Skiptir öllu máli fyrir ungar konur að byggja upp sterkt tengslanet Steinunn Camilla Stones skrifar 20. september 2017 07:00 Steinunn Camilla heiti ég og er formaður nýstofnaðrar nefndar innan FKA, Félags kvenna í atvinnulífinu, og mig langar að útskýra af hverju mér finnst mikilvægt að umkringja mig sterkum konum sem byggja mig upp og hvetja mig áfram. Ég er alin upp í fjölskyldu þar sem eini bróðir okkar þriggja systra var rauðhærður Tíbet spaniel hundur sem hét Ferdinand og ég man að pabbi var mjög glaður að fá liðsauka á sínum tíma. Við erum allar ákveðnar og metnaðarfullar, konurnar í fjölskyldunni minni, en mín mesta fyrirmynd er mamma mín (og reyndar Vigdís Finnbogadóttir líka en það er önnur saga). Þegar ég var lítil stelpa þá fannst mér fullkomlega eðlilegt að mamma mín væri í fullu námi, skutlaði mér út um allt, snyrtifræðingur sem ætti sitt eigið fyrirtæki, ferðaðist með mér ein um allan heim, móðir þriggja stelpna sem vissu hvað þær vildu og nú stendur hún vaktina með pabba í fjölskyldufyrirtækinu okkar Gulli og silfri. Hún kenndi mér í verki. Mamma er mjög ákveðin kona, ljúf, góð, sterk og mögnuð, að mínu mati hin mesta valkyrja, sem ég taldi að væri eðlilegur eiginleiki allra kvenna (og karla) og í raun hélt ég að kæmi hreinlega með móðurmjólkinni. Mér fannst magnað að átta mig á að svo er ekki. Að konur væru misákveðnar og legðu mismikið upp úr metnaði og hefðu mismikla möguleika á að efla sig, mennta og að vera með sterkt bakland var svo sannarlega ekki sjálfsagður hlutur. Persónulega lærði ég að elta drauma mína, gerði það með mínum bestu vinkonum, og gafst aldrei upp. Ég lærði að þróa draumana mína og skapa nýja og í dag á ég og rek eigið fyrirtæki með stórkostlegri konu sem ég lít upp til á hverjum degi. Það er því tengslanetið sem við byggjum upp í kringum okkur sem mótar okkur, skapar mögnuð tækifæri, byggir upp þroska, reynslu og kunnáttu til að takast á við lífsins verkefni. Umkringjum hver aðra með metnaði, sýnum samstöðu í verki og byggjum hver aðra upp.Höfundur er framkvæmdastjóri Icelandic Sync Management og FKA-félagskona. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Markaðir Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Sjá meira
Steinunn Camilla heiti ég og er formaður nýstofnaðrar nefndar innan FKA, Félags kvenna í atvinnulífinu, og mig langar að útskýra af hverju mér finnst mikilvægt að umkringja mig sterkum konum sem byggja mig upp og hvetja mig áfram. Ég er alin upp í fjölskyldu þar sem eini bróðir okkar þriggja systra var rauðhærður Tíbet spaniel hundur sem hét Ferdinand og ég man að pabbi var mjög glaður að fá liðsauka á sínum tíma. Við erum allar ákveðnar og metnaðarfullar, konurnar í fjölskyldunni minni, en mín mesta fyrirmynd er mamma mín (og reyndar Vigdís Finnbogadóttir líka en það er önnur saga). Þegar ég var lítil stelpa þá fannst mér fullkomlega eðlilegt að mamma mín væri í fullu námi, skutlaði mér út um allt, snyrtifræðingur sem ætti sitt eigið fyrirtæki, ferðaðist með mér ein um allan heim, móðir þriggja stelpna sem vissu hvað þær vildu og nú stendur hún vaktina með pabba í fjölskyldufyrirtækinu okkar Gulli og silfri. Hún kenndi mér í verki. Mamma er mjög ákveðin kona, ljúf, góð, sterk og mögnuð, að mínu mati hin mesta valkyrja, sem ég taldi að væri eðlilegur eiginleiki allra kvenna (og karla) og í raun hélt ég að kæmi hreinlega með móðurmjólkinni. Mér fannst magnað að átta mig á að svo er ekki. Að konur væru misákveðnar og legðu mismikið upp úr metnaði og hefðu mismikla möguleika á að efla sig, mennta og að vera með sterkt bakland var svo sannarlega ekki sjálfsagður hlutur. Persónulega lærði ég að elta drauma mína, gerði það með mínum bestu vinkonum, og gafst aldrei upp. Ég lærði að þróa draumana mína og skapa nýja og í dag á ég og rek eigið fyrirtæki með stórkostlegri konu sem ég lít upp til á hverjum degi. Það er því tengslanetið sem við byggjum upp í kringum okkur sem mótar okkur, skapar mögnuð tækifæri, byggir upp þroska, reynslu og kunnáttu til að takast á við lífsins verkefni. Umkringjum hver aðra með metnaði, sýnum samstöðu í verki og byggjum hver aðra upp.Höfundur er framkvæmdastjóri Icelandic Sync Management og FKA-félagskona.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar