Renault-Nissan þróar rafmagnsbíl fyrir Kínverja Finnur Thorlacius skrifar 6. september 2017 11:15 Renault Zoe rafmagnsbíllinn hefur selst gríðarvel í Evrópu á síðustu árum. Renault-Nissan og Dongfeng Motor Group í Kína hafa tekið höndum saman um samvinnu við þróun rafmagnsbíls sem bæði fyrirtækin leggja mikla áherslu á að verði raunverulegur og samkeppnishæfur kostur á kínverska neytendamarkaðnum, þar sem almennur kaupmáttur hefur aukist hratt síðustu ár. Ætlunin er að nýta sem best langa og farsæla reynslu Renault-Nissan af þróun og framleiðslu grænna bíla á borð við Nissan Leaf og Renault ZOE sem eru mest seldu rafmagnsbílar heims og síðan innviðatengsl Dongfeng á sviði nýrra orkugjafa sem mætt geti þörfum kínverska markaðarins. Stofnað hefur verið félag um samstarfið, eGT New Energy Automotive Co., Ltd., sem sjá mun um hönnun á nýjum, litlum og sportlegum rafmagnsbíl á stærð við Renault Tvingo sem verður búinn allri nýjustu tækni á borð við nettengingu og fleira sem kínverskir neytendur gera ríka kröfu um í daglegu lífi. Bíllinn verður framleiddur í bílaverksmiðju Dongfeng í Shiyan í Hubei-héraði sem hefur um 120 þúsund bíla framleiðslugetu á ári. Áætlað er að hefja framleiðslu á nýja rafmagnsbílnum árið 2019. Samkvæmt upplýsingum Sammtaka bílaframleiðenda í Kína er Kína stærsti markaður fyrir rafmagsbíla í heiminum í dag. Á síðasta ári voru 257 þúsund slíkir bílar seldir í landinu, 121% fleiri en 2015. Það sem af er þessu ári hafa 223 þúsund rafmagnsbílar verði framleiddir í Kína og eru um 204 þúsund þeirra þegar komnir á götuna. Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Verið að bera konuna út Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent
Renault-Nissan og Dongfeng Motor Group í Kína hafa tekið höndum saman um samvinnu við þróun rafmagnsbíls sem bæði fyrirtækin leggja mikla áherslu á að verði raunverulegur og samkeppnishæfur kostur á kínverska neytendamarkaðnum, þar sem almennur kaupmáttur hefur aukist hratt síðustu ár. Ætlunin er að nýta sem best langa og farsæla reynslu Renault-Nissan af þróun og framleiðslu grænna bíla á borð við Nissan Leaf og Renault ZOE sem eru mest seldu rafmagnsbílar heims og síðan innviðatengsl Dongfeng á sviði nýrra orkugjafa sem mætt geti þörfum kínverska markaðarins. Stofnað hefur verið félag um samstarfið, eGT New Energy Automotive Co., Ltd., sem sjá mun um hönnun á nýjum, litlum og sportlegum rafmagnsbíl á stærð við Renault Tvingo sem verður búinn allri nýjustu tækni á borð við nettengingu og fleira sem kínverskir neytendur gera ríka kröfu um í daglegu lífi. Bíllinn verður framleiddur í bílaverksmiðju Dongfeng í Shiyan í Hubei-héraði sem hefur um 120 þúsund bíla framleiðslugetu á ári. Áætlað er að hefja framleiðslu á nýja rafmagnsbílnum árið 2019. Samkvæmt upplýsingum Sammtaka bílaframleiðenda í Kína er Kína stærsti markaður fyrir rafmagsbíla í heiminum í dag. Á síðasta ári voru 257 þúsund slíkir bílar seldir í landinu, 121% fleiri en 2015. Það sem af er þessu ári hafa 223 þúsund rafmagnsbílar verði framleiddir í Kína og eru um 204 þúsund þeirra þegar komnir á götuna.
Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Verið að bera konuna út Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent