Vegleg Mercedes-Benz bílasýning Finnur Thorlacius skrifar 15. september 2017 15:28 Mercedes Benz S-Class eðalvagninn verður í forgrunni á sýningunni hjá Öskju, en hann skartar nú nýjum vélarkostum og meiri tækni. Bílaumboðið Askja mun halda veglega bílasýningu á morgun laugardag kl. 12-16 í höfuðstöðvum fyrirtækisins að Krókhálsi 11. Allur bílafloti Mercedes-Benz verður til sýnis en stjarna sýningarinnar er nýr og breyttur S-Class lúxusbíll sem verður kynntur í fyrsta skipti á Íslandi. Einnig verða A-Class, CLA og GLA í forgrunni á sýningunni. S-Class er flaggskip Mercedes-Benz og talinn tæknivæddasti fjöldaframleiddi bíllinn í heiminum. S-Class er mjög vel búinn lúxusbíll og þægindi eru eins og best verður á kosið. Bíllinn er gríðarlega vel búinn aksturs- og öryggiskerfum og með hátæknivæddan búnað sem gerir það að verkum að bíllinn getur stýrt sér að miklu leyti sjálfur þótt ökumaður sitji vissulega í ökumannssætinu og passi upp á að allt sé í lagi. Bíllinn getur einnig lagt sjálfur í stæði. Aðalmunurinn á nýjum S-Class liggur undir húddinu en bíllinn hefur fengið nýjar vélar bæði í bensín- og dísilútfærslum. Þá verður einnig í boði Plug-in Hybrid útfærsla af S-Class. Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent
Bílaumboðið Askja mun halda veglega bílasýningu á morgun laugardag kl. 12-16 í höfuðstöðvum fyrirtækisins að Krókhálsi 11. Allur bílafloti Mercedes-Benz verður til sýnis en stjarna sýningarinnar er nýr og breyttur S-Class lúxusbíll sem verður kynntur í fyrsta skipti á Íslandi. Einnig verða A-Class, CLA og GLA í forgrunni á sýningunni. S-Class er flaggskip Mercedes-Benz og talinn tæknivæddasti fjöldaframleiddi bíllinn í heiminum. S-Class er mjög vel búinn lúxusbíll og þægindi eru eins og best verður á kosið. Bíllinn er gríðarlega vel búinn aksturs- og öryggiskerfum og með hátæknivæddan búnað sem gerir það að verkum að bíllinn getur stýrt sér að miklu leyti sjálfur þótt ökumaður sitji vissulega í ökumannssætinu og passi upp á að allt sé í lagi. Bíllinn getur einnig lagt sjálfur í stæði. Aðalmunurinn á nýjum S-Class liggur undir húddinu en bíllinn hefur fengið nýjar vélar bæði í bensín- og dísilútfærslum. Þá verður einnig í boði Plug-in Hybrid útfærsla af S-Class.
Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent