórídabúa verða fyrir stórfelldum áhrifum fellibylsins með mannskæðum áhlaðanda sjávar og vindstyrk,“ sagði Rick Scott, ríkisstjóri Flórída á blaðamannafundi í dag. Á sjöttu milljón íbúa hefur verið gert að yfirgefa heimili sín. Bensín og vatn er uppurið á svæðinu og hillur verslana galtómar. Þau sem flýja svæðið hafa lent í vandræðum á leið sinni vegna mikillar umferðar en aðeins þrír þjóðvegir eru úr fylkinu. Líklegt er að sett verði á útgöngubann í ríkinu öllu á morgun. Verslanir og opinberar byggingar lokuðu um miðjan dag og þeir íbúar sem eru enn á svæðinu vinna hörðum höndum að því að koma eigum sínum í skjól. Fréttastofan hefur verið í sambandi við fjölmarga Íslendinga sem búsettir eru eða eru á ferðalagi á svæðinu. Margir þeirra hafa þegar flúið heimili sín og íslenskt par sem er á ferðalagi var gert að yfirgefa hótel sem þau dvöldu á. „Við komum upp á hótel milli þrjú og fjögur (í gær). Það beið öryggisvörður og sagði okkur að við yrðum að vera farin út fyrir klukkan átta á laugardagsmorgun,“ segir Svandís Stefánsdóttir sem er á ferðalagi í Flórída með kærasta sínum. Svandís segir tengslanet Íslendinga ótrúlegt og að fjölskylda í Tampa hafi skotið yfir þau skjólshúsi. Styrkur fellibylsins minnkaði í gær niður í fjórða stig en í nótt sótti hann í sig veðrið aftur og er metinn á fimmta stig á ný og búist við að hann verði hvað öflugastur þegar hann skellur á Flórída. Er kvíði? „Ég var það ekki fyrst, en þegar maður sér hræðsluna hérna úti, ekkert bensín, ekkert vatn, enginn matur. Þá verður maður svona smá smeykur,“ segir Svandís.Þriðji fellibylurinn Jose fetar svipaða slóð og Irma en þó nokkuð austar. Hann er enn að sækja í sig veðrið og var nálægt því að vera flokkaður sem fimmta stigs fellibylur í dag en líklegt er að hann skelli á austurhluta Karíbahafseyja eftir helgi. Fellibylurinn Irma Mest lesið Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Fleiri fréttir Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Sjá meira
Fellibylurinn Irma mun skella á Flórídaskaga af fullum þunga seint í nótt og á morgun. Mikill viðbúnaður er á svæðinu og milljónir manna eru á flótta undan hamförunum. Íslensku pari var gert að yfirgefa hótelið sitt á svæðinu í dag en þau hafa þó ekki yfirgefið Orlando. Irma hélt áfram eyðileggingu á leið sinni frá Karíbahafi en í dag fór fellibylurinn yfir Kúbu með tilheyrandi hamförum. Íbúum eyjanna í Karíbahafi hefur verið komið til hjálpar eftir að fellibylurinn fór þar yfir. Um 95% húsa á eyjunni Barbúda eru ónýt eftir veðurhaminn. Ríkisstjóri Flórída ávarpaði almenning í dag þar sem hann sagði að allir íbúar ríkisins, tuttugu milljónir manna, ættu að vera undir það búnir að hafa sig á brott en fellibylurinn er þegar farinn að hafa áhrif á Flórídaskaga. „Fellibylurinn er kominn hingað. Irma herjar nú á ríkið okkar. Vindhraði hitabeltisstorms geisar nú í suðausturhluta Flórída og um 25 þúsund manns eru nú án rafmagns. Þetta er mannskæður stormur og ekkert líkt þessu hefur áður gerst hér um slóðir. Milljónir Flórídabúa verða fyrir stórfelldum áhrifum fellibylsins með mannskæðum áhlaðanda sjávar og vindstyrk,“ sagði Rick Scott, ríkisstjóri Flórída á blaðamannafundi í dag. Á sjöttu milljón íbúa hefur verið gert að yfirgefa heimili sín. Bensín og vatn er uppurið á svæðinu og hillur verslana galtómar. Þau sem flýja svæðið hafa lent í vandræðum á leið sinni vegna mikillar umferðar en aðeins þrír þjóðvegir eru úr fylkinu. Líklegt er að sett verði á útgöngubann í ríkinu öllu á morgun. Verslanir og opinberar byggingar lokuðu um miðjan dag og þeir íbúar sem eru enn á svæðinu vinna hörðum höndum að því að koma eigum sínum í skjól. Fréttastofan hefur verið í sambandi við fjölmarga Íslendinga sem búsettir eru eða eru á ferðalagi á svæðinu. Margir þeirra hafa þegar flúið heimili sín og íslenskt par sem er á ferðalagi var gert að yfirgefa hótel sem þau dvöldu á. „Við komum upp á hótel milli þrjú og fjögur (í gær). Það beið öryggisvörður og sagði okkur að við yrðum að vera farin út fyrir klukkan átta á laugardagsmorgun,“ segir Svandís Stefánsdóttir sem er á ferðalagi í Flórída með kærasta sínum. Svandís segir tengslanet Íslendinga ótrúlegt og að fjölskylda í Tampa hafi skotið yfir þau skjólshúsi. Styrkur fellibylsins minnkaði í gær niður í fjórða stig en í nótt sótti hann í sig veðrið aftur og er metinn á fimmta stig á ný og búist við að hann verði hvað öflugastur þegar hann skellur á Flórída. Er kvíði? „Ég var það ekki fyrst, en þegar maður sér hræðsluna hérna úti, ekkert bensín, ekkert vatn, enginn matur. Þá verður maður svona smá smeykur,“ segir Svandís.Þriðji fellibylurinn Jose fetar svipaða slóð og Irma en þó nokkuð austar. Hann er enn að sækja í sig veðrið og var nálægt því að vera flokkaður sem fimmta stigs fellibylur í dag en líklegt er að hann skelli á austurhluta Karíbahafseyja eftir helgi.
Fellibylurinn Irma Mest lesið Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Fleiri fréttir Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Sjá meira