Útiloka ekki notkun kjarnavopna gegn Norður-Kóreu Stefán Ó. Jónsson skrifar 4. september 2017 06:43 Shinzo Abe og Donald Trump ræddu saman í síma í gærkvöldi. Vísir/AFP Bandaríkin útiloka ekki neitt þegar kemur að viðbrögðum við vetnissprengjutilraun Norður-Kóreu um helgina. Notkun kjarnavopna er því fyllilega ennþá inni í myndinni. Þetta er meðal þess sem Donald Trump, Bandaríkjaforseti, og Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans, ræddu í símtali í gærkvöldi. Hvíta húsið birti útprent af símtalinu en þar kemur fram að Trump hafi lýst því að Bandaríkin væru staðráðin í að vernda bandamenn sína í heimshlutanum frá hvers kyns ógn. Myndu þau gera það með öllum þeim úrræðum sem þau byggju yfir; jafnt viðskiptaþvingunum, hefðbundnari leiðum sem og með notkun kjarnavopna. Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, James Mattis, tók þó ekki jafn djúpt í árinni í nótt. Hann sagði að frekari ögrunum Norður-Kóreu yrði svarað með „umfangsmiklum hernaðaraðgerðum“ - en þó væri gjöreyðing ríkisins ekki uppi á borðum. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna mun koma saman í dag til að ræða nýjustu flugskeytatilraunir Norður-Kóreu. Alþjóðasamfélagið hefur fordæmt tilraunirnar, þar á meðal yfirvöld í Suður-Kóreu, Kína og Bandaríkjunum. Þá var því haldið fram í suður-kóreskum miðlum nú í morgun að her landsins væri fullviss um að nágrannar þeirra í norðri undirbyggju nú annað flugskeyti. Það er talið vera langdræg flaug með fluggetu upp á þúsundir kílómetra. Suður-kóreski herinn hóf eldflaugaæfingu snemma á mánudagsmorgun að staðartíma þar sem meðal annars var sett á svið árás á stærsta kjarnaofn Norður-Kóreu. Norður-Kórea Tengdar fréttir Langöflugasta sprengja Norður-Kóreu til þessa Stjórnvöld í Pyongyang sprengdu í gær vetnissprengju. Vopnið er þróaðra og öflugra en talið var að ríkið byggi yfir. Leiðtogar stærstu ríkja heims fordæma árásina. Flestir kalla eftir hertum þvingunaraðgerðum vegna tilraunarinnar. 4. september 2017 06:00 Trump um aðgerðir Norður-Kóreu: „Þeir skilja bara eitt“ Bandaríkjaforseti segir hegðun einræðisríkisins fjandsamlega og Kína til skammar. 3. september 2017 12:14 Ógninni verði svarað með umfangsmiklum hernaðaraðgerðum James Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, ræddi við blaðamenn fyrir utan Hvíta húsið í dag og sagði Bandaríkin hafa alla burði til að verja sig og bandamenn sína. 3. september 2017 20:17 Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Fleiri fréttir Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Sjá meira
Bandaríkin útiloka ekki neitt þegar kemur að viðbrögðum við vetnissprengjutilraun Norður-Kóreu um helgina. Notkun kjarnavopna er því fyllilega ennþá inni í myndinni. Þetta er meðal þess sem Donald Trump, Bandaríkjaforseti, og Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans, ræddu í símtali í gærkvöldi. Hvíta húsið birti útprent af símtalinu en þar kemur fram að Trump hafi lýst því að Bandaríkin væru staðráðin í að vernda bandamenn sína í heimshlutanum frá hvers kyns ógn. Myndu þau gera það með öllum þeim úrræðum sem þau byggju yfir; jafnt viðskiptaþvingunum, hefðbundnari leiðum sem og með notkun kjarnavopna. Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, James Mattis, tók þó ekki jafn djúpt í árinni í nótt. Hann sagði að frekari ögrunum Norður-Kóreu yrði svarað með „umfangsmiklum hernaðaraðgerðum“ - en þó væri gjöreyðing ríkisins ekki uppi á borðum. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna mun koma saman í dag til að ræða nýjustu flugskeytatilraunir Norður-Kóreu. Alþjóðasamfélagið hefur fordæmt tilraunirnar, þar á meðal yfirvöld í Suður-Kóreu, Kína og Bandaríkjunum. Þá var því haldið fram í suður-kóreskum miðlum nú í morgun að her landsins væri fullviss um að nágrannar þeirra í norðri undirbyggju nú annað flugskeyti. Það er talið vera langdræg flaug með fluggetu upp á þúsundir kílómetra. Suður-kóreski herinn hóf eldflaugaæfingu snemma á mánudagsmorgun að staðartíma þar sem meðal annars var sett á svið árás á stærsta kjarnaofn Norður-Kóreu.
Norður-Kórea Tengdar fréttir Langöflugasta sprengja Norður-Kóreu til þessa Stjórnvöld í Pyongyang sprengdu í gær vetnissprengju. Vopnið er þróaðra og öflugra en talið var að ríkið byggi yfir. Leiðtogar stærstu ríkja heims fordæma árásina. Flestir kalla eftir hertum þvingunaraðgerðum vegna tilraunarinnar. 4. september 2017 06:00 Trump um aðgerðir Norður-Kóreu: „Þeir skilja bara eitt“ Bandaríkjaforseti segir hegðun einræðisríkisins fjandsamlega og Kína til skammar. 3. september 2017 12:14 Ógninni verði svarað með umfangsmiklum hernaðaraðgerðum James Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, ræddi við blaðamenn fyrir utan Hvíta húsið í dag og sagði Bandaríkin hafa alla burði til að verja sig og bandamenn sína. 3. september 2017 20:17 Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Fleiri fréttir Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Sjá meira
Langöflugasta sprengja Norður-Kóreu til þessa Stjórnvöld í Pyongyang sprengdu í gær vetnissprengju. Vopnið er þróaðra og öflugra en talið var að ríkið byggi yfir. Leiðtogar stærstu ríkja heims fordæma árásina. Flestir kalla eftir hertum þvingunaraðgerðum vegna tilraunarinnar. 4. september 2017 06:00
Trump um aðgerðir Norður-Kóreu: „Þeir skilja bara eitt“ Bandaríkjaforseti segir hegðun einræðisríkisins fjandsamlega og Kína til skammar. 3. september 2017 12:14
Ógninni verði svarað með umfangsmiklum hernaðaraðgerðum James Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, ræddi við blaðamenn fyrir utan Hvíta húsið í dag og sagði Bandaríkin hafa alla burði til að verja sig og bandamenn sína. 3. september 2017 20:17