Baráttan gegn kynferðisofbeldi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar 29. september 2017 12:15 Ötul barátta þolenda, aðstandenda og hugsjónafólks gegn kynferðisofbeldi og kynbundnu ofbeldi hefur ekki farið framhjá neinum landsmanni. Loksins má segja að þessi barátta sé komin rækilega á dagskrá og óbreytt ástand verður ekki liðið lengur. Á þriðja hundrað barna leitar í Barnahús á hverju ári sem fyrst og fremst aðstoðar og rannsakar börn þegar grunur er um kynferðisafbrot. 22% kvenna á aldrinum 18-80 ára hafa verið beittar líkamlegu eða kynferðislegu ofbeldi í nánu sambandi. Þetta eru geigvænlega tölur í litlu samfélagi. Það getur því komið sérkennilega fyrir sjónir að það þurfi linnulausa árverkni við að koma þessum málum á dagskrá stjórnmálanna og til að ná eðlilegum réttarbótum í þessum málum. Eitt af því sem hefur verið rifjað upp í umræðu undanfarinna daga er afnám fyrningarfrests í kynferðisbrotum gegn börnum. Það mál var fyrsta þingmálið mitt á Alþingi fyrir hartnær 15 árum. Mér fannst fullkomlega óeðlilegt að gerendur slíkra brota skyldu hagnast á löggjöfinni með þeim hætti sem þeir gerðu. Þetta var mál sem ég hélt að myndi komast auðveldlega í gegnum þingið. Annað kom á daginn og það var ekki fyrr en eftir 4 ára baráttu á þingi, í fjölmiðlum og í blaðaskrifum, og eftir 25 þúsund manna undirskriftarsöfnun sem breytingin náði loksins í gegn. Þar með varð Ísland fyrsta landið í heiminum til að afnema fyrningarfresti í alvarlegum kynferðisafbrotum gegn börnum. Annað stórmál sem tók talsverðan tíma til að komast í gegnum Alþingi var lögfesting Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Þingsályktun þess efnis var einmitt síðasta þingmálið sem ég lagði fram á Alþingi og fékk samþykkt. Með lögfestingu Barnasáttmálans, sem sárafá ríki heims hafa gert, jókst réttarvernd barna til muna hér á landi. Það er mikilvægt að Alþingi taki sér ekki viðlíka tíma í að stíga næstu skref á þessari braut. Nú er kominn tími til að baráttan gegn kynferðisofbeldi og kynbundnu ofbeldi verði sett í algjöran forgang hjá stjórnvöldum.Ágúst Ólafur Ágústsson, háskólakennari og fyrrverandi alþingismaður Samfylkingarinnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágúst Ólafur Ágústsson Kosningar 2017 Mest lesið Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Sjá meira
Ötul barátta þolenda, aðstandenda og hugsjónafólks gegn kynferðisofbeldi og kynbundnu ofbeldi hefur ekki farið framhjá neinum landsmanni. Loksins má segja að þessi barátta sé komin rækilega á dagskrá og óbreytt ástand verður ekki liðið lengur. Á þriðja hundrað barna leitar í Barnahús á hverju ári sem fyrst og fremst aðstoðar og rannsakar börn þegar grunur er um kynferðisafbrot. 22% kvenna á aldrinum 18-80 ára hafa verið beittar líkamlegu eða kynferðislegu ofbeldi í nánu sambandi. Þetta eru geigvænlega tölur í litlu samfélagi. Það getur því komið sérkennilega fyrir sjónir að það þurfi linnulausa árverkni við að koma þessum málum á dagskrá stjórnmálanna og til að ná eðlilegum réttarbótum í þessum málum. Eitt af því sem hefur verið rifjað upp í umræðu undanfarinna daga er afnám fyrningarfrests í kynferðisbrotum gegn börnum. Það mál var fyrsta þingmálið mitt á Alþingi fyrir hartnær 15 árum. Mér fannst fullkomlega óeðlilegt að gerendur slíkra brota skyldu hagnast á löggjöfinni með þeim hætti sem þeir gerðu. Þetta var mál sem ég hélt að myndi komast auðveldlega í gegnum þingið. Annað kom á daginn og það var ekki fyrr en eftir 4 ára baráttu á þingi, í fjölmiðlum og í blaðaskrifum, og eftir 25 þúsund manna undirskriftarsöfnun sem breytingin náði loksins í gegn. Þar með varð Ísland fyrsta landið í heiminum til að afnema fyrningarfresti í alvarlegum kynferðisafbrotum gegn börnum. Annað stórmál sem tók talsverðan tíma til að komast í gegnum Alþingi var lögfesting Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Þingsályktun þess efnis var einmitt síðasta þingmálið sem ég lagði fram á Alþingi og fékk samþykkt. Með lögfestingu Barnasáttmálans, sem sárafá ríki heims hafa gert, jókst réttarvernd barna til muna hér á landi. Það er mikilvægt að Alþingi taki sér ekki viðlíka tíma í að stíga næstu skref á þessari braut. Nú er kominn tími til að baráttan gegn kynferðisofbeldi og kynbundnu ofbeldi verði sett í algjöran forgang hjá stjórnvöldum.Ágúst Ólafur Ágústsson, háskólakennari og fyrrverandi alþingismaður Samfylkingarinnar
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun