Örn á lokaholunni skaut Ólafíu upp í þriðja sætið Kristinn Páll Teitsson skrifar 9. september 2017 19:15 Ólafía Þórunn er á níu höggum undir pari fyrir lokahringinn. vísir/getty Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, kylfingur úr GR, kom í hús á fjórum höggum undir pari á hringnum og alls ellefu höggum undir pari á lokadegi Indy Women in Tech-mótsins í Indianapolis sem lauk rétt í þessu. Er þetta lang besti árangur hennar á LPGA-mótaröðinni en þar áður var besti árangur hennar þrettánda sæti á Opna skoska meistaramótinu. Fékk hún þrjá fugla, einn örn og einn skolla í dag ásamt þrettán pörum á lokadegi mótsins. Mun þetta styrkja stöðu hennar á peningarlistanum all verulega en hún er í baráttu um að halda keppnisrétt sínum á LPGA-mótaröðinni, sterkustu mótaröð heims, á næsta ári. Ólafía hóf daginn á níu höggum undir pari í 7-12. sæti eftir tvo frábæra hringi þar sem hún fékk ellefu fugla, tvo skolla og 23 pör og var hún ekki lengi að láta til sín taka á lokadeginum. Eftir pör á fyrstu tveimur holum dagsins fékk hún fugl á þriðju holu dagsins og var komin undir parið. Skolli á áttundu braut kom henni aftur á parið á deginum en hún fékk sjö pör á fyrri níu holum dagsins og hélt sér við toppinn. Tveir fuglar á fyrstu fimm holunum á seinni níu þýddi að hún hélt áfram að halda í við næstu kylfinga en hún átti heldur betur eftir að toppa sig þegar hún setti niður innáhöggið fyrir erni á lokaholunni. Skaut það henni upp í 3. sætið í bili ásamt þremur öðrum kylfingum en það eiga enn nokkrir kylfingar eftir að klára.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, kylfingur úr GR, kom í hús á fjórum höggum undir pari á hringnum og alls ellefu höggum undir pari á lokadegi Indy Women in Tech-mótsins í Indianapolis sem lauk rétt í þessu. Er þetta lang besti árangur hennar á LPGA-mótaröðinni en þar áður var besti árangur hennar þrettánda sæti á Opna skoska meistaramótinu. Fékk hún þrjá fugla, einn örn og einn skolla í dag ásamt þrettán pörum á lokadegi mótsins. Mun þetta styrkja stöðu hennar á peningarlistanum all verulega en hún er í baráttu um að halda keppnisrétt sínum á LPGA-mótaröðinni, sterkustu mótaröð heims, á næsta ári. Ólafía hóf daginn á níu höggum undir pari í 7-12. sæti eftir tvo frábæra hringi þar sem hún fékk ellefu fugla, tvo skolla og 23 pör og var hún ekki lengi að láta til sín taka á lokadeginum. Eftir pör á fyrstu tveimur holum dagsins fékk hún fugl á þriðju holu dagsins og var komin undir parið. Skolli á áttundu braut kom henni aftur á parið á deginum en hún fékk sjö pör á fyrri níu holum dagsins og hélt sér við toppinn. Tveir fuglar á fyrstu fimm holunum á seinni níu þýddi að hún hélt áfram að halda í við næstu kylfinga en hún átti heldur betur eftir að toppa sig þegar hún setti niður innáhöggið fyrir erni á lokaholunni. Skaut það henni upp í 3. sætið í bili ásamt þremur öðrum kylfingum en það eiga enn nokkrir kylfingar eftir að klára.
Golf Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira