18 ára karlmaður ákærður fyrir sprengjuárás í London Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 22. september 2017 14:17 Frá Parsons Green lestarstöðinni í London. Vísir/AFP 18 ára karlmaður var í dag ákærður fyrir morðtilraun vegna sprengingarinnar í lestarkerfi London fyrir viku. Samkvæmt frétt BBC verður maðurinn, sem heitir Ahmed Hassan, einnig kærður fyrir vopnaeign vegna sprengjunnar. Sprengingin varð í Parsons Green lestarstöðinni klukkan 8:20 að morgni 15. september og sagði lögregla tveimur tímum síðar að um hryðjuverk væri að ræða. Enginn lést í árásinni en þrjátíu slösuðust, flestir þeirra með brunasár en einhverjir meiddust í troðningnum í lestinni. Talið er að sprengingin hafi komið frá fötu sem komið var fyrir í lestinni á háannartíma en mikinn eldur fylgdi sprengjunni sem talið er að hafi verið tímastillt. Sprengjan virkaði hugsanlega ekki að fullu og hefði skaðinn þá verið mun meiri ef hún hefði virkað eins og henni var ætlað. Lögregla handtók fimm aðra menn í tengslum við rannsókn málsins og eru þrír þeirra enn í gæsluvarðhaldi, mennirnir eru á aldrinum 17 til 30 ára. Tveimur mönnum hefur verið sleppt úr haldi lögreglu. Hundruð lögregluþjóna og starfsmenn annarra öryggisstofnanna voru með umfangsmikla leit af sprengjumanninum og þeim sem gætu hafa aðstoðað hann.Yfirvöld báru kennsl á hann eftir að hafa farið yfir upptökur úr öryggismyndavélum í lestakerfi London. Sadiq Khan, borgarstjóri London fordæmdi árásina en þetta er fimmta hryðjuverkaárásin í London á þessu ári. Samkvæmt BBC segjast yfirvöld hafa náð að koma í veg fyrir sex árásir. Lögregla rannsakar enn málið og hefur gert húsleit á nokkrum stöðum. Hryðjuverk í Evrópu Hryðjuverk í London Tengdar fréttir Tveir ungir menn handteknir vegna hryðjuverka og viðbúnaðarstig lækkað Amber Rudd innanríkisráðherra Bretlands tilkynnti í dag að viðbúnaðarstig vegna hryðjuverkaárása hefði aftur verið lækkað. 17. september 2017 20:00 Tveir handteknir til viðbótar Tveir karlmenn til viðbótar hafa verið handteknir í tengslum við hryðjuverkaárasina í Parsons Green lestarstöðina í London síðastliðinn föstudag. 20. september 2017 08:53 Sprenging í lestarkerfi London Lögreglan telur að um hryðjuverk hafi verið að ræða, en enginn dó í árásinni. 15. september 2017 09:47 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Fleiri fréttir Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Sjá meira
18 ára karlmaður var í dag ákærður fyrir morðtilraun vegna sprengingarinnar í lestarkerfi London fyrir viku. Samkvæmt frétt BBC verður maðurinn, sem heitir Ahmed Hassan, einnig kærður fyrir vopnaeign vegna sprengjunnar. Sprengingin varð í Parsons Green lestarstöðinni klukkan 8:20 að morgni 15. september og sagði lögregla tveimur tímum síðar að um hryðjuverk væri að ræða. Enginn lést í árásinni en þrjátíu slösuðust, flestir þeirra með brunasár en einhverjir meiddust í troðningnum í lestinni. Talið er að sprengingin hafi komið frá fötu sem komið var fyrir í lestinni á háannartíma en mikinn eldur fylgdi sprengjunni sem talið er að hafi verið tímastillt. Sprengjan virkaði hugsanlega ekki að fullu og hefði skaðinn þá verið mun meiri ef hún hefði virkað eins og henni var ætlað. Lögregla handtók fimm aðra menn í tengslum við rannsókn málsins og eru þrír þeirra enn í gæsluvarðhaldi, mennirnir eru á aldrinum 17 til 30 ára. Tveimur mönnum hefur verið sleppt úr haldi lögreglu. Hundruð lögregluþjóna og starfsmenn annarra öryggisstofnanna voru með umfangsmikla leit af sprengjumanninum og þeim sem gætu hafa aðstoðað hann.Yfirvöld báru kennsl á hann eftir að hafa farið yfir upptökur úr öryggismyndavélum í lestakerfi London. Sadiq Khan, borgarstjóri London fordæmdi árásina en þetta er fimmta hryðjuverkaárásin í London á þessu ári. Samkvæmt BBC segjast yfirvöld hafa náð að koma í veg fyrir sex árásir. Lögregla rannsakar enn málið og hefur gert húsleit á nokkrum stöðum.
Hryðjuverk í Evrópu Hryðjuverk í London Tengdar fréttir Tveir ungir menn handteknir vegna hryðjuverka og viðbúnaðarstig lækkað Amber Rudd innanríkisráðherra Bretlands tilkynnti í dag að viðbúnaðarstig vegna hryðjuverkaárása hefði aftur verið lækkað. 17. september 2017 20:00 Tveir handteknir til viðbótar Tveir karlmenn til viðbótar hafa verið handteknir í tengslum við hryðjuverkaárasina í Parsons Green lestarstöðina í London síðastliðinn föstudag. 20. september 2017 08:53 Sprenging í lestarkerfi London Lögreglan telur að um hryðjuverk hafi verið að ræða, en enginn dó í árásinni. 15. september 2017 09:47 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Fleiri fréttir Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Sjá meira
Tveir ungir menn handteknir vegna hryðjuverka og viðbúnaðarstig lækkað Amber Rudd innanríkisráðherra Bretlands tilkynnti í dag að viðbúnaðarstig vegna hryðjuverkaárása hefði aftur verið lækkað. 17. september 2017 20:00
Tveir handteknir til viðbótar Tveir karlmenn til viðbótar hafa verið handteknir í tengslum við hryðjuverkaárasina í Parsons Green lestarstöðina í London síðastliðinn föstudag. 20. september 2017 08:53
Sprenging í lestarkerfi London Lögreglan telur að um hryðjuverk hafi verið að ræða, en enginn dó í árásinni. 15. september 2017 09:47