Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara! Björgvin Guðmundsson skrifar 21. september 2017 06:00 Ríkisstjórnin var búin að vera við völd í 8 mánuði. Hún lofaði að bæta aðstöðu og kjör aldraðra; m.a. að gera það auðveldara fyrir eldri borgara að vera á vinnumarkaðnum. Hvað hefur ríkisstjórnin gert til þess að bæta aðstöðu og kjör aldraðra? Svarið er: Ekkert. Ríkisstjórnin gerði ekki eitt einasta atriði fyrir eldri borgara á þessu tímabili. Þvert á móti: Hún gerði það erfiðara fyrir eldri borgara að vera á vinnumarkaðnum. Og raunar gerði hún það nær ókleift. Það hefði verið eðlilegt, að ríkisstjórnin hækkaði eitthvað lífeyri aldraðra og öryrkja. En það gerði hún ekki. Enda þótt lífeyrir þeirra, sem eingöngu fá lífeyri frá almannatryggingum, sé svo lágur,að hann dugi ekki til framfærslu gerði ríkisstjórnin ekkert til þess að hækka hann. Hún hélt lífeyri aldraðra og öryrkja niðri við fátæktarmörk og bannaði þeim að vinna. Hún torveldaði þeim einnig að spara, þar eð vextir af sparifé eru skattlagðir með 20% skatti; fjármagnstekjur skerða einnig ellilífeyri. Eldri borgarar eiga til dæmis erfitt með að minnka við sig húsnæði; ef þeir leggja einhverja peninga í banka er lífeyrir þeirra hjá Tryggingastofnun umsvifalaust skertur. Sama gildir, ef eldri borgari vill selja sumarbústað og nota andvirðið til efri áranna. Ef hann leggur andvirðið í banka er lífeyrir hans hjá Tryggingastofnun strax felldur niður. Það má því segja, að öldruðum séu allar bjargir bannaðar: Þeir mega ekki vinna og þeir mega ekki spara. Margir telja, að eldri borgarar fái lífeyri frá TR skattfrjálst. En svo er ekki. Lífeyrir þeirra er skattlagður að fullu. Lífeyrir aldraðra frá Tryggingastofnun á að vera skattfrjáls. Það er ekkert vit í því að skammta öldruðum mjög nauman lífeyri og kóróna svo ósómann með því að taka skatt af hungurlúsinni. Ríkisstjórnin talaði mikið um að hún verði mörgum milljörðum til almannatrygginga. Það skiptir litlu máli þótt svo hefði verið á meðan lífeyrir aldraðra og öryrkja dugar ekki til framfærslu. Það eina sem skiptir máli er, að lífeyrir á einstakling sé nægilega hár. Annars staðar á Norðurlöndunum er lífeyrir ýmist skattfrjáls eða lágt skattaður. Greiðslur ríkis og lífeyrissjóða til eftirlauna nema um 10% af vergri þjóðarframleiðslu hjá hinum Norðurlandaþjóðunum en hér nema þær aðeins um 5% eða helmingi minna. Ef athugað er hvað eingöngu ríkið greiðir mikið til eftirlauna á Norðurlöndum er munurinn meiri. Á Íslandi ver ríkið rúmlega 2% af vergri þjóðarframleiðslu til eftirlauna en í Danmörku greiðir ríkið um 8% til eftirlauna. Auk þess er lífeyrir aldraðra og öryrkja miklu hærri í hinum norrænu ríkjunum en hér. Það er því sama hvar er borið niður í samanburði í málefnum almannatrygginga og í lífeyrismálum. Ísland rekur alls staðar lestina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ég neita að trúa... Guðlaug Kristjánsdóttir Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Ríkisstjórnin var búin að vera við völd í 8 mánuði. Hún lofaði að bæta aðstöðu og kjör aldraðra; m.a. að gera það auðveldara fyrir eldri borgara að vera á vinnumarkaðnum. Hvað hefur ríkisstjórnin gert til þess að bæta aðstöðu og kjör aldraðra? Svarið er: Ekkert. Ríkisstjórnin gerði ekki eitt einasta atriði fyrir eldri borgara á þessu tímabili. Þvert á móti: Hún gerði það erfiðara fyrir eldri borgara að vera á vinnumarkaðnum. Og raunar gerði hún það nær ókleift. Það hefði verið eðlilegt, að ríkisstjórnin hækkaði eitthvað lífeyri aldraðra og öryrkja. En það gerði hún ekki. Enda þótt lífeyrir þeirra, sem eingöngu fá lífeyri frá almannatryggingum, sé svo lágur,að hann dugi ekki til framfærslu gerði ríkisstjórnin ekkert til þess að hækka hann. Hún hélt lífeyri aldraðra og öryrkja niðri við fátæktarmörk og bannaði þeim að vinna. Hún torveldaði þeim einnig að spara, þar eð vextir af sparifé eru skattlagðir með 20% skatti; fjármagnstekjur skerða einnig ellilífeyri. Eldri borgarar eiga til dæmis erfitt með að minnka við sig húsnæði; ef þeir leggja einhverja peninga í banka er lífeyrir þeirra hjá Tryggingastofnun umsvifalaust skertur. Sama gildir, ef eldri borgari vill selja sumarbústað og nota andvirðið til efri áranna. Ef hann leggur andvirðið í banka er lífeyrir hans hjá Tryggingastofnun strax felldur niður. Það má því segja, að öldruðum séu allar bjargir bannaðar: Þeir mega ekki vinna og þeir mega ekki spara. Margir telja, að eldri borgarar fái lífeyri frá TR skattfrjálst. En svo er ekki. Lífeyrir þeirra er skattlagður að fullu. Lífeyrir aldraðra frá Tryggingastofnun á að vera skattfrjáls. Það er ekkert vit í því að skammta öldruðum mjög nauman lífeyri og kóróna svo ósómann með því að taka skatt af hungurlúsinni. Ríkisstjórnin talaði mikið um að hún verði mörgum milljörðum til almannatrygginga. Það skiptir litlu máli þótt svo hefði verið á meðan lífeyrir aldraðra og öryrkja dugar ekki til framfærslu. Það eina sem skiptir máli er, að lífeyrir á einstakling sé nægilega hár. Annars staðar á Norðurlöndunum er lífeyrir ýmist skattfrjáls eða lágt skattaður. Greiðslur ríkis og lífeyrissjóða til eftirlauna nema um 10% af vergri þjóðarframleiðslu hjá hinum Norðurlandaþjóðunum en hér nema þær aðeins um 5% eða helmingi minna. Ef athugað er hvað eingöngu ríkið greiðir mikið til eftirlauna á Norðurlöndum er munurinn meiri. Á Íslandi ver ríkið rúmlega 2% af vergri þjóðarframleiðslu til eftirlauna en í Danmörku greiðir ríkið um 8% til eftirlauna. Auk þess er lífeyrir aldraðra og öryrkja miklu hærri í hinum norrænu ríkjunum en hér. Það er því sama hvar er borið niður í samanburði í málefnum almannatrygginga og í lífeyrismálum. Ísland rekur alls staðar lestina.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun