Irma ógnar allt að 26 milljónum manna Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 8. september 2017 06:00 Eyjarskeggjar á Saint-Martin virtu í gær fyrir sér rústirnar sem Irma skildi eftir. Nordicphotos/AFP Fimmta stigs fellibylurinn Irma gæti haft mikil áhrif á líf allt að 26 milljóna manna. Við þessu varaði Rauði krossinn í gær. Walter Cotte, yfirmaður Rauða krossins í Norður- og Suður-Ameríku, sagði í gær að versta martröð samtakanna hefði nú þegar orðið að veruleika, meðal annars á eyjunni Barbúda sem sögð er vart byggileg eftir hamfarirnar. Irma hefur valdið gríðarlegu tjóni á eyjum Karíbahafsins nú þegar og stóð tala látinna í tíu þegar Fréttablaðið fór í prentun í gær. Líklegt er að sú tala muni hækka. Gaston Browne, forsætisráðherra Antígva og Barbúda, sagði við BBC í gær að hann hafi tekið eftir því þegar hann flaug yfir Barbúda að um 95 prósent bygginga eyjunnar væru laskaðar. „Að minnsta kosti hafa þök laskast, þök á sumum byggingum eru alveg farin, svo eru mjög margar byggingar gjörónýtar,“ sagði Browne. „Þetta gengur mér hjarta nær. Innviðir eyjunnar sködduðust mikið. Þú getur líka séð að eyjan sjálf er bókstaflega á kafi. Ég er á því að eins og er sé Barbúda óbyggileg,“ sagði Browne enn fremur og bætti því við að helmingur eyjarskeggja væri nú heimilislaus. Hins vegar hafi Antígva komið mun betur út úr óveðrinu. Þá varð einnig gríðarlegur skaði á eyjunni Saint-Martin, sem Frakkar og Hollendingar deila með sér. „Þetta eru gríðarlegar hamfarir. 95 prósent eyjunnar eyðilögðust algjörlega,“ sagði Daniel Gibbs, embættismaður á Saint-Martin, við BBC. Hollendingar hafa sent tvö herskip til eyjunnar til að aðstoða heimamenn en að sögn Mark Rutte forsætisráðherra er ekki hægt að sigla upp að eyjunni. „Það er ekki hægt að komast til eyjunnar eins og er vegna tjóns á höfnum og flugvöllum.“ Fellibylurinn olli skaða á mun fleiri eyjum en Saint-Martin og Barbúda, til dæmis á Anguilla, Bresku jómfrúaeyjum og Saint-Barthélemy. Irma er enn fimmta stigs fellibylur og sló hún met fellibylsins Haiyan í gær sem sá fellibylur sem hefur haldið meðalvindhraða yfir 82 metrum á sekúndu í lengstan tíma. Samkvæmt frétt CNN stefnir í að Irma verði enn fimmta stigs fellibylur á morgun en að hún missi styrk og verði á fjórða stigi á laugardag þegar bylurinn fer meðfram norðurströnd Kúbu. Spár gera ráð fyrir að Irma haldi þaðan áfram til Flórída og gangi á land sem fjórða stigs fellibylur þar á sunnudag áður en hún verður þriðja stigs fellibylur þar sem Georgía mætir Flórída. Bandaríkjamenn eru nú að búa sig undir hamfarirnar en stutt er frá því að fellibylurinn Harvey gekk á land í Texas og olli miklu tjóni bæði þar og í Louisiana. Donald Trump Bandaríkjaforseti sagðist í gær hafa miklar áhyggjur af bylnum. „Við höfum miklar áhyggjur, við erum að vinna af miklu kappi. Við erum eins vel undirbúin og hægt er að vera fyrir eitthvað svona. Nú er þetta bara spurning um hvað gerist,“ sagði forsetinn. Þá fyrirskipaði Nathan Deal, ríkisstjóri Georgíu, rýmingu borgarinnar Savannah á austurströndinni. Rýming á að hefjast á laugardaginn. „Ég hvet alla Georgíumenn sem eru við ströndina og gætu orðið fyrir barðinu á storminum til þess að rýma svæðið eins fljótt og hægt er,“ sagði Deal. En Irma er ekki eini fellibylurinn á svæðinu enda hafa hitabeltisstormarnir Katia og Jose nú breyst í fellibylji. Jose fylgir fast á hæla Irmu en samkvæmt spám mun hann þó sveigja í norðurátt og eins og er hefur ekkert land gefið út fellibylsviðvörun vegna hans. Katia er hins vegar skammt undan Mexíkó og hafa nokkur ríki Mexíkó gefið út fellibylsviðvörun vegna hennar. Antígva og Barbúda Birtist í Fréttablaðinu Fellibylurinn Irma Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fleiri fréttir Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Sjá meira
Fimmta stigs fellibylurinn Irma gæti haft mikil áhrif á líf allt að 26 milljóna manna. Við þessu varaði Rauði krossinn í gær. Walter Cotte, yfirmaður Rauða krossins í Norður- og Suður-Ameríku, sagði í gær að versta martröð samtakanna hefði nú þegar orðið að veruleika, meðal annars á eyjunni Barbúda sem sögð er vart byggileg eftir hamfarirnar. Irma hefur valdið gríðarlegu tjóni á eyjum Karíbahafsins nú þegar og stóð tala látinna í tíu þegar Fréttablaðið fór í prentun í gær. Líklegt er að sú tala muni hækka. Gaston Browne, forsætisráðherra Antígva og Barbúda, sagði við BBC í gær að hann hafi tekið eftir því þegar hann flaug yfir Barbúda að um 95 prósent bygginga eyjunnar væru laskaðar. „Að minnsta kosti hafa þök laskast, þök á sumum byggingum eru alveg farin, svo eru mjög margar byggingar gjörónýtar,“ sagði Browne. „Þetta gengur mér hjarta nær. Innviðir eyjunnar sködduðust mikið. Þú getur líka séð að eyjan sjálf er bókstaflega á kafi. Ég er á því að eins og er sé Barbúda óbyggileg,“ sagði Browne enn fremur og bætti því við að helmingur eyjarskeggja væri nú heimilislaus. Hins vegar hafi Antígva komið mun betur út úr óveðrinu. Þá varð einnig gríðarlegur skaði á eyjunni Saint-Martin, sem Frakkar og Hollendingar deila með sér. „Þetta eru gríðarlegar hamfarir. 95 prósent eyjunnar eyðilögðust algjörlega,“ sagði Daniel Gibbs, embættismaður á Saint-Martin, við BBC. Hollendingar hafa sent tvö herskip til eyjunnar til að aðstoða heimamenn en að sögn Mark Rutte forsætisráðherra er ekki hægt að sigla upp að eyjunni. „Það er ekki hægt að komast til eyjunnar eins og er vegna tjóns á höfnum og flugvöllum.“ Fellibylurinn olli skaða á mun fleiri eyjum en Saint-Martin og Barbúda, til dæmis á Anguilla, Bresku jómfrúaeyjum og Saint-Barthélemy. Irma er enn fimmta stigs fellibylur og sló hún met fellibylsins Haiyan í gær sem sá fellibylur sem hefur haldið meðalvindhraða yfir 82 metrum á sekúndu í lengstan tíma. Samkvæmt frétt CNN stefnir í að Irma verði enn fimmta stigs fellibylur á morgun en að hún missi styrk og verði á fjórða stigi á laugardag þegar bylurinn fer meðfram norðurströnd Kúbu. Spár gera ráð fyrir að Irma haldi þaðan áfram til Flórída og gangi á land sem fjórða stigs fellibylur þar á sunnudag áður en hún verður þriðja stigs fellibylur þar sem Georgía mætir Flórída. Bandaríkjamenn eru nú að búa sig undir hamfarirnar en stutt er frá því að fellibylurinn Harvey gekk á land í Texas og olli miklu tjóni bæði þar og í Louisiana. Donald Trump Bandaríkjaforseti sagðist í gær hafa miklar áhyggjur af bylnum. „Við höfum miklar áhyggjur, við erum að vinna af miklu kappi. Við erum eins vel undirbúin og hægt er að vera fyrir eitthvað svona. Nú er þetta bara spurning um hvað gerist,“ sagði forsetinn. Þá fyrirskipaði Nathan Deal, ríkisstjóri Georgíu, rýmingu borgarinnar Savannah á austurströndinni. Rýming á að hefjast á laugardaginn. „Ég hvet alla Georgíumenn sem eru við ströndina og gætu orðið fyrir barðinu á storminum til þess að rýma svæðið eins fljótt og hægt er,“ sagði Deal. En Irma er ekki eini fellibylurinn á svæðinu enda hafa hitabeltisstormarnir Katia og Jose nú breyst í fellibylji. Jose fylgir fast á hæla Irmu en samkvæmt spám mun hann þó sveigja í norðurátt og eins og er hefur ekkert land gefið út fellibylsviðvörun vegna hans. Katia er hins vegar skammt undan Mexíkó og hafa nokkur ríki Mexíkó gefið út fellibylsviðvörun vegna hennar.
Antígva og Barbúda Birtist í Fréttablaðinu Fellibylurinn Irma Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fleiri fréttir Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Sjá meira