,,Gianni, þetta er fyrir þig" Ritstjórn skrifar 23. september 2017 10:00 Glamour/Getty Á þessu ári eru tuttugu ár síðan að Gianni Versace var myrtur á Miami. Nú er Donatella Versace, systir hans, listrænn stjórnandi tískuhússins. Á sýningu Versace í gær fór Donatella yfir feril bróður síns í fatnaði. Fatnaðinn er erfitt að dæma, þar sem þetta eru flíkur sem hafa slegið í gegn áður fyrr, og eru orðnar þekktar í tískuheiminum. Andy Warhol kjólar, axlapúðar, pastel-litir og hárklútar, allt voru þetta vísun í glæsta en of stuttan feril Gianni. Sýningin endaði á ofurfyrirsætunum Cindy Crawford, Naomi Campbell, Claudia Schiffer, Helena Christensen og Carla Bruni, allar klæddar í silfur-litaðan síðkjól. Þvílíkt augnablik! Sýningin var falleg og mikilvæg vísun í söguna, en þangað virðast margir hönnuðir vera að sækja undanfarið. Framtíð Versace hefur verið óskýr undanfarið og spurning um hver mun taka við keflinu ef Donatella skyldi hætta, en sýningin í gær sannaði það að Donatella er alveg með þetta. Mest lesið Slegist um að klæða Caitlyn Glamour Lék sér með Gucci-lógóið Glamour Angelina Jolie skellti sér á skíði með börnin Glamour DKNY hættir við að sýna á tískuvikunni í New York Glamour Airwaves dressið er klárt! Glamour Þakkaði förðunarfræðingnum sínum sérstaklega Glamour Gíraðu þig upp með Nike Rvk Run Club Glamour Fangaði augnblikin á Instagram fyrir Vogue Glamour Íslenskir jakkar með dönsku ívafi Glamour Fyrsta forsíða Millie Bobby Brown Glamour
Á þessu ári eru tuttugu ár síðan að Gianni Versace var myrtur á Miami. Nú er Donatella Versace, systir hans, listrænn stjórnandi tískuhússins. Á sýningu Versace í gær fór Donatella yfir feril bróður síns í fatnaði. Fatnaðinn er erfitt að dæma, þar sem þetta eru flíkur sem hafa slegið í gegn áður fyrr, og eru orðnar þekktar í tískuheiminum. Andy Warhol kjólar, axlapúðar, pastel-litir og hárklútar, allt voru þetta vísun í glæsta en of stuttan feril Gianni. Sýningin endaði á ofurfyrirsætunum Cindy Crawford, Naomi Campbell, Claudia Schiffer, Helena Christensen og Carla Bruni, allar klæddar í silfur-litaðan síðkjól. Þvílíkt augnablik! Sýningin var falleg og mikilvæg vísun í söguna, en þangað virðast margir hönnuðir vera að sækja undanfarið. Framtíð Versace hefur verið óskýr undanfarið og spurning um hver mun taka við keflinu ef Donatella skyldi hætta, en sýningin í gær sannaði það að Donatella er alveg með þetta.
Mest lesið Slegist um að klæða Caitlyn Glamour Lék sér með Gucci-lógóið Glamour Angelina Jolie skellti sér á skíði með börnin Glamour DKNY hættir við að sýna á tískuvikunni í New York Glamour Airwaves dressið er klárt! Glamour Þakkaði förðunarfræðingnum sínum sérstaklega Glamour Gíraðu þig upp með Nike Rvk Run Club Glamour Fangaði augnblikin á Instagram fyrir Vogue Glamour Íslenskir jakkar með dönsku ívafi Glamour Fyrsta forsíða Millie Bobby Brown Glamour