Messi er magnaður en þessir tveir skora samt örar fyrir sín lið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. september 2017 10:00 Paulo Dybala. Vísir/Getty Lionel Messi hefur verið magnaður að vanda með Barcelona í fyrstu umferðum spænsku deildarinnar en þrátt fyrir öll mörkin hans Messi eru tveir leikmenn í bestu deildum Evrópu með betri tölfræði. Messi er búinn að skora 9 mörk í fyrstu sex umferðunum og hefur skorað á aðeins klukkutíma fresti. Hann nær samt ekki tölfræði tveggja leikmanna. Juventus-maðurinn og landi Lionel Messi, Paulo Dybala, hefur þegar skorað 10 mörk í 6 leikjum í ítölsku deildinni en hann er að skora á 47 mínútna fresti sem er ótrúleg tölfræði. Franska liðið Mónakó seldi nær alla stjörnuleikmenn liðsins frá spútnikliði Evrópu í fyrra en Kólumbíumaðurinn Radamel Falcao hefur nær haldið uppi sóknarleik liðsins í upphafi leiktíðar. Falcao hefur skorað á 52 mínútna fresti eða ellefu mörk í aðeins sjö leikjum. Pierre-Emerick Aubameyang hjá Borussia Dortmund er síðan í fjórða sæti á listanum sem má sjá hér fyrir neðan. Það vekur athygli á margir leikmenn úr ítölsku deildinni eru meðal hæstu manna en efstur úr ensku úrvalsdeildinni er Alvaro Morata hjá Chelsea sem hefur skorað á 76 mínútna fresti í fyrstu sex leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni. Morata er rétt á undan Sergio Aguero hjá Manchester City en þriðji í ensku úrvalsdeildinni er síðan Manchester United maðurinn Romelu Lukaku.Fæstar mínútur milli marka í bestu deildum Evrópu (BBC tók saman) Paulo Dybala, Juventus 47 mínútur milli marka (10 mörk í 6 leikjum) Radamel Falcao, Mónakó 52 mínútur milli marka (11 mörk í 7 leikjum) Lionel Messi, Barcelona 60 mínútur milli marka (9 mörk í 6 leikjum) Pierre-Emerick Aubameyang, Dortmund 67 mínútur milli marka (8 mörk í 6 leikjum) Ciro Immobile, Lazio 68 mínútur milli marka (8 mörk í 6 leikjum) Edin Dzeko, Roma 72 mínútur milli marka (6 mörk í 5 leikjum) Robert Lewandowski, Bayern München 74 mínútur milli marka (7 mörk í 6 leikjum) Dries Mertens, Napoli 76 mínútur milli marka (6 mörk í 6 leikjum) Alvaro Morata, Chelsea 76 mínútur milli marka (6 mörk í 6 leikjum) Sergio Aguero, Manchester City 78 mínútur milli marka (6 mörk í 6 leikjum) Edinson Cavani, Paris Saint Germain 87 mínútur milli marka (7 mörk í 7 leikjum) Mauro Icardi , Internazionale 89 mínútur milli marka (6 mörk í 6 leikjum) Romelu Lukaku, Manchester United 90 mínútur milli marka (6 mörk í 6 leikjum) Enski boltinn Fótbolti Ítalski boltinn Spænski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Handbolti Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Fótbolti Fleiri fréttir Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjá meira
Lionel Messi hefur verið magnaður að vanda með Barcelona í fyrstu umferðum spænsku deildarinnar en þrátt fyrir öll mörkin hans Messi eru tveir leikmenn í bestu deildum Evrópu með betri tölfræði. Messi er búinn að skora 9 mörk í fyrstu sex umferðunum og hefur skorað á aðeins klukkutíma fresti. Hann nær samt ekki tölfræði tveggja leikmanna. Juventus-maðurinn og landi Lionel Messi, Paulo Dybala, hefur þegar skorað 10 mörk í 6 leikjum í ítölsku deildinni en hann er að skora á 47 mínútna fresti sem er ótrúleg tölfræði. Franska liðið Mónakó seldi nær alla stjörnuleikmenn liðsins frá spútnikliði Evrópu í fyrra en Kólumbíumaðurinn Radamel Falcao hefur nær haldið uppi sóknarleik liðsins í upphafi leiktíðar. Falcao hefur skorað á 52 mínútna fresti eða ellefu mörk í aðeins sjö leikjum. Pierre-Emerick Aubameyang hjá Borussia Dortmund er síðan í fjórða sæti á listanum sem má sjá hér fyrir neðan. Það vekur athygli á margir leikmenn úr ítölsku deildinni eru meðal hæstu manna en efstur úr ensku úrvalsdeildinni er Alvaro Morata hjá Chelsea sem hefur skorað á 76 mínútna fresti í fyrstu sex leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni. Morata er rétt á undan Sergio Aguero hjá Manchester City en þriðji í ensku úrvalsdeildinni er síðan Manchester United maðurinn Romelu Lukaku.Fæstar mínútur milli marka í bestu deildum Evrópu (BBC tók saman) Paulo Dybala, Juventus 47 mínútur milli marka (10 mörk í 6 leikjum) Radamel Falcao, Mónakó 52 mínútur milli marka (11 mörk í 7 leikjum) Lionel Messi, Barcelona 60 mínútur milli marka (9 mörk í 6 leikjum) Pierre-Emerick Aubameyang, Dortmund 67 mínútur milli marka (8 mörk í 6 leikjum) Ciro Immobile, Lazio 68 mínútur milli marka (8 mörk í 6 leikjum) Edin Dzeko, Roma 72 mínútur milli marka (6 mörk í 5 leikjum) Robert Lewandowski, Bayern München 74 mínútur milli marka (7 mörk í 6 leikjum) Dries Mertens, Napoli 76 mínútur milli marka (6 mörk í 6 leikjum) Alvaro Morata, Chelsea 76 mínútur milli marka (6 mörk í 6 leikjum) Sergio Aguero, Manchester City 78 mínútur milli marka (6 mörk í 6 leikjum) Edinson Cavani, Paris Saint Germain 87 mínútur milli marka (7 mörk í 7 leikjum) Mauro Icardi , Internazionale 89 mínútur milli marka (6 mörk í 6 leikjum) Romelu Lukaku, Manchester United 90 mínútur milli marka (6 mörk í 6 leikjum)
Enski boltinn Fótbolti Ítalski boltinn Spænski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Handbolti Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Fótbolti Fleiri fréttir Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjá meira