Pólitísk ábyrgð Kjartans Magnússonar Magnús Már Guðmundsson skrifar 7. september 2017 07:00 Húsnæði Orkuveitu Reykjavíkur á Bæjarhálsi liggur undir skemmdum og tjónið gríðarlegt – miklu meira en talið var í fyrstu. Forsvarsmenn fyrirtækisins kanna nú hvaða leiðir eru færar til að sækja skaðann á hendur þeim sem komu að byggingu hússins. Málinu er því ekki lokið og þarfnast miklu frekari skoðunar, sem þarf að gera af festu og ábyrgð frekar en af taugaveiklun. En því miður og eins og oft áður, laðast örvæntingarfullir stjórnmálamenn að Orkuveitunni – og reyna að slá pólitískar keilur. Í aðsendri grein í Morgunblaðinu og í frétt hér í Fréttablaðinu fyrir helgi sýnir Kjartan Magnússon borgarfulltrúi áður óþekkta takta. Þar kallar hann eftir því að einhver taki pólitíska ábyrgð á málinu og kennir svo Degi B. Eggertssyni borgarstjóra og Samfylkingunni um ástand hússins. Kjartan kallar líka eftir rannsókn á þessu öllu saman – ekki bara tjóninu á Orkuveituhúsinu heldur öllu ferlinu frá því að ákvörðun um byggingu hússins var tekin og kostnaði vegna byggingar hússins. Margt af þessu liggur þó nú þegar fyrir. Þrátt fyrir að Kjartan hafi, líkt og undirritaður, lagt stund á sagnfræði – þá vísvitandi ákveður hann að gera tilraun til að blekkja almenning frekar en að horfast í augu við eigin fortíð í málinu. Veturinn 1999-2000 er ákveðið að byggja húsnæðið á Bæjarhálsi. Fyrsta skóflustungan var tekin vorið 2000. Það var nokkrum mánuðum áður en að Samfylkingin var yfirhöfuð orðin til. Á þessum tíma átti Dagur B. Eggertsson ekki sæti í borgarstjórn. Hann bjó í Svíþjóð, nýútskrifaður úr læknisfræði. Tvö ár liðu því frá því að skóflustunga var tekin að höfuðstöðvum OR þangað til Dagur var kjörinn í borgarstjórn fyrir R-listann. Kjartan Magnússon teygir sig lengra en venjulega í tilraunum sínum til að gera hræðilegt ástand hússins að pólitísku deilumáli – og það með ósmekklegum hætti. Áður en við förum að benda á sökudólga í málinu þarf liggja fyrir hvers vegna húsið er í þessu ástandi, dómskvaddir matsmenn þurfa að skera úr um það og segja til um hvort hægt sé að sækja bætur til þeirra sem komu að byggingu höfuðstöðvanna á sínum tíma. Það er hins vegar allt annað mál að rýna í hverjir komu að ákvörðuninni um að reisa húsið. Fyrir liggur þó að Sjálfstæðisflokkurinn samþykkti byggingu höfuðstöðvanna bæði í stjórn veitustofnana og í borgarráði. Eini núverandi borgarfulltrúinn sem starfaði á vettvangi borgarstjórnar þegar þetta allt saman átti sér stað var hver? Jú, áðurnefndur Kjartan Magnússon. Greinarhöfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Magnús Már Guðmundsson Skoðun Mest lesið Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Sjá meira
Húsnæði Orkuveitu Reykjavíkur á Bæjarhálsi liggur undir skemmdum og tjónið gríðarlegt – miklu meira en talið var í fyrstu. Forsvarsmenn fyrirtækisins kanna nú hvaða leiðir eru færar til að sækja skaðann á hendur þeim sem komu að byggingu hússins. Málinu er því ekki lokið og þarfnast miklu frekari skoðunar, sem þarf að gera af festu og ábyrgð frekar en af taugaveiklun. En því miður og eins og oft áður, laðast örvæntingarfullir stjórnmálamenn að Orkuveitunni – og reyna að slá pólitískar keilur. Í aðsendri grein í Morgunblaðinu og í frétt hér í Fréttablaðinu fyrir helgi sýnir Kjartan Magnússon borgarfulltrúi áður óþekkta takta. Þar kallar hann eftir því að einhver taki pólitíska ábyrgð á málinu og kennir svo Degi B. Eggertssyni borgarstjóra og Samfylkingunni um ástand hússins. Kjartan kallar líka eftir rannsókn á þessu öllu saman – ekki bara tjóninu á Orkuveituhúsinu heldur öllu ferlinu frá því að ákvörðun um byggingu hússins var tekin og kostnaði vegna byggingar hússins. Margt af þessu liggur þó nú þegar fyrir. Þrátt fyrir að Kjartan hafi, líkt og undirritaður, lagt stund á sagnfræði – þá vísvitandi ákveður hann að gera tilraun til að blekkja almenning frekar en að horfast í augu við eigin fortíð í málinu. Veturinn 1999-2000 er ákveðið að byggja húsnæðið á Bæjarhálsi. Fyrsta skóflustungan var tekin vorið 2000. Það var nokkrum mánuðum áður en að Samfylkingin var yfirhöfuð orðin til. Á þessum tíma átti Dagur B. Eggertsson ekki sæti í borgarstjórn. Hann bjó í Svíþjóð, nýútskrifaður úr læknisfræði. Tvö ár liðu því frá því að skóflustunga var tekin að höfuðstöðvum OR þangað til Dagur var kjörinn í borgarstjórn fyrir R-listann. Kjartan Magnússon teygir sig lengra en venjulega í tilraunum sínum til að gera hræðilegt ástand hússins að pólitísku deilumáli – og það með ósmekklegum hætti. Áður en við förum að benda á sökudólga í málinu þarf liggja fyrir hvers vegna húsið er í þessu ástandi, dómskvaddir matsmenn þurfa að skera úr um það og segja til um hvort hægt sé að sækja bætur til þeirra sem komu að byggingu höfuðstöðvanna á sínum tíma. Það er hins vegar allt annað mál að rýna í hverjir komu að ákvörðuninni um að reisa húsið. Fyrir liggur þó að Sjálfstæðisflokkurinn samþykkti byggingu höfuðstöðvanna bæði í stjórn veitustofnana og í borgarráði. Eini núverandi borgarfulltrúinn sem starfaði á vettvangi borgarstjórnar þegar þetta allt saman átti sér stað var hver? Jú, áðurnefndur Kjartan Magnússon. Greinarhöfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar.
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar