Samþykktu hertar refsiaðgerðir gegn Norður-Kóreu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. september 2017 23:38 Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, er væntanlega ekkert sérstaklega sáttur með nýjustu ályktun öryggisráðsins gegn sér. vísir/epa Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti einróma fyrr í kvöld ályktun sem kveður á um hertar refsiaðgerðir gegn Norður-Kóreu eftir að landið gerði öflugustu tilraun sína með kjarnavopn til þessa þann 3. september síðastliðinn. Ályktunin var lögð fram af Bandaríkjunum sem breyttu drögunum að henni nokkuð til að fá stuðning Kína og Rússlands í öryggisráðinu. Um er að ræða níundu ályktun ráðsins er varðar refsiaðgerðir gegn stjórnvöldum í Norður-Kóreu og kveður hún á um takmarkanir á innflutningi hráolíu og bann við útflutningi á norður-kóreskum vefnaðarvörum. Vefnaðarvörur eru önnur helsta útflutningsafurð Norður-Kóreu og er tilgangur ályktunarinnar að svipta ríkið þeirri auðlind svo stjórnvöld hafi minna á milli handanna fyrir kjarnorku-og eldflaugaáætlun sína. Nærri 80 prósent af vefnaðarvörunum er selt til Kína og þá flytur Norður-Kórea mest af olíu inn frá Kína. Takmarkanir á innflutningi taka bæði til hráolíu og hreinsaðrar olíu. Norður-Kórea mun þannig ekki geta flutt inn meira en tvær milljónir af tunnum af hreinsaðri olíu á ári en talið er að í dag flytji landið inn allt að 4,5 milljónir tunna. „Við erum hætt að reyna að hvetja stjórnvöld í Norður-Kóreu til þess að breyta rétt. Núna erum við að stoppa þau við það að breyta rangt,“ sagði Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna, í öryggisráðinu um aðgerðirnar. Norður-Kórea Tengdar fréttir Varar Norður-Kóreu við „útrýmingu“ Öldungadeildarþingmaðurinn John McCain kallaði í dag eftir því að Bandaríkin myndu auka viðveru herafla síns í kringum Norður-Kóreu. 10. september 2017 22:54 Telja nýtt eldflaugaskot líklegt Yfirvöld Suður-Kóreu fylgjast nú náið með nágrönnum sínum i norðri og telja líklegt að til standi að gera frekari eldflaugatilraunir í Norður-Kóreu. 8. september 2017 11:10 Bandaríkin vilja stöðva olíusölu til Norður-Kóreu TIllaga að hertum refsiaðgerðum gegn Norður-Kóreu sem bandarísk stjórnvöld hyggjast leggja fram felur meðal annars í sér að bann verði lagt við sölu á olíu til einræðisríkisins. 6. september 2017 19:11 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sjá meira
Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti einróma fyrr í kvöld ályktun sem kveður á um hertar refsiaðgerðir gegn Norður-Kóreu eftir að landið gerði öflugustu tilraun sína með kjarnavopn til þessa þann 3. september síðastliðinn. Ályktunin var lögð fram af Bandaríkjunum sem breyttu drögunum að henni nokkuð til að fá stuðning Kína og Rússlands í öryggisráðinu. Um er að ræða níundu ályktun ráðsins er varðar refsiaðgerðir gegn stjórnvöldum í Norður-Kóreu og kveður hún á um takmarkanir á innflutningi hráolíu og bann við útflutningi á norður-kóreskum vefnaðarvörum. Vefnaðarvörur eru önnur helsta útflutningsafurð Norður-Kóreu og er tilgangur ályktunarinnar að svipta ríkið þeirri auðlind svo stjórnvöld hafi minna á milli handanna fyrir kjarnorku-og eldflaugaáætlun sína. Nærri 80 prósent af vefnaðarvörunum er selt til Kína og þá flytur Norður-Kórea mest af olíu inn frá Kína. Takmarkanir á innflutningi taka bæði til hráolíu og hreinsaðrar olíu. Norður-Kórea mun þannig ekki geta flutt inn meira en tvær milljónir af tunnum af hreinsaðri olíu á ári en talið er að í dag flytji landið inn allt að 4,5 milljónir tunna. „Við erum hætt að reyna að hvetja stjórnvöld í Norður-Kóreu til þess að breyta rétt. Núna erum við að stoppa þau við það að breyta rangt,“ sagði Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna, í öryggisráðinu um aðgerðirnar.
Norður-Kórea Tengdar fréttir Varar Norður-Kóreu við „útrýmingu“ Öldungadeildarþingmaðurinn John McCain kallaði í dag eftir því að Bandaríkin myndu auka viðveru herafla síns í kringum Norður-Kóreu. 10. september 2017 22:54 Telja nýtt eldflaugaskot líklegt Yfirvöld Suður-Kóreu fylgjast nú náið með nágrönnum sínum i norðri og telja líklegt að til standi að gera frekari eldflaugatilraunir í Norður-Kóreu. 8. september 2017 11:10 Bandaríkin vilja stöðva olíusölu til Norður-Kóreu TIllaga að hertum refsiaðgerðum gegn Norður-Kóreu sem bandarísk stjórnvöld hyggjast leggja fram felur meðal annars í sér að bann verði lagt við sölu á olíu til einræðisríkisins. 6. september 2017 19:11 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sjá meira
Varar Norður-Kóreu við „útrýmingu“ Öldungadeildarþingmaðurinn John McCain kallaði í dag eftir því að Bandaríkin myndu auka viðveru herafla síns í kringum Norður-Kóreu. 10. september 2017 22:54
Telja nýtt eldflaugaskot líklegt Yfirvöld Suður-Kóreu fylgjast nú náið með nágrönnum sínum i norðri og telja líklegt að til standi að gera frekari eldflaugatilraunir í Norður-Kóreu. 8. september 2017 11:10
Bandaríkin vilja stöðva olíusölu til Norður-Kóreu TIllaga að hertum refsiaðgerðum gegn Norður-Kóreu sem bandarísk stjórnvöld hyggjast leggja fram felur meðal annars í sér að bann verði lagt við sölu á olíu til einræðisríkisins. 6. september 2017 19:11