Skólar og skólamenntun á nýrri öld Tryggvi Gíslason skrifar 7. september 2017 07:00 Enn hafa umræður orðið um styttingu náms í framhaldsskólum. Sýnist þar sitt hverjum, eins og eðlilegt er, en málefnaleg skoðanaskipti eru undirstaða framfara í lýðræðislandi. Það sem hins vegar hefur einkennt þessar róttæku breytingar, er að menntamálayfirvöld hafa lítið rætt breytingarnar og lítið samráð haft við skólana – skólastjóra og kennara – að ekki sé talað um nemendur og foreldra.Skólanám Eins og lesendur þekkja, eru fjögur skólastig í landinu: leikskólar, grunnskólar, framhaldsskólar og háskólar. Hér verður einkum rætt um framhaldsskólastigið, þótt flest sem hér er sagt eigi við öll skólastigin fjögur. Framhaldsskólar eru nú 37 talsins, þar af sjö „viðurkenndir einkaskólar“, eins og það er orðað. Öllum þessum framhaldsskólum er samkvæmt lögum ætlað að stuðla að alhliða þroska nemenda og virkri þátttöku í lýðræðisþjóðfélagi með því að bjóða hverjum og einum nám við hæfi og búa nemendur undir þátttöku í atvinnulífinu og frekara nám. Nám í framhaldsskólunum er margbreytilegt og skólarnir af þeim sökum afar ólíkir. Skipta má framhaldsskólunum 37 í tvo meginhópa. Annars vegar eru bóknámsskólar, sem bera allir nafnið menntaskóli og hafa að meginhlutverki að búa nemendur undir sérhæft háskólanám. Hins vegar eru fjölbrautaskólar sem bjóða upp á mun fjölbreyttara nám, bæði á bóknámsbrautum, listnámsbrautum og verknámsbrautum, s.s. málabraut, húsasmiðabraut, rafvirkjabraut, sjúkraliðabraut, snyrtibraut, tölvubraut og íþróttabraut. Ljóst er af þessu að íslenskum framhaldsskólanemendum gefst kostur á að velja ólíkar námsleiðir sem veita undirbúning og réttindi á sviði almenns náms, listnáms, bóknáms og starfsnáms. Þá lýkur náminu með mismunandi námsgráðum, svo sem framhaldsskólaprófi, prófi til starfsréttinda, stúdentsprófi og iðnmeistaraprófi. Lýsingar á námsbrautum á framhaldsskólastigi taka mið af þessum fjölbreytileika og þurfa að mæta kröfum annarra skólastiga og atvinnulífsins, auk þess að stuðla að alhliða þroska nemenda og virkri þátttöku í lýðræðisþjóðfélagi.Kröfur til framhaldsskóla Miklu skiptir að framhaldsskólar uppfylli þrjár kröfur. Í fyrsta lagi að láta nemendum líða vel, sem er algert grundvallarskilyrði. Í öðru lagi að koma nemendum til þroska og búa þá undir líf og starf í lýðræðisþjóðfélagi. Í þriðja lagi ber skólunum í upphafi nýrrar aldar að nýta tækni og þekkingu við kennslu og nám. Einkum ber að gera nemendum kleift að nota samskiptatækni, sem stöðugt fleygir fram, til þess að afla sér þekkingar. Með því eru nemendur gerðir ábyrgir fyrir námi sínu, en eru ekki undir smásjá „heyrara“ – kennara sem kanna hvort nemandinn hafi lesið heima en kenna minna. Fyrir hálfri öld sagði nemandi við Menntaskólann á Akureyri að „heimanám ætti ekki að þekkjast í betri skólum“. Með því átti hann við að líta bæri á skólanám sem vinnu nemenda sem lyki á eðlilegum vinnutíma en námið hengi ekki yfir þeim allan sólarhringinn, því að nemendur í framhaldsskólum vildu og vilja flestir geta sinnt öðru en náminu einu, s.s. hollu tómstundastarfi, íþróttum og listum.Ný öld Með nýrri tækni á nýrri öld breytast skólarnir. Ekki síst breytist starf kennara og vinna nemenda. Stjórnvöld þurfa nú að gera áætlun um framtíð skólanna, bæði leikskóla, grunnskóla, framhaldsskóla – og háskóla. Samræða þarf að hefjast milli þeirra sem eiga hlut að máli: kennara, skólastjóra, nemenda, foreldra, ríkis og sveitarfélaga, þannig að ný áætlun um nýtt skólakerfi á nýrri öld liggi fyrir innan fimm ára. Áætlun með skýr markmið er nauðsyn til þess að tryggja samfellu í menntakerfi landsins og efla bæði bókmenntun og verkmenntun í landinu. Greinarhöfundur er fyrrverandi skólameistari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Tryggvi Gíslason Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Hvenær leiddist þér síðast? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Enn hafa umræður orðið um styttingu náms í framhaldsskólum. Sýnist þar sitt hverjum, eins og eðlilegt er, en málefnaleg skoðanaskipti eru undirstaða framfara í lýðræðislandi. Það sem hins vegar hefur einkennt þessar róttæku breytingar, er að menntamálayfirvöld hafa lítið rætt breytingarnar og lítið samráð haft við skólana – skólastjóra og kennara – að ekki sé talað um nemendur og foreldra.Skólanám Eins og lesendur þekkja, eru fjögur skólastig í landinu: leikskólar, grunnskólar, framhaldsskólar og háskólar. Hér verður einkum rætt um framhaldsskólastigið, þótt flest sem hér er sagt eigi við öll skólastigin fjögur. Framhaldsskólar eru nú 37 talsins, þar af sjö „viðurkenndir einkaskólar“, eins og það er orðað. Öllum þessum framhaldsskólum er samkvæmt lögum ætlað að stuðla að alhliða þroska nemenda og virkri þátttöku í lýðræðisþjóðfélagi með því að bjóða hverjum og einum nám við hæfi og búa nemendur undir þátttöku í atvinnulífinu og frekara nám. Nám í framhaldsskólunum er margbreytilegt og skólarnir af þeim sökum afar ólíkir. Skipta má framhaldsskólunum 37 í tvo meginhópa. Annars vegar eru bóknámsskólar, sem bera allir nafnið menntaskóli og hafa að meginhlutverki að búa nemendur undir sérhæft háskólanám. Hins vegar eru fjölbrautaskólar sem bjóða upp á mun fjölbreyttara nám, bæði á bóknámsbrautum, listnámsbrautum og verknámsbrautum, s.s. málabraut, húsasmiðabraut, rafvirkjabraut, sjúkraliðabraut, snyrtibraut, tölvubraut og íþróttabraut. Ljóst er af þessu að íslenskum framhaldsskólanemendum gefst kostur á að velja ólíkar námsleiðir sem veita undirbúning og réttindi á sviði almenns náms, listnáms, bóknáms og starfsnáms. Þá lýkur náminu með mismunandi námsgráðum, svo sem framhaldsskólaprófi, prófi til starfsréttinda, stúdentsprófi og iðnmeistaraprófi. Lýsingar á námsbrautum á framhaldsskólastigi taka mið af þessum fjölbreytileika og þurfa að mæta kröfum annarra skólastiga og atvinnulífsins, auk þess að stuðla að alhliða þroska nemenda og virkri þátttöku í lýðræðisþjóðfélagi.Kröfur til framhaldsskóla Miklu skiptir að framhaldsskólar uppfylli þrjár kröfur. Í fyrsta lagi að láta nemendum líða vel, sem er algert grundvallarskilyrði. Í öðru lagi að koma nemendum til þroska og búa þá undir líf og starf í lýðræðisþjóðfélagi. Í þriðja lagi ber skólunum í upphafi nýrrar aldar að nýta tækni og þekkingu við kennslu og nám. Einkum ber að gera nemendum kleift að nota samskiptatækni, sem stöðugt fleygir fram, til þess að afla sér þekkingar. Með því eru nemendur gerðir ábyrgir fyrir námi sínu, en eru ekki undir smásjá „heyrara“ – kennara sem kanna hvort nemandinn hafi lesið heima en kenna minna. Fyrir hálfri öld sagði nemandi við Menntaskólann á Akureyri að „heimanám ætti ekki að þekkjast í betri skólum“. Með því átti hann við að líta bæri á skólanám sem vinnu nemenda sem lyki á eðlilegum vinnutíma en námið hengi ekki yfir þeim allan sólarhringinn, því að nemendur í framhaldsskólum vildu og vilja flestir geta sinnt öðru en náminu einu, s.s. hollu tómstundastarfi, íþróttum og listum.Ný öld Með nýrri tækni á nýrri öld breytast skólarnir. Ekki síst breytist starf kennara og vinna nemenda. Stjórnvöld þurfa nú að gera áætlun um framtíð skólanna, bæði leikskóla, grunnskóla, framhaldsskóla – og háskóla. Samræða þarf að hefjast milli þeirra sem eiga hlut að máli: kennara, skólastjóra, nemenda, foreldra, ríkis og sveitarfélaga, þannig að ný áætlun um nýtt skólakerfi á nýrri öld liggi fyrir innan fimm ára. Áætlun með skýr markmið er nauðsyn til þess að tryggja samfellu í menntakerfi landsins og efla bæði bókmenntun og verkmenntun í landinu. Greinarhöfundur er fyrrverandi skólameistari.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar