1. des. 2018. Þjóðhátíð eða hnípin þjóð í vanda? Svanur Kristjánsson skrifar 21. september 2017 06:30 Þegar stjórnarskrá konungsríkisins Íslands var endurskoðuð árið 1944 var um það einhugur að breyta því einu sem breyta þyrfti af nauðsyn við þau kaflaskil. Við fyrstu hentugleika yrði stjórnarskráin svo tekin til gagngerrar endurskoðunar. Þannig líkti Sveinn Björnsson, fyrsti forseti lýðveldisins, henni við „bætta flík, sem sniðin var upprunalega fyrir annað land, með öðrum viðhorfum, fyrir heilli öld“.“(Ávarp forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessonar, við setningu Alþingis 12. sept. 2017.) Í rúm 70 ár hefur Alþingi ekki efnt hátíðleg loforð gefin íslenskri þjóð um endurskoðun stjórnarskrárinnar: Að grunnlög lýðveldisins séu byggð á hugsjónum og stjórnskipulagi lýðræðis og mannréttinda en ekki arfleifð frá stjórnarskrá konungsríkisins Danmerkur – frá 1849! Meirihluta Alþingis virðist meira að segja engu máli skipta að í þjóðaratkvæðagreiðslu 20. október 2012 samþykktu 67% kjósenda meginatriði nýrrar stjórnarskrár sem Stjórnlagaráð samdi að frumkvæði Alþingis. Undanfarið höfum við horft upp á afleiðingar þess að hafa stjórnarskrá og lög sem kveða ekki skýrt á um umboð, vald og ábyrgð handhafa ríkisvaldsins. Hver bar t.d. ábyrgð á skipan dómara í Landsrétt? Meirihluti Alþingis benti á dómsmálaráðherra. Dómsmálaráðherra benti á forseta Íslands. Forseti Íslands gerði sjálfstæða rannsókn og kvað upp þann úrskurð að Alþingi hefði farið að lögum við atkvæðagreiðslu við skipan dómara. Ekki þarf að rekja hér þann sársauka og niðurlægingu sem „uppreist æra“ dæmdra kynferðisafbrotamanna veldur þeim sem síst skyldi. Í ávarpi sínu við setningu Alþingis kom forseti Íslands að kjarna málsins: „Við óbreytt ástand verður ekki unað. Eftir óbreyttu verklagi verður ekki unnið.“ 1. desember 2018 verða 100 ár liðin frá því Ísland varð fullvalda ríki. Hver verður þá staða íslenska lýðveldisins? Við Íslendingar eigum einungis tvo valkosti: l 1. desember 2018 verður sannkallaður þjóðhátíðardagur. Íslendingar hafa samið Samfélagssáttmála og nýja stjórnarskrá. Byggt var á grundvelli frumvarps stjórnlagaráðs en gerðar þær breytingar sem þjóð og þing töldu vera til bóta. Meirihluti þings og þjóðar samþykkir nýju stjórnarskrána. Ekki var fallist á kröfu sérhagsmunahópa um neitunarvald þeirra varðandi gerð stjórnarskrárinnar. l 1. desember 2018 verður dagur þjóðlegra umbúða án innihalds. Veislur fyrirfólks eru haldnar og ráðamenn flytja hástemmdar ræður um fáheyrða sigurgöngu íslenskrar þjóðar. Fólkið í landinu lætur sér fátt um finnast enda tekst engum að fela hinn bitra sannleik: Íslendingar eru enn hnípin þjóð í vanda, ófær um byggja upp venjulegt vestrænt lýðræðisríki með Samfélagssáttmála og vandaða stjórnarskrá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Þegar stjórnarskrá konungsríkisins Íslands var endurskoðuð árið 1944 var um það einhugur að breyta því einu sem breyta þyrfti af nauðsyn við þau kaflaskil. Við fyrstu hentugleika yrði stjórnarskráin svo tekin til gagngerrar endurskoðunar. Þannig líkti Sveinn Björnsson, fyrsti forseti lýðveldisins, henni við „bætta flík, sem sniðin var upprunalega fyrir annað land, með öðrum viðhorfum, fyrir heilli öld“.“(Ávarp forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessonar, við setningu Alþingis 12. sept. 2017.) Í rúm 70 ár hefur Alþingi ekki efnt hátíðleg loforð gefin íslenskri þjóð um endurskoðun stjórnarskrárinnar: Að grunnlög lýðveldisins séu byggð á hugsjónum og stjórnskipulagi lýðræðis og mannréttinda en ekki arfleifð frá stjórnarskrá konungsríkisins Danmerkur – frá 1849! Meirihluta Alþingis virðist meira að segja engu máli skipta að í þjóðaratkvæðagreiðslu 20. október 2012 samþykktu 67% kjósenda meginatriði nýrrar stjórnarskrár sem Stjórnlagaráð samdi að frumkvæði Alþingis. Undanfarið höfum við horft upp á afleiðingar þess að hafa stjórnarskrá og lög sem kveða ekki skýrt á um umboð, vald og ábyrgð handhafa ríkisvaldsins. Hver bar t.d. ábyrgð á skipan dómara í Landsrétt? Meirihluti Alþingis benti á dómsmálaráðherra. Dómsmálaráðherra benti á forseta Íslands. Forseti Íslands gerði sjálfstæða rannsókn og kvað upp þann úrskurð að Alþingi hefði farið að lögum við atkvæðagreiðslu við skipan dómara. Ekki þarf að rekja hér þann sársauka og niðurlægingu sem „uppreist æra“ dæmdra kynferðisafbrotamanna veldur þeim sem síst skyldi. Í ávarpi sínu við setningu Alþingis kom forseti Íslands að kjarna málsins: „Við óbreytt ástand verður ekki unað. Eftir óbreyttu verklagi verður ekki unnið.“ 1. desember 2018 verða 100 ár liðin frá því Ísland varð fullvalda ríki. Hver verður þá staða íslenska lýðveldisins? Við Íslendingar eigum einungis tvo valkosti: l 1. desember 2018 verður sannkallaður þjóðhátíðardagur. Íslendingar hafa samið Samfélagssáttmála og nýja stjórnarskrá. Byggt var á grundvelli frumvarps stjórnlagaráðs en gerðar þær breytingar sem þjóð og þing töldu vera til bóta. Meirihluti þings og þjóðar samþykkir nýju stjórnarskrána. Ekki var fallist á kröfu sérhagsmunahópa um neitunarvald þeirra varðandi gerð stjórnarskrárinnar. l 1. desember 2018 verður dagur þjóðlegra umbúða án innihalds. Veislur fyrirfólks eru haldnar og ráðamenn flytja hástemmdar ræður um fáheyrða sigurgöngu íslenskrar þjóðar. Fólkið í landinu lætur sér fátt um finnast enda tekst engum að fela hinn bitra sannleik: Íslendingar eru enn hnípin þjóð í vanda, ófær um byggja upp venjulegt vestrænt lýðræðisríki með Samfélagssáttmála og vandaða stjórnarskrá.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar