Margfalt fleiri tilraunir en pabbi og afi gerðu Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 5. september 2017 06:00 Kim Jong-un fundaði með félögum í Verkamannaflokknum í gær eftir kjarnorkusprengjutilraunina sem gerð var á sunnudaginn. vísir/afp Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, hefur nú látið framkvæma tvöfalt fleiri kjarnorkuvopnatilraunir en faðir hans og fyrirrennari, Kim Jong-il. Með mögulegri vetnissprengjutilraun sunnudagsins hefur Kim yngri nú látið framkvæma fjórar slíkar samanborið við tvær tilraunir Kims eldri. Þá hefur Kim Jong-un látið framkvæma margfalt fleiri eldflaugatilraunir en Kim Jong-il og Kim Il-Sung, afi hans, til samans. Norðurkóreska fréttastofan KCNA greindi frá því á sunnudag að vetnissprengja hefði verið sprengd en ekki er víst hvort það sé allur sannleikurinn. Hins vegar sýna jarðskjálftamælingar fram á að sprengingin hafi verið einkar stór, er talið að hún hafi verið í kringum hundrað kílótonn, en sprengingar eru mældar í þúsundum tonna af TNT. Norska jarðskjálftastofnunin NORSAR telur sprenginguna hafa verið 120 kílótonn, eins og KCNA greindi frá. Til samanburðar samsvaraði síðasta, og jafnframt næststærsta, kjarnorkusprengja Norður-Kóreu um fimmtán kílótonnum. ABC-fréttastofan greinir frá því að Japanar vinni nú að því að safna sýnum úr andrúmsloftinu nærri Norður-Kóreu til að reyna að skera úr um hvort einræðisríkið hafi í raun og veru sprengt vetnissprengju. Það gæti þó tekið nokkrar vikur. Vetnissprengjur eru frábrugðnar hefðbundnum kjarnorkusprengjum að því leyti að þær nota orkuna sem losnar við kjarnaklofnun til að koma af stað kjarnasamruna í vetni. Eru þær margfalt kraftmeiri fyrir vikið en hinar hefðbundnu kjarnorkusprengjur sem styðjast eingöngu við kjarnaklofnun.Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna hjá SÞ.vísir/afpPhilip Coyle, sérfræðingur sem var yfir vopnatilraunum Bandaríkjahers í forsetatíð Bills Clinton, sagði við ABC að líklega væru yfirvöld í Norður-Kóreu að segja satt. „Sumir gætu sagt að sprengikrafturinn hafi að mestu orsakast af kjarnaklofnun en ekki kjarnasamruna en það skiptir tæknilega séð ekki máli. Sprengingin væri samt vetnissprengja,“ sagði Coyle. Vetnissprengjur hafa aldrei verið notaðar í stríði en Bandaríkin prófuðu fyrstu sprengjuna árið 1952. Alls búa fimm ríki yfir slíkum sprengjum, Bandaríkin, Rússland, Bretland, Frakkland og Kína. Ísraelar, Indverjar og Pakistanar, sem eiga að öllum líkindum kjarnorkusprengjur, eiga ekki vetnissprengjur. Nú gæti hins vegar verið að Norður-Kórea hafi bæst í hóp ríkjanna fimm. CNN greindi frá því í gær að þótt Norður-Kórea búi einnig yfir langdrægum eldflaugum sé ekki víst að þær gætu flutt slíka sprengju. Sagði sérfræðingurinn Jeffrey Lewis í samtali við CNN að óvíst væri hvort kjarnorkuvopn Norður-Kóreu myndu þola flug með langdrægri eldflaug og hvort eldflaugar einræðisríkisins væru nógu nákvæmar til að hita skotmörk sín. Bandaríkjamenn hafa ekki tekið kjarnorkutilrauninni þegjandi og hljóðalaust og lýsti Nikki Haley, sendiherra þeirra hjá Sameinuðu þjóðunum, því yfir í gær að tími væri kominn til að Öryggisráðið beitti öllum mögulegum aðferðum til að hafa hemil á Norður-Kóreu. „Stríð er ekki eitthvað sem Bandaríkin vilja. Við viljum það ekki núna en þolinmæði okkar er ekki þrotlaus,“ sagði Haley. Birtist í Fréttablaðinu Norður-Kórea Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Fleiri fréttir Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Sjá meira
Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, hefur nú látið framkvæma tvöfalt fleiri kjarnorkuvopnatilraunir en faðir hans og fyrirrennari, Kim Jong-il. Með mögulegri vetnissprengjutilraun sunnudagsins hefur Kim yngri nú látið framkvæma fjórar slíkar samanborið við tvær tilraunir Kims eldri. Þá hefur Kim Jong-un látið framkvæma margfalt fleiri eldflaugatilraunir en Kim Jong-il og Kim Il-Sung, afi hans, til samans. Norðurkóreska fréttastofan KCNA greindi frá því á sunnudag að vetnissprengja hefði verið sprengd en ekki er víst hvort það sé allur sannleikurinn. Hins vegar sýna jarðskjálftamælingar fram á að sprengingin hafi verið einkar stór, er talið að hún hafi verið í kringum hundrað kílótonn, en sprengingar eru mældar í þúsundum tonna af TNT. Norska jarðskjálftastofnunin NORSAR telur sprenginguna hafa verið 120 kílótonn, eins og KCNA greindi frá. Til samanburðar samsvaraði síðasta, og jafnframt næststærsta, kjarnorkusprengja Norður-Kóreu um fimmtán kílótonnum. ABC-fréttastofan greinir frá því að Japanar vinni nú að því að safna sýnum úr andrúmsloftinu nærri Norður-Kóreu til að reyna að skera úr um hvort einræðisríkið hafi í raun og veru sprengt vetnissprengju. Það gæti þó tekið nokkrar vikur. Vetnissprengjur eru frábrugðnar hefðbundnum kjarnorkusprengjum að því leyti að þær nota orkuna sem losnar við kjarnaklofnun til að koma af stað kjarnasamruna í vetni. Eru þær margfalt kraftmeiri fyrir vikið en hinar hefðbundnu kjarnorkusprengjur sem styðjast eingöngu við kjarnaklofnun.Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna hjá SÞ.vísir/afpPhilip Coyle, sérfræðingur sem var yfir vopnatilraunum Bandaríkjahers í forsetatíð Bills Clinton, sagði við ABC að líklega væru yfirvöld í Norður-Kóreu að segja satt. „Sumir gætu sagt að sprengikrafturinn hafi að mestu orsakast af kjarnaklofnun en ekki kjarnasamruna en það skiptir tæknilega séð ekki máli. Sprengingin væri samt vetnissprengja,“ sagði Coyle. Vetnissprengjur hafa aldrei verið notaðar í stríði en Bandaríkin prófuðu fyrstu sprengjuna árið 1952. Alls búa fimm ríki yfir slíkum sprengjum, Bandaríkin, Rússland, Bretland, Frakkland og Kína. Ísraelar, Indverjar og Pakistanar, sem eiga að öllum líkindum kjarnorkusprengjur, eiga ekki vetnissprengjur. Nú gæti hins vegar verið að Norður-Kórea hafi bæst í hóp ríkjanna fimm. CNN greindi frá því í gær að þótt Norður-Kórea búi einnig yfir langdrægum eldflaugum sé ekki víst að þær gætu flutt slíka sprengju. Sagði sérfræðingurinn Jeffrey Lewis í samtali við CNN að óvíst væri hvort kjarnorkuvopn Norður-Kóreu myndu þola flug með langdrægri eldflaug og hvort eldflaugar einræðisríkisins væru nógu nákvæmar til að hita skotmörk sín. Bandaríkjamenn hafa ekki tekið kjarnorkutilrauninni þegjandi og hljóðalaust og lýsti Nikki Haley, sendiherra þeirra hjá Sameinuðu þjóðunum, því yfir í gær að tími væri kominn til að Öryggisráðið beitti öllum mögulegum aðferðum til að hafa hemil á Norður-Kóreu. „Stríð er ekki eitthvað sem Bandaríkin vilja. Við viljum það ekki núna en þolinmæði okkar er ekki þrotlaus,“ sagði Haley.
Birtist í Fréttablaðinu Norður-Kórea Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Fleiri fréttir Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Sjá meira