Ólafía við niðurskurðarlínuna eftir annan hring í Frakklandi Kristinn Páll Teitsson skrifar 16. september 2017 12:00 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. Vísir/Getty Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, kylfingur úr GR, kom í hús á þremur höggum yfir pari á öðru hring Evian risamótins í Frakklandi sem er hluti af LPGA-mótaröðinni, þeirri sterkustu í heimi en það verður ekki ljóst fyrr en seinna í dag hvort hún komist í gegnum niðurskurðinn. Þetta fimmta og síðasta risamót ársins í kvennagolfinu fer fram á golfvelli Evian Resort golfklúbbnum en þetta er þriðja risamótið sem Ólafía tekur þátt í á fyrsta tímabili sínu í þessari sterkustu mótaröð heimsins. Ólafía fór snemma af stað í dag, rétt um hálf sjö á íslenskum tíma en hún lenti í kröppum dansi strax í byrjun. Fékk hún skolla á annarri braut eftir að hafa misst tæplega þriggja metra pútt en hún lenti í meiri vandræðum á næstu holu. Eftir flott upphafshögg missti hún boltann í hliðarvatnstorfæru og mistókst björgunartilraun hennar en hún fékk þrefaldan skolla á þeirri braut og var komin á fjögur högg yfir parið eftir tvær holur eftir að hafa leikið fyrsta hringinn á pari. Hún lét það ekki á sig fá á næstu holum en hún fékk par á næstu þremur holum og fylgdi því eftir með tveimur fuglum á þremur holum. Var hún því á tveimur höggum yfir pari eftir fyrri níu holur dagsins. Skolli á elleftu braut lét sjá sig annan daginn í röð en hún svaraði því með að para seinustu sjö holur vallarins og kom því í hús á þremur höggum yfir pari. Þegar þetta er skrifað deilir Ólafía 65. sæti ásamt tíu öðrum kylfingum en 75 efstu kylfingarnir komast í gegnum niðurskurðinn á lokadag mótsins sem fer fram á morgun. Það eiga margir kylfingar eftir að klára og sumir hverjir eftir að fara út í dag og verður það því ekki ljóst fyrr en seinni partinn hvort hún verði meðal þátttakenda á morgun og komist í gegnum niðurskurðinn á einu af risamótunum í fyrsta skiptið á ferlinum.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, kylfingur úr GR, kom í hús á þremur höggum yfir pari á öðru hring Evian risamótins í Frakklandi sem er hluti af LPGA-mótaröðinni, þeirri sterkustu í heimi en það verður ekki ljóst fyrr en seinna í dag hvort hún komist í gegnum niðurskurðinn. Þetta fimmta og síðasta risamót ársins í kvennagolfinu fer fram á golfvelli Evian Resort golfklúbbnum en þetta er þriðja risamótið sem Ólafía tekur þátt í á fyrsta tímabili sínu í þessari sterkustu mótaröð heimsins. Ólafía fór snemma af stað í dag, rétt um hálf sjö á íslenskum tíma en hún lenti í kröppum dansi strax í byrjun. Fékk hún skolla á annarri braut eftir að hafa misst tæplega þriggja metra pútt en hún lenti í meiri vandræðum á næstu holu. Eftir flott upphafshögg missti hún boltann í hliðarvatnstorfæru og mistókst björgunartilraun hennar en hún fékk þrefaldan skolla á þeirri braut og var komin á fjögur högg yfir parið eftir tvær holur eftir að hafa leikið fyrsta hringinn á pari. Hún lét það ekki á sig fá á næstu holum en hún fékk par á næstu þremur holum og fylgdi því eftir með tveimur fuglum á þremur holum. Var hún því á tveimur höggum yfir pari eftir fyrri níu holur dagsins. Skolli á elleftu braut lét sjá sig annan daginn í röð en hún svaraði því með að para seinustu sjö holur vallarins og kom því í hús á þremur höggum yfir pari. Þegar þetta er skrifað deilir Ólafía 65. sæti ásamt tíu öðrum kylfingum en 75 efstu kylfingarnir komast í gegnum niðurskurðinn á lokadag mótsins sem fer fram á morgun. Það eiga margir kylfingar eftir að klára og sumir hverjir eftir að fara út í dag og verður það því ekki ljóst fyrr en seinni partinn hvort hún verði meðal þátttakenda á morgun og komist í gegnum niðurskurðinn á einu af risamótunum í fyrsta skiptið á ferlinum.
Golf Mest lesið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar Sport Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira