Glamúr og næturlíf í haustherferð H&M Ritstjórn skrifar 14. september 2017 12:15 Myndir: H&M Haustherferð H&M 2017 hefur litið dagsins ljós, en ofurfyrirsætan Naomi Campbell er þar aðalmálið. Mikið er um glamúr í línunni, skarpa jakka og kvenleika. Skínandi silfur, prjónapeysur og kokteilkjólar eru meðal annars það sem línan hefur upp á að bjóða. Í herferðarmyndbandi línunnar tekur Naomi Campbell okkur á næturlífið í Tókýó, þar sem aðrar ofurfyrirsætur koma líka fyrir. „Tókýó er klárlega ein af mínum uppáhalds borgum. Í tökunum klæddist ég dökkri tvíhnepptri buxnadragt sem er án efa ein af mínum uppáhalds flíkum úr haustlínunni. Ég myndi sjálf klæðast dragtinni á svipaðan hátt og ég var í myndbandinu, alveg hneppt upp en samt sést í smá húð svo það myndast skemmtilegt jafnvægi af kvenlega og karlæga stílnum,“ segir Naomi Campell um línuna. Línan kemur í búðir þann 21. september næstkomandi, og er án efa hægt að finna sér margt fallegt fyrir veturinn. Næturlíf Mest lesið Götustíllinn á tískuvikunni í Helsinki Glamour Galdurinn við ,,gillið" Glamour Fatalína Magneu fyrir Club Monaco vekur mikla athygli Glamour Drottningin á afmæli í dag Glamour Vinsælustu stílistar stjarnanna Glamour Emily Ratajkowski röltir um götur New York á undirfötunum Glamour Kim Kardashian lýsir árásinni í smáatriðum Glamour Förðunarbloggari frá Suður-Kóreu breytir sér í Taylor Swift Glamour Afmælisbarn dagsins: Coco Chanel Glamour Stjörnur í stuttum pilsum Glamour
Haustherferð H&M 2017 hefur litið dagsins ljós, en ofurfyrirsætan Naomi Campbell er þar aðalmálið. Mikið er um glamúr í línunni, skarpa jakka og kvenleika. Skínandi silfur, prjónapeysur og kokteilkjólar eru meðal annars það sem línan hefur upp á að bjóða. Í herferðarmyndbandi línunnar tekur Naomi Campbell okkur á næturlífið í Tókýó, þar sem aðrar ofurfyrirsætur koma líka fyrir. „Tókýó er klárlega ein af mínum uppáhalds borgum. Í tökunum klæddist ég dökkri tvíhnepptri buxnadragt sem er án efa ein af mínum uppáhalds flíkum úr haustlínunni. Ég myndi sjálf klæðast dragtinni á svipaðan hátt og ég var í myndbandinu, alveg hneppt upp en samt sést í smá húð svo það myndast skemmtilegt jafnvægi af kvenlega og karlæga stílnum,“ segir Naomi Campell um línuna. Línan kemur í búðir þann 21. september næstkomandi, og er án efa hægt að finna sér margt fallegt fyrir veturinn.
Næturlíf Mest lesið Götustíllinn á tískuvikunni í Helsinki Glamour Galdurinn við ,,gillið" Glamour Fatalína Magneu fyrir Club Monaco vekur mikla athygli Glamour Drottningin á afmæli í dag Glamour Vinsælustu stílistar stjarnanna Glamour Emily Ratajkowski röltir um götur New York á undirfötunum Glamour Kim Kardashian lýsir árásinni í smáatriðum Glamour Förðunarbloggari frá Suður-Kóreu breytir sér í Taylor Swift Glamour Afmælisbarn dagsins: Coco Chanel Glamour Stjörnur í stuttum pilsum Glamour